Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 67

Laxdœla saga 67 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 67)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
666768

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þórarinn hét maður er bjó í Langadal. Hann var goðorðsmaður
og ekki ríkur. Son hans hét Auðgísl. Hann var frálegur maður.
Þorgils Hölluson tók af þeim feðgum goðorðið og þótti þeim
það hin mesta svívirðing. Auðgísl fór á fund Snorra goða og
sagði honum þenna ójafnað og bað hann ásjá.Snorri svarar vel að einu og tók lítinn af öllu og mælti:
"Gerist hann Hölluslappi nú framgjarn og áburðarmikill. Hvort
mun Þorgils enga þá menn fyrir hitta að eigi muni honum allt
vilja þola? Er það víst auðsætt að hann er mikill maður og
knálegur en komið hefir orðið slíkum mönnum í hel sem hann
er."Snorri gaf Auðgísli öxi rekna er hann fór í brott.Um vorið fóru þeir Þorgils Hölluson og Þorsteinn svarti suður
til Borgarfjarðar og buðu bætur sonum Helga og öðrum frændum
hans. Var sæst á það mál og var ger góð sæmd. Galt Þorsteinn
tvo hluti bóta vígsins en Þorgils skyldi gjalda þriðjung og
skyldi greiða á þingi.Þetta sumar reið Þorgils til þings. Og er þeir komu á hraunið
að Völlum sáu þeir konu ganga í móti sér. Sú var mikil
harðla. Þorgils reið í móti henni en hún veik undan og kvað
þetta:Kosti fyrðar

ef framir þykjast

og varist við svo

vélum Snorra.

Engi mun við varast,

vitr er Snorri.


Síðan gekk hún leið sína.Þá mælti Þorgils: "Sjaldan fór svo þá er vel vildi að þú
færir þá af þingi er eg fór til þings."Þorgils ríður nú á þingið og til búðar sinnar og var kyrrt
öndvert þingið.Sá atburður varð einnhvern dag um þingið að fest voru út
klæði manna til þerris. Þorgils átti blá heklu. Hún var
breidd á búðarvegginn.Menn heyrðu að heklan kvað þetta:Hangir vot á vegg

veit hattkilan bragð,

þvígit oftar þurr,

þeygi dyl eg að hún viti tvö.


Þetta þótti hið mesta undur.Hinn næsta dag eftir gekk Þorgils vestur yfir ána og skyldi
gjalda fé sonum Helga. Hann sest niður á hölknið fyrir ofan
búðirnar. Með honum var Halldór fóstbróðir hans og fleiri
voru þeir saman. Þeir synir Helga komu til mótsins. Þorgils
tekur nú að telja silfrið. Auðgísl Þórarinsson gekk þar hjá
og í því er Þorgils nefndi tíu þá hjó Auðgísl til hans og
allir þóttust heyra að höfuðið nefndi ellefu er af fauk
hálsinum. Auðgísl hljóp til Vatnsfirðingabúðar en Halldór
hljóp þegar eftir honum og hjó hann í búðardurunum til bana.Þessi tíðindi komu til búðar Snorra goða að Þorgils Hölluson
var veginn.Snorri segir: "Eigi mun þér skilist hafa. Þorgils Hölluson
mun vegið hafa."Maðurinn segir: "Enda fauk höfuðið af bolnum.""Þá má vera að satt sé," segir Snorri.Sæst var á víg þessi sem í sögu Þorgils Höllusonar segir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.