Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 70

Laxdœla saga 70 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 70)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
697071

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorkell Eyjólfsson gerðist höfðingi mikill. Hélt hann sér
mjög til vinsælda og virðingar. Hann var maður héraðríkur og
málamaður mikill. Þingdeilda hans er hér þó ekki getið.
Þorkell var ríkastur maður í Breiðafirði meðan hann lifði
þegar er Snorra leið. Þorkell sat vel bæ sinn. Hann lét gera
öll hús að Helgafelli stór og rammleg. Hann markaði og
grundvöll til kirkju og lýsti því að hann ætlaði sér að sækja
kirkjuviðinn. Þau Þorkell og Guðrún áttu son. Sá er nefndur
Gellir. Hann var snemma hinn efnilegasti. Bolli Bollason var
ýmist í Tungu eða að Helgafelli. Var Snorra til hans allvel.
Þorleikur bróðir hans var að Helgafelli. Voru þeir bræður
miklir menn og hinir knálegstu og hafði Bolli allt fyrir. Vel
var Þorkatli til stjúpbarna sinna. Guðrún unni Bolla mest
allra barna sinna. Bolli var nú sextán vetra en Þorleikur
tuttugu.



Þá ræddi Þorleikur við Þorkel stjúpföður sinn og móður sína
að hann vildi utan fara, "leiðist mér að sitja heima sem
konum. Vildi eg að mér væru fengin fararefni."



Þorkell svarar: "Ekki þykist eg verið hafa mótgerðasamur
ykkur bræðrum síðan er tengdir vorar tókust. Þykir mér þetta
hin mesta vorkunn að þig fýsi að kanna siðu annarra manna því
að eg vænti að þú þykir vaskur maður hvar sem þú kemur með
dugandi mönnum."



Þorleikur kvaðst ekki mundu hafa mikið fé "því að ósýnt er
hversu mér gætist til. Er eg ungur og í mörgu óráðinn."



Þorkell bað hann hafa svo sem hann vildi. Síðan kaupir
Þorkell í skipi til handa Þorleiki er uppi stóð í
Dögurðarnesi. Fylgir Þorkell honum til skips og bjó hann að
öllu vel heiman. Fór Þorleikur utan um sumarið. Skip það
kemur til Noregs. Var þá lands höfðingi Ólafur konungur hinn
helgi. Þorleikur fer þegar á fund Ólafs konungs. Hann tók vel
við honum og kannaðist við kynferði hans og bauð honum til
sín. Þorleikur þekktist það. Er hann með konungi um veturinn
og gerðist hirðmaður hans. Virti konungur hann vel. Þótti
Þorleikur hinn vaskasti maður og var hann með Ólafi konungi
svo að vetrum skipti.



Nú er að segja frá Bolla Bollasyni. Þá er hann var átján
vetra gamall um vorið ræddi hann við Þorkel mág sinn og þau
móður sína að hann vill að þau leysi föðurarf hans. Guðrún
spyr hvað hann ætlaðist fyrir er hann kallaði til fjár í
hendur þeim.



Bolli svarar: "Það er vilji minn að konu sé beðið til handa
mér. Vildi eg Þorkell mágur," segir Bolli, "að þú værir mér
þar um flutningsmaður að það gengi fram."



Þorkell spurði hverrar konu hann vildi biðja.



Bolli svarar: "Kona heitir Þórdís. Hún er dóttir Snorra goða.
Hún er svo kvenna að mér er mest um að eiga og ekki mun eg
kvongast í bráð ef eg nái eigi þessu ráði. Þykir mér og mikið
undir að þetta gangi fram."



Þorkell svarar: "Heimult er þér mágur að eg gangi með máli
þessu ef þér þykir það máli skipta. Vænti eg að þetta mál
verði auðsótt við Snorra því að hann mun sjá kunna að honum
er vel boðið þar er þú ert."



