Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 20

Ljósvetninga saga 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 20)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
192021

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Rindill fór heim með Guðmundi og lét hann vel yfir honum.
Ekki var hann þó þokkaður af alþýðu.



Þeir bræður í Gnúpufelli voru bundnir í tengdum við Þorkel
hák. Eilífur átti Þórdísi skáldkonu. Hann var maður mikill og
sterkur og bogmaður góður. Laungetinn var hann.



Brúni átti Álfdísi Koðránsdóttur og voru þær bræðrungar og
Þórlaug kona Guðmundar Atladóttir. En móðir Þorkels háks var
Guðríður er Þorgeir goði átti en eigi Hjalti Eiríksson og
hennar móðir var dóttir Hrólfs Ingjaldssonar í Gnúpufelli. Og
var frændsemi með þeim Þorkatli og þeim bræðrum í Gnúpufelli.



Hlenni hinn spaki bjó í Saurbæ. Þeir voru bræðrasynir og
Þorgeir goði. Hlenni var þá blindur og gamall.



Þar kom að að menn riðu til leiðar. Guðmundur var vanur að
ríða fjölmennur. Hann fór út frá garði. En þeir er ofan riðu
fóru hið efra með ánni og hittust í ákveðnum stað. Menn voru
þá mettir og voru rekin heim hross og kom eigi hestur
Rindils. Guðmundur bað leita hestsins.



Rindill svaraði: "Það hæfir að aðrir menn leiti hests míns en
eg veit hvar er og ríðið fyrir."



Guðmundur hafði virðing mikla á honum og hélt hann vel og
mælti: "Far þú sem eg vil."



En engi vildi sinn hest láta fyrir honum. Þeir Guðmundur riðu
fyrir en Rindill var eftir og maður einn hjá honum og fóru
til matar þegar hesturinn var fundinn. Rindill hafði skyr og
mataðist skjótt því að skyrið var þunnt og riðu síðan út frá
garði og svo í skóginn. Þá hleyptu menn í móti þeim og var
þar kominn Eilífur og maður með honum, þar varð fátt af
kveðjum, og setti þegar kesjuna á Rindil miðjan en skyrið
sprændi úr honum og upp á Eilíf. En förunautur Rindils sagði
Guðmundi. Hann varð við óður og sneri þegar ferðinni eftir
þeim en fékk mann til að helga leið.



Þeir Brúni urðu varir við og sneru aftur en þeir
Eilífur sneru í Saurbæ. Hlenni var úti og bjó ferð húskarls
síns en hann skyldi fara í Seljadal með kálfa.



Þeir sögðu honum hvað þeir höfðu gert og biðja hann ásjá "því
að Guðmundur vill hafa líf okkart og ríða hér eftir."



Hlenni svarar: "Hvað er til saka Eilífur eða hefir þú skotið
Rindil?"



"Já," segir hann, "og hefir Guðmundur því reiðst."



Hlenni mælti: "Lítill mannskaði en eg má lítið traust veita
en þó gangið þið inn og verjist innan."



Og svo gerðu þeir.



Síðan komu þeir Guðmundur í túnið og kvöddust þeir Guðmundur
og Hlenni.



Guðmundur mælti: "Eru þeir hér ódáðamennirnir hjá þér Hlenni,
Eilífur og förunautur hans?"



"Hér eru þeir," segir hann, "og þykir mér engi harmsaga þótt
Rindill sé dauður."



Guðmundur mælti: "Ger þú annaðhvort að þú sel þá fram ella
munum vér brenna upp bæinn. Engum skal hlýða að drepa
heimamenn mína."



Hlenni svaraði: "Vera má það að nú megir þú gera slíkt sem þú
vilt en verið mundi það hafa fyrr meir að fjölrætt mundi í
héraðinu ef þú gerðir mér óvirðing. En þann veg er mér um
gefið að betra þykir mér að þeir séu eigi fyrir augum mér
drepnir nú og vil eg senda þá í Eyrarskóg."



Guðmundur segir: "Viltu því heita að þeir komi þar? Þá mun eg
þann kost taka því að jafnt þykir mér heit þín sem handsöl
annarra manna."



Síðan gekk Hlenni inn og mælti: "Nú er Guðmundur hér kominn
og vill hafa líf þitt en eg hefi enga mótstöðu."



Eilífur svarar: "Slíks er að von og skal eg út ganga."



Þá mælti Hlenni: "Þú skalt eigi hvata að því. En lítið mun
verða undanbragð. Nú skuluð þið fara yfir í Eyrarskóg með
þeim hætti að í sínu hripi skal vera hvor ykkar og bera á
ykkur gras en þá skal liggja kálfur á hvorum ykkrum. En þó má
vera að Guðmundur sjái eigi þetta undanbragð fyrir reiði
sakar. En ef þig ber skjótt fram hjá þá kipp þú þegar
knappinum úr hripsgrindinni. Enn mun auðna ráða."



Og er hann kom yfir á og í skóginn þá drifu þeir Guðmundur í
móti þeim.



Þá mælti Guðmundur: "Hví eru þeir Eilífur svo seinir?"



Hann svarar: "Eg ætla að þeim þyki eigi til öls boðið en þó
voru þeir búnir er eg fór."



Og er hann kom fram hjá þeim þá hljóp hann þegar aftur hjá
hestinum og hleypti þeim niður úr hripunum en þeir hlupu
þegar í skóginn og til Gnúpufells.



Þá mælti Guðmundur: "Nú erum vér villtir. Þeir hafa verið í
hripunum. Og sé eg nú eftir hversu hesturinn sté fast að
grjótinu er hófarnir lögðust fyrir. Nú mun Hlenni eigi
þykjast logið hafa og er hann vitur maður. Enda snúum nú
eftir þeim."



Síðan komu þeir í Gnúpufell og gengu að dyrum. En hurðir voru
aftur og stóð Eilífur fyrir innan hurð með skeyti sín.



Þá mælti Guðmundur: "Sel þú fram, Brúni, Eilíf ódáðamanninn
ella munum vér leggja eld að bænum."



Hann svarar: "Þá skal hart eftir ganga og kynlegt er að þér
sýnist að hafa stórvirki á vorum frændum og leita eftir svo
frekt um menn slíka er einskis eru verðir."



Guðmundur mælti að eldinn skyldi að bera. Þá var svo gert.



Þá gekk kona til hurðarinnar og mælti: "Má Guðmundur heyra
mál mitt?"



Hann kveðst heyra "eða er Þórlaug þar? Og er einsætt að ganga
út."



Hún svarar: "Eigi mun eg skilja við Álfdísi frændkonu mína en
hún mun eigi skilja við Brúna."



"Ef þú vilt kjósa heldur að deyja við skömm hér en lifa með
mér með sæmd og virðingu þá skal þó verkið eigi fyrir
farast."



Þá gekk maður í dyrnar ungur og mælti: "Hvort má Guðmundur
heyra mál mitt?"



Hann kvaðst heyra "eða er Halldór þar sonur minn?"



Hann kvað svo vera.



Guðmundur mælti: "Gakk þú út frændi."



Hann svarar: "Eigi þarftu þess mig að eggja því að þér skal
engi verri en eg ef móðir mín brennur hér inni."



Síðan áttu menn hlut að við Guðmund að hann gerði eigi svo
mikla óhæfu. Og svo varð að hann lét teljast og fór í brottu.
Síðan varð aldrei vel með þeim. Guðmundur sat yfir metorðum
mestum í héraðinu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.