Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 22

Ljósvetninga saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 22)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan tóku synir Guðmundar hins ríka fé eftir hann, Eyjólfur
og Koðrán. Var Koðrán manna vænstur, efnilegur og vinsæll.
Hann óx upp með Hlenna. Halldór Guðmundarson var þá utan
farinn. Hann féll í Brjánsorustu. Eyjólfur vildi einn hafa
föðurleifð sína og unni eigi jafnaðar bróður sínum. Eyjólfur
var vænn maður og mikill.



En er Koðrán var fullkominn að aldri beiddist hann
fjárskiptis við Eyjólf en hann svaraði: "Eigi vil eg hafa
tvíbýli á Möðruvöllum og eigi rísa upp fyrir þér."



Síðan hitti Koðrán Hlenna fóstra sinn og sagði honum svo búið
"og mun eigi sannleg vörnin ef eg skal rænast arfinum?"



Hlenni svarar: "Eigi kemur mér óvart ofsinn Eyjólfs en eigi
ræð eg að þú dæmir þig sjálfur af arfinum heldur ger þú hús
út frá garði á Möðruvöllum."



Og það var ráð haft.



En það ráð samdist svo síðan að Koðrán bjó í Möðrufelli.
Einar Arnórsson bjó þá að Hrafnagili, vitur maður, göfugur og
ættstór. Eyjólfur var ríkastur maður fyrir norðan land.



Þorvarður Höskuldsson Þorgeirssonar bjó þá að Fornastöðum í
Fnjóskadal. Hann var fyrir þeim Ljósvetningum. Hann var vitur
maður og stilltur vel og nokkuð aldraður. Eyjólfur sendi menn
á fund hans og bauð honum heim til sín og þann kost tók hann.



Eyjólfur tók vel við honum og mælti: "Undir þínum þokka þykir
mér mest af þínum frændum og þótt fátt hafi verið um með oss
af hinum fyrrum atburðum þá vil eg nú vingast við þig og
skalt þú þiggja að mér stóðhest. Þessi er hér bestur í
héraðinu."



Þorvarður svarar: "Þiggja mun eg hestinn og haf þökk fyrir og
hlýða mun okkur ef eigi spilla aðrir menn um."



Hann fór heim síðan.



Höskuldur hét sonur Þorvarðs. Hann var mikill maður og
sterkur og uppvöðslumaður mikill.



Þorkell hét maður. Hann bjó að Veisu. Hann var Hallgilsson.
Móðir hans hét Solveig Þórðardóttir. Þórður var bróðir
Þorgeirs að Ljósavatni. Með honum var að uppfæðslu Höskuldur
Þorvarðsson.



Gunnsteinn hét maður er bjó að Ljósavatni Þórðarson. Brandur
hét son hans. Hann var jafnaldri Höskulds og voru báðir með
Þorkatli og áttu mikið lag við Þveræinga.



Þorvarður Höskuldsson var maður óafskiptinn um málaferli.
Hann bauð nær jafnaði enda gekk eigi af því. Þeir fóstbræður
voru skaplíkir og urðu híbýlin skærusöm. En fátt var með þeim
frændum, Þorvarði og Höskuldi, því að þeir voru óskaplíkir
frændur í sumum háttum.



Maður hét Ísólfur og bjó norður á Tjörnesi. Þingmaður var
hann Eyjólfs Guðmundarsonar. Friðgerður hét dóttir hans. Hún
var kona væn, ættgóð og sköruleg, sýslumaður mikill.
Grímseyingur einn, ungur og frálegur, gerðist til og slóst á
tal við hana.



En föður hennar gast eigi að því, hitti hana og mælti: "Eigi
er mér um vistir þínar hér lengur til þess að í því aukist
vor ósæmd. Nú sendi eg þig til Eyjólfs vinar míns og mun hann
vel við þig gera."



Hún svarar: "Það er vænlegt ráð."



Síðan fór hún og maður með henni. Og er þau komu á Fornastaði
til Þorvarðs gerði veðráttu illa.



Þá mælti Þorvarður: "Aldrei þykir mér óvænna að snúa norður
aftur."



Hún svarar: "Þann veg er mér um farið síðan eg fór norðan að
eigi komi eg þar svo búið. Þorsteinn heitir maður og er
kallaður drafli. Hann býr á Draflastöðum. Hann er nú norður
og mun eg vera þar meðan óveðráttan batnar eigi."



Þorvarður svarar: "Eg hefi nú og um rætt slíkt er mér sýnist.
En eigi kemur mér óvart að þessu sé misráðið."



Síðan fór hún ofan í dalinn og á Draflastaði og var vel við
henni tekið. Þetta fréttist brátt. Veisusynir spurðu og þetta
og sóttu þangað leika og bar saman tal þeirra fóstbræðra og
Friðgerðar og fór hún þangað og var þar.



Þess er getið að skip kom út í þetta mund norður og það
ætlaði að fara tvívegis. Þeir fóstbræður fóru til skips og
könnuðust við kaupmenn.



