Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 21

Ljósvetninga saga 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 21)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
202122

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það barst að eitt sinn að Guðmund dreymdi draum mikinn.



Síðan fór hann á fund Drauma-Finna norður í Kaldakinn undir
Fell og mælti: "Draum vil eg segja þér er fyrir mig bar."



Hann svarar: "Óþökk er mér á öllum komum þínum fyrir sakar
harma vorra."



Guðmundur mælti: "Engi kemur grimmd til þessa og þigg að mér
fingurgull."



Hann tók við og mælti: "Hvað dreymdi þig?"



Hann svaraði: "Eg þóttist ríða norður um Ljósavatnsskarð og
er eg kom gagnvert bænum að Öxará þá sýndist mér höfuð
Þorkels háks á aðra hönd hjá mér þá er að bænum vissi. Og er
eg reið norðan sat höfuðið á annarri öxl mér þeirri er þá
horfði við bænum. Nú stendur mér ótti af þessu."



Finni mælti: "Sjá þykist eg fyrirburð þenna. Það hygg eg að
hvert sinn er þú ríður norður og norðan komi þér í hug víg
Þorkels háks en frændur hans sitja hér í hverju húsi og mun
þér ótti af því standa. En því skiptist það á öxlum þér að
svo ber bæinn við. Og ekki kemur mér það á óvart að nær stýrt
verði nokkurum þínum frændum."



Síðan reið Guðmundur á brott og norður í sveitir til
þingmanna sinna og gisti á Tjörnesi og var honum skipað í
öndvegi en innar frá honum var skipað Ófeigi Járngerðarsyni.



Og er borðin komu fram þá setti Ófeigur hnefann á borðið og
mælti: "Hversu mikill þykir þér hnefi sjá Guðmundur?"



Hann mælti: "Víst mikill."



Ófeigur mælti: "Það muntu ætla að afl muni í vera?"



Guðmundur mælti: "Eg ætla það víst."



Ófeigur segir: "Mikið muntu ætla að högg verði af?"



Guðmundur segir: "Stórum mikið."



Ófeigur segir: "Það muntu ætla að saka muni?"



Guðmundur mælti: "Beinbrot eða bani."



Ófeigur svarar: "Hversu mundi þér sá dauðdagi þykja?"



Guðmundur mælti: "Stórillur og eigi mundi eg vilja þann fá."



Ófeigur mælti: "Sittu þá eigi í rúmi mínu."



Guðmundur segir: "Það skal og vera," og settist öðrum megin.



Það fannst á að Ófeigur vildi þar mest vera metinn en skipaði
áður öndvegið en sveifst einskis sjálfur þess er honum í hug
kom.



Kona hét Þórhildur og kölluð Vaðlaekkja og bjó að Naustum.
Hún var forn í lund og vinur Guðmundar mikill.



Guðmundur fór á fund hennar og mælti: "Forvitni er mér á því
mikil hvort nokkur mannhefnd mun fram koma fyrir Þorkel hák."



Hún svarar: "Kom þú í öðru sinni að hitta mig eina saman."



Síðan liðu stundir. Og einn morgun reið Guðmundur heiman
snemma einn saman til Vaðla og var Þórhildur úti og gyrð í
brækur og hafði hjálm á höfði og öx í hendi.



Síðan mælti hún: "Far þú nú með mér Guðmundur."



Hún fór ofan til fjarðarins og gerðist heldur þrýstileg. Hún
óð út á vaðlana og hjó hún fram öxinni á sjóinn og þótti
Guðmundi það enga skipan taka.



Síðan kom hún aftur og mælti: "Eigi ætla eg að menn verði til
að slá í mannhefndir við þig og muntu sitja mega í sæmd
þinni."



Guðmundur mælti: "Nú vildi eg að þú vissir hvort synir mínir
munu undan komast."



Hún segir: "Nú gerir þú mér meira fyrir."



Síðan óð hún út á vaðlana og hjó hún í sjóinn og varð af
brestur mikill og blóðigur allur sjórinn.



Síðan mælti hún: "Það ætla eg Guðmundur að nær stýrt verði
einhverjum syni þínum. Og mun eg þó nú eigi oftar þraut til
gera því að engan veg kostar mig það lítið og munu hvorki
tjóa við ógnir né blíðmæli."



Guðmundur mælti: "Eigi mun eg þessa þraut oftar fyrir þig
leggja."



Síðan fór Guðmundur heim og sat í virðingu sinni.



Og er leið á ævi hans þá er þess getið að maður hét
Þórhallur, góður bóndi. Hann bjó þar í Eyjafirði. Hann
dreymdi draum og fór norður á fund Finna. Hann var í dyrum
úti.



Þórhallur mælti: "Draum vildi eg að þú réðir Finni þann er
mig hefir dreymt."



Finni mælti: "Far þú í brott sem skjótast og vil eg eigi
heyra draum þinn" og rak aftur hurðina og mælti: "Far þú og
seg Guðmundi á Möðruvöllum ellegar skal þig með vopnum brott
reka."



Síðan fór hann í brott og á Möðruvöllu. En Guðmundur var
riðinn um daginn út eftir héraði og var heim von um kveldið.
Einar bróðir hans lagðist niður og sofnaði. Hann dreymdi það
að oxi gengi upp eftir héraðinu, skrautlegur og hyrndur mjög,
og kom á Möðruvöllu og gekk til hvers húss er var á bænum og
síðast til öndvegis og féll þar niður dauður.



Síðan mælti Einar: "Slíkt mun fyrir miklum tíðindum og eru
þetta mannafylgjur."



Þá kom Guðmundur heim og var það siður hans að koma til hvers
húss er var á bænum og er hann gekk til öndvegis þá lagðist
hann upp og talaði við Þórhall. Sagði hann Guðmundi draum
sinn og eftir það réttist Guðmundur upp og var þá fram kominn
matur. Mjólk var heit og voru í steinar.



Þá mælti Guðmundur: "Eigi er heitt."



Þórlaug mælti: "Kynlega er þá" og heitti steinana aftur.



Síðan drakk Guðmundur og mælti: "Eigi er heitt."



Þórlaug mælti: "Eigi veit eg nú Guðmundur hvar til kemur
heitfengi þitt."



Og enn drakk hann og mælti: "Ekki er heitt."



Þá hneig hann á bak aftur og var þegar andaður.



Þá mælti Þórlaug: "Mikil tíðindi og munu víða spyrjast. En
engi maður skal taka á honum. Grunað hefir Einar oft eftir
minni tíðindi."



Síðan kom Einar þar og veitti honum nábjargir og umbúnað.



Einar mælti: "Eigi hefir draumur þinn Þórhallur lítinn kraft.
Og það hefir Finni séð á þér að sá væri feigur er þú segðir
drauminn og þess unni hann Guðmundi. Og kaldur hefir hann nú
verið innan er hann kenndi sín eigi."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.