Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 68

Laxdœla saga 68 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 68)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
676869

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það sama sumar er Þorgils Hölluson var veginn kom skip í
Bjarnarhöfn. Það átti Þorkell Eyjólfsson. Hann var þá svo
auðigur maður að hann átti tvo knörru í förum. Annar kom í
Hrútafjörð á Borðeyri og var hvortveggi viði hlaðinn. Og er
Snorri goði spurði útkomu Þorkels ríður hann þegar til skips.
Þorkell tók við honum með allri blíðu. Þorkell hafði og
mikinn drykk á skipi sínu. Var veitt allkappsamlega. Varð
þeim og margt talað. Spurði Snorri tíðinda af Noregi. Þorkell
segir frá öllu vel og merkilega. Snorri segir í mót þau
tíðindi sem hér höfðu gerst meðan Þorkell hafði utan verið.



"Sýndist mér nú það ráð," segir Snorri, "sem eg ræddi fyrir
þér áður þú fórst utan að þú tækir þig úr förum og settist um
kyrrt og aflaðir þér kvonfangs þess hins sama sem þá var orði
á komið."



Þorkell svarar: "Skil eg hvar þú ferð og allt er mér slíkt
hið sama nú í hug sem þá ræddum við því að eigi fyrirman eg
mér hins besta ráðs og hins göfgasta ef það má við gangast."



Snorri mælti: "Til þess skal eg boðinn og búinn að ganga með
þeim málum fyrir þína hönd. Er nú og af ráðinn hvortveggi
hluturinn sá er þér þótti torsóttlegastur ef þú skyldir fá
Guðrúnar að Bolla er hefnt enda er Þorgils frá ráðinn."



Þorkell mælti: "Djúpt standa ráð þín Snorri og að vísu vil eg
að venda þessu máli."



Snorri var að skipi nokkurar nætur. Síðan tóku þeir skip
teinært er þar flaut við kaupskipið og bjuggust til ferðar
hálfur þriðji tugur manna. Þeir fóru til Helgafells. Guðrún
tók við Snorra ágæta vel. Var þeim veittur allgóður beini.



Og er þeir höfðu verið þar eina nótt þá kallar Snorri til
tals við sig Guðrúnu og mælti: "Svo er mál með vexti að eg
hefi ferð þessa veitt Þorkatli Eyjólfssyni vin mínum. Er hann
nú hér kominn sem þú sérð en það er erindi hans hingað að
hefja bónorð við þig. Er Þorkell göfugur maður. Er þér og
allt kunnigt um ætt hans og athæfi. Skortir hann og eigi fé.
Þykir oss hann nú einn maður líkastur til höfðingja vestur
hingað ef hann vill sig til þess hafa. Hefir Þorkell mikinn
sóma þá er hann er út hér en miklu er hann meira virður þá er
hann er í Noregi með tignum mönnum."



Þá svarar Guðrún: "Synir mínir munu hér mestu af ráða,
Þorleikur og Bolli, en þú ert svo hinn þriðji maður Snorri að
eg mun mest þau ráð undir eiga er mér þykja allmiklu máli
skipta því að þú hefir mér lengi heilráður verið."



Snorri kvaðst einsætt þykja að hnekkja Þorkatli eigi frá.
Eftir það lét Snorri kalla þangað sonu Guðrúnar, hefir þá
uppi við þá málið og tjár hversu mikill styrkur þeim mætti
verða að Þorkatli fyrir sakir fjárafla hans og forsjá og
taldi þar um mjúklega.



Þá svarar Bolli: "Móðir mín mun þetta glöggvast sjá kunna.
Vil eg hér um hennar vilja samþykkja. En víst þykir oss
ráðlegt að virða það mikils er þér flytjið þetta mál Snorri
því að þú hefir marga hluti stórvel gert til vor."



Þá mælti Guðrún: "Mjög munum vér hlíta forsjá Snorra um þetta
mál því að oss hafa þín ráð heil verið."



Snorri fýsti í hverju orði og réðst það af að ráðahagur
skyldi takast með þeim Guðrúnu og Þorkatli. Bauð Snorri að
hafa boð inni. Þorkatli líkaði það vel "því að mig skortir
eigi föng til að leggja fram svo sem yður líkar."



Þá mælti Guðrún: "Það er vilji minn að boð þetta sé hér að
Helgafelli. Vex mér ekki það fyrir augum að hafa hér kostnað
fyrir. Mun eg hvorki til þess krefja Þorkel né aðra að leggja
starf á þetta."



"Oft sýnir þú það Guðrún," segir Snorri, "að þú ert hinn
mesti kvenskörungur."



Verður nú það af ráðið að brullaup skal vera að Helgafelli að
sex vikum sumars. Fara þeir Snorri og Þorkell við þetta á
brott. Fór Snorri heim en Þorkell til skips. Er hann ýmist um
sumarið í Tungu eða við skip. Líður til boðsins. Guðrún hefir
mikinn viðurbúnað og tilöflun. Snorri goði sótti þessa veislu
með Þorkatli og höfðu þeir nær sex tigu manna og var það lið
mjög valið því að flestir allir menn voru í litklæðum. Guðrún
hafði nær hundrað fyrirboðsmanna. Þeir bræður, Bolli og
Þorleikur, gengu í mót þeim Snorra og með þeim fyrirboðsmenn.
Er Snorra allvel fagnað og hans föruneyti. Er nú tekið við
hestum þeirra og klæðum. Var þeim fylgt í stofu. Skipuðu þeir
Þorkell og Snorri bekk annan, þann er æðri var, en boðsmenn
Guðrúnar hinn óæðra bekk.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.