Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 71

Laxdœla saga 71 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 71)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
707172

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Annan vetur eftir útkomu Þorleiks finnast þeir bræður jafnan
og höfðu tal með sér og hvorki hentu þeir gaman að leikum né
annarri skemmtan. Og eitt sinn er Þorleikur var í Tungu þá
töluðu þeir bræður svo að dægrum skipti. Snorri þóttist þá
vita að þeir mundu stórt nakkvað ráða. Þá gekk Snorri á tal
þeirra bræðra. Þeir fögnuðu honum vel og létu þegar falla
niður talið. Hann tók vel kveðju þeirra.



Síðan mælti Snorri: "Hvað hafið þið í ráðagerðum er þið gáið
hvorki svefns né matar?"



Bolli svarar: "Þetta eru ekki ráðagerðir því að það tal er
með litlum merkjum er vér eigum að tala."



Og er Snorri fann að þeir vildu leyna hann því öllu er þeim
var í skapi en hann grunaði þó að þeir mundu um það mest tala
er stór vandræði mundu af gerast ef fram gengi. Snorri mælti
til þeirra: "Hitt grunar mig nú sem það muni hvorki hégómi né
gamanmál er þið munuð lengstum um tala og virði eg ykkur til
vorkunnar þótt svo sé og gerið svo vel og segið mér og leynið
mig eigi. Munum vér eigi allir verr kunna um ráða þetta mál
því að eg mun hvergi í móti standa að það gangi fram er ykkar
sómi vaxi við."



Þorleiki þótti Snorri vel undir taka. Sagði hann í fám orðum
ætlan þeirra bræðra að þeir ætla að fara að þeim Ólafssonum
og þeir skyldu sæta afarkostum, segja sig þá ekki til skorta
að hafa jafnan hlut af þeim Ólafssonum er Þorleikur var
handgenginn Ólafi konungi en Bolli kominn í mægðir við slíkan
höfðingja sem Snorri er.



Snorri svarar á þá leið: "Ærið hefir komið fyrir víg Bolla er
Helgi var Harðbeinsson fyrir goldinn. Eru helsti mikil
vandræði manna áður orðin þó að staðar nemi um síðir."



Bolli segir þá: "Hvað er nú Snorri? Ertu eigi jafnhvass í
liðveislunni sem þú lést fyrir litlu? Og eigi mundi Þorleikur
þér enn þessa ætlan sagt hafa ef hann hefði nokkuð við mig um
ráðist. Og þar er þú telur Helga hafa komið í hefnd fyrir
Bolla þá er mönnum það kunnigt að fé kom fyrir víg Helga en
faðir minn er óbættur."



En er Snorri sá að hann fékk þeim eigi talið hughvarf þá
býðst Snorri til að leita um sættir með þeim Ólafssonum
heldur en manndráp tækjust og því játta þeir bræður.



Síðan reið Snorri í Hjarðarholt með nokkura menn. Halldór tók
vel við honum og bauð honum þar að vera. Snorri kvaðst heim
mundu ríða um kveldið "en eg á við þig skylt erindi."



Síðan taka þeir tal og lýsir Snorri yfir erindum sínum að
hann kvaðst þess orðinn var að þeir Bolli og Þorleikur undu
eigi lengur að faðir þeirra væri bótlaus af þeim Ólafssonum
"en nú vildi eg leita um sættir og vita ef endir yrði á
ógiftu yðvarri frænda."



Halldór tók þessu ekki fjarri og svarar: "Harðla kunnigt er
mér að Þorgils Hölluson og Bollasynir ætluðu að veita mér
árás eða bræðrum mínum áður en þú snerir hefndinni fyrir þeim
svo að þaðan af sýndist þeim að drepa Helga Harðbeinsson.
Hefir þú þér deilt góðan hlut af þessum málum hvað sem þú
hefir til lagt um hin fyrri skipti vor frænda."



Snorri mælti: "Miklu þykir mér skipta að gott verði mitt
erindi og hér kæmi því á leið er mér er mestur hugur á, að
tækjust góðar sættir með yður frændum því að mér er kunnigt
skaplyndi þeirra manna er málum eiga að skipta við yður að
þeir munu það allt vel halda er þeir verða á sáttir."



Halldór svarar: "Þessu vil eg játta ef það er vilji bræðra
minna að gjalda fé fyrir víg Bolla, slíkt sem þeir menn dæma
er til gerðar eru teknir. En undan vil eg skilja sektir allar
og svo goðorð mitt, svo staðfestu, slíkt hið sama þær
staðfestur er bræður mínir búa á. Vil eg og til skilja að
þeir eigi þær að frjálsu fyrir þessa málalykt, taka og sinn
mann hvorir til gerðar."



Snorri segir: "Vel og skörulega er þetta boðið. Munu þeir
bræður þenna kost taka ef þeir vilja að nokkuru hafa mín
ráð."



Síðan reið Snorri heim og segir þeim bræðrum hvert orðið
hafði hans erindi og svo það að hann mundi við skiljast
þeirra mál með öllu ef þeir vildu eigi játa þessu. Bolli bað
hann fyrir ráða "og vil eg Snorri að þér dæmið fyrir vora
hönd."



Þá sendir Snorri orð Halldóri að þá var ráðin sættin. Bað
hann kjósa mann til gerðar til móts við sig. Halldór kaus til
gerðar fyrir sína hönd Steinþór Þorláksson af Eyri.
Sættarfundur skyldi vera að Dröngum á Skógarströnd þá er
fjórar vikur eru af sumri. Þorleikur Bollason reið til
Helgafells og var allt tíðindalaust um veturinn. Og er leið
að þeirri stundu er á kveðið var um fundinn þá kom Snorri
goði með þeim Ólafssonum og voru alls fimmtán saman.
Jafnmargir komu þeir Steinþór til mótsins. Tóku þeir Snorri
og Steinþór tal og urðu ásáttir um mál þessi. Eftir það luku
þeir fésekt en eigi er á kveðið hér hversu mikið þeir gerðu.
Frá því er sagt að fé galst vel og sættir voru vel haldnar. Á
Þórsnessþingi voru gjöld af hendi innt. Halldór gaf Bolla
sverð gott en Steinþór Ólafsson gaf Þorleiki skjöld. Var það
og góður gripur. Og var síðan slitið þinginu og þóttu
hvorirtveggju hafa vaxið af þessum málum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.