Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 25

Ljósvetninga saga 25 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 25)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
242526

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan er sagt frá Ljósvetningum að Þorkell Hallgilsson mælti:
"Bjóða vil eg öllum mönnum til mín, þeim sem hér hafa verið
við staddir nema Halli Ótryggssyni."



Gunnsteinn mælti: "Slíkum orðum vil eg mæla."



Þá mælti Þorvarður: "Eg vil bjóða öllum til mín í kveld og
fyrstum Halli Ótryggssyni er skömm hefir af oss fengið og
höggið og skal eitt yfir oss ganga."



Síðan fór Þorvarður heim með allan flokkinn á Fornastaði og
mælti: "Hitt er nú húsfreyja að leysa beinann af hendi."



Hún svarar: "Eigi mun skorta beinann í kveld."



Höskuldur Þorvarðsson var kátur og veitti mönnum beina.



"Faðir," segir hann, "hvort skal skipa mönnum að mannvirðingu
eða eftir framgöngu?"



Hann svarar: "Hrafn skal mér næstur sitja."



Hallur hvarf í eldhúsdyrum og vissu menn eigi um veturinn
hvað af honum mundi orðið. En hann var þá í eldhússkoti að
baki Þorvarði.



Síðan sendi hann orð þingmönnum og mælti er þeir komu: "Nú
höfum vér hitt í stór vandræði og munum vér nú ráða við
þurfa. Skal eg nú senda fyrst menn til Eyjafjarðar með boðum
til Eyjólfs."



Hann gerði nú svo. Þeir sögðu Eyjólfi að hann vill gjalda tvö
hundruð silfurs fyrir Koðrán og utanferð Halls og kæmi hann
aldrei út.



Eyjólfur svarar: "Eigi ætla eg að hafa þenna dóminn Þorvarðs
í bróðurbætur og neita eg þessu."



Sendimenn fóru aftur.



Eyjólfur sendi menn til allra höfðingja að biðja þá liðveislu
og svo vestur til Gellis vinar síns að hann fjölmennti til
Hegranessþings. Gellir var góður drengur. Eyjólfur bauð eyri
silfurs fyrir nef hvert og hverjum höfðingja þeim er til
þings riði hálfa mörk. Hann sendi menn til sona Eiðs í Ás í
Borgarfjörð og bauð þeim fé til liðveislu og svo Goðdælum. Þá
var umræða á að Hrafn mundi eigi fyrir sökum hafður því að
hann þótti ekki mannhættlegur verið hafa á fundinum.
Velflestir höfðingjar hétu Eyjólfi liði.



Hárekur hét maður er bjó í Ási í Kelduhverfi. Hann átti
Þorgerði dóttur Þorvarðs. Hann var þingmaður Skegg-Brodda.



Þorvarður sendi hann austur til Skegg-Brodda að biðja hann
liðs "og vil eg gefa honum gullhring."



Skegg-Broddi átti Guðrúnu Þórarinsdóttur sælings og Halldóru
dóttur Einars að Þverá.



Eyjólfur sendi menn þangað og gista að Hrafns að Lundarbrekku
og mælti til vináttu við hann og kunni hann ekki um sakar ef
hann skildist við og væri í engri ráðagerð með Þorvarði og
sendi Hrafni hálfs eyris gull. Og er sendimenn komu tók hann
þenna kost. Og síðan hittu þeir Skegg-Brodda og báru fyrir
hann málið.



Hann svarar: "Eigi veit eg um liðveislu þá. Lítinn sóma hafa
þeir gert frændkonu sinnar, Möðruvellingar, enda munu þeir
eigi þurfa lið úr Austfirðingafjórðungi. En koma mun eg til
þings en liðinu heit eg engu."



Þeir fóru aftur er sendir voru.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.