Guðrún mælti: "Það er skjótt að segja Þorkell að eg vil til
þess láta engan hlut spara að Bolli fái þann ráðakost sem
honum líkar. Er það bæði að eg ann honum mest enda hefir hann
öruggastur verið í því minna barna að gera að mínum vilja."



Þorkell lést það ætla fyrir sér að leysa Bolla vel af hendi:
"Er það fyrir margs sakir maklegt því að eg vænti þess að
gott verði mannkaup í Bolla."



Litlu síðar fara þeir Þorkell og Bolli og voru saman mjög
margir menn, fara þar til er þeir koma í Tungu. Snorri tók
vel við þeim og blíðlega. Eru þar hinar mestu ölværðir af
Snorra hendi. Þórdís Snorradóttir var heima með föður sínum.
Hún var væn kona og merkileg. Og er þeir höfðu fár nætur
verið í Tungu þá ber Þorkell upp bónorðsmálin og mælir til
mægðar við Snorra fyrir hönd Bolla en til samfara við Þórdísi
dóttur hans.



Þá svarar Snorri: "Slíkra mála er vel leitað sem mér er að
þér von. Vil eg þessu máli vel svara því að mér þykir Bolli
hinn mannvænsti maður og sú kona þykir mér vel gift er honum
er gift. En það mun þó mestu um stýra hversu Þórdísi er um
gefið því að hún skal þann einn mann eiga að henni sé vel að
skapi."



Þetta mál kemur fyrir Þórdísi en hún svarar á þá leið að hún
mundi þar um hlíta forsjá föður síns, kvaðst fúsari að
giftast Bolla í sinni sveit en ókunnum manni lengra í brott.
Og er Snorri fann að henni var ekki þetta í móti skapi, að
ganga með Bolla, þá er þetta að ráði gert og fóru festar
fram. Skal Snorri hafa boð það inni og skal vera að miðju
sumri. Við þetta ríða þeir Þorkell og Bolli heim til
Helgafells og er nú Bolli heima þar til er að brullaupsstefnu
kemur.



Búast þeir nú heiman, Þorkell og Bolli, og þeir menn með þeim
er til þess voru ætlaðir. Var þar fjölmenni mikið og hið
skörulegsta lið, ríða nú leið sína og koma í Tungu. Eru þar
allgóðar viðtökur. Var þar mikið fjölmenni og veisla hin
virðulegsta. Og er veisluna þrýtur búast menn í brott. Snorri
gaf Þorkatli gjafar sæmilegar og þeim Guðrúnu báðum, slíkt
sama öðrum sínum vinum og frændum. Ríður nú hver heim til
síns heimilis þeirra manna er þetta boð hafa sótt. Bolli var
í Tungu og tókust brátt góðar ástir með þeim Þórdísi. Snorri
lagði og mikla stund á að veita Bolla vel og var til hans
hvar betur en til sinna barna. Bolli þekktist það vel og er
þau misseri í Tungu í góðu yfirlæti.



Um sumarið eftir kom skip af hafi í Hvítá. Það skip átti
hálft Þorleikur Bollason en hálft áttu norrænir menn. Og er
Bolli spyr útkomu bróður síns ríður hann þegar suður til
Borgarfjarðar og til skips. Verður hvor þeirra bræðra öðrum
feginn. Er Bolli þar svo að nóttum skiptir. Síðan ríða þeir
báðir bræður vestur til Helgafells. Þorkell tekur við þeim
með allri blíðu og þau Guðrún bæði og buðu Þorleiki þar að
vera um veturinn og það þiggur hann. Þorleikur dvelst að
Helgafelli um hríð, ríður síðan til Hvítár og lætur setja upp
skipið en flytja vestur varnað sinn. Þorleiki hafði gott
orðið til fjár og virðingar því að hann hafði gerst
handgenginn hinum tignasta manni, Ólafi konungi. Var hann nú
að Helgafelli um veturinn en Bolli í Tungu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.