Þá mælti Höskuldur: "Það höfum við ætlað félagar að fá yður
tveim mönnum fleira en áður."



Stýrimaður svarar: "Er eigi það þá ráð Höskuldur?"



Hann svarar: "Það er í ætlan ef kostur er."



Stýrimaður svarar: "Þess skal víst kostur."



Þeir tóku sér fari og fóru síðan heim.



Og er þeir voru mjög búnir þá heimtu þeir Þorkel á tal.



Þá mælti Höskuldur: "Við fóstbræður ætlum utan að fara en við
viljum fá þér í hendur sókn og vörn mála þeirra er okkur
snerta og höfum þar votta við."



Þorkell svarar: "Fátt hefi eg í móti ykkur látið en varla
sýnist mér þetta vandalaust og kann mart til þess að bera. En
þó skuluð þið þessu ráða."



Gekk þetta nú fram. Þeir fóru utan og voru vel virðir.



En Friðgerður var eftir og þótti vera kona sæmileg og
allmikill gleðimaður og samdi sig mjög í háttum með ungum
mönnum og var verkmaður mikill og umsýslumaður.



Hún kom eitt sinn að máli við Þorkel.



"Svo er sem þú veist," segir hún, "að eg hefi haft umönnun
hér og verknað en nú fellur mér það allt þyngra því að vöxtur
minn er í þrútnan og þyngist heldur gangan. Eg hefi eigi
þurft annarra hér til en nú þykir mér þess ráðs þurfa er svo
ber til. Eg em nú kona eigi heil."



Þorkell svarar: "Hver veldur því?"



Hún kvað Brand valda því.



Þorkell svarar: "Þó hefir hann þetta óvinlega gert og sagt
mér ekki til. Er mér þetta vandséð mál. Hefir hér verið
gleðivist mikil en þú kona eigi fálynd. Og veit eg ekki hvort
hann veldur þessu eða aðrir hleypimenn þó að eigi séu
jafnríflegir sem Brandur. Og þykir mér þeim ólið veitt
fóstbræðrum ef þá skal sanna gera að þessu."



Hún fékk af þessu mikla ógleði og fór til föður síns. Honum
eyddist skjótt fé. Og kvað hún sína ferð óþekkilega orðið
hafa sem von var að.



Hann svarar: "Eigi hefir vel orðið enda var eigi góðu ráði
til að bregða."



Ísólfur gerði ferð sína á fund Þorkels og vissi hann gjörla
að hann var kominn þar til reitingar en eigi til bótar.



Hann brá Þorkatli þegar á tal og mælti: "Það er undir för
minni að eg vildi að þú greiddir málið Friðgerðar og sómir
yður það vel að eigi standi hér illt af sem von er að
hermingar muni vera. Mæli eg til þess að hún sé með þér og
mun eg leggja fé fyrir hana. En sættast ætla eg á málið og
vera hægur í biðum og mun eg eigi mæla til framar en að vér
séum eigi ræntir sannindum."



Þorkell svarar: "Saklaus em eg um þetta mál. Er dóttir þín
kona eigi fálynd og eigi einn líklegri en annar til þokka með
henni."



Síðan fór Ísólfur á brott, reið leið sína og fór á fund
Eyjólfs Guðmundarsonar á Möðruvöllu og var þar vel við honum
tekið.



Brá hann Eyjólfi á tal og mælti: "Ekki mun þér til virðingar
mitt erindi en þó ætlum vér til þinnar ásjá, þingmenn þínir.
Virðum vér svo að gild svívirðing sé í þeirra tiltæki,
Fnjóskdæla. Hafa sumir hlaupist á brott af landi er vér ætlum
hlut í hafa þessu máli en þeir svara engu til er nú eru fyrir
mál settir. Stóð það svo í fyrstu til að eg ætlaði að senda
dóttur mína á fund yðvarn og firra hana svo ámæli vondra
manna en þeir heftu ferð hennar, Brandur og Höskuldur, og
dvöldu hana til svívirðingar."



Eyjólfur svarar: "Þetta er illa við komið. Eg vildi víst
undan eira við Ljósvetninga en þó ert þú nú illa við kominn.
Ætla eg ráð að hún fari hingað til mín. Má eg eigi aka undan
öllum fæti en svo mun þá þykja ef þetta er kyrrt."



Ísólfur svarar: "Þann veg mun virt vera að eigi haldið þér
sæmdum nema til hlutist yður tignari menn."



"Eg mun við máli taka," segir Eyjólfur, "þótt eigi sé
vandalaust og lát fylgja henni til mín. Mun eg þó lítilþægur
að yfirbót. Vænti eg að Þorvarði fari best ef hans ráð eru
höfð en lítillar sæmdar vænti eg að öðrum þeim er hér eiga
hlut í."



Tókust þeir nú í hendur og seldi Ísólfur honum málið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.