Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 65

Laxdœla saga 65 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 65)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
646566

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eftir þessi tíðindi ríða þeir Þorgils í brott og yfir hálsinn
til Reykjardals og lýstu þar vígum þessum, riðu síðan hina
sömu leið vestur sem þeir höfðu vestan riðið, léttu eigi
sinni ferð fyrr en þeir komu í Hörðadal. Þeir segja nú þessi
tíðindi er gerst höfðu í för þeirra. Varð þessi ferð hin
frægsta og þótti þetta mikið stórvirki er slíkur kappi hafði
fallið sem Helgi var. Þorgils þakkar mönnum vel ferðina og
slíkt hið sama mæltu þeir bræður Bollasynir. Skiljast þeir
menn nú er í ferð höfðu verið með Þorgísli. Lambi ríður
vestur til Laxárdals og kemur fyrst í Hjarðarholt og sagði
þeim frændum sínum innilega frá þessum tíðindum er orðið
höfðu í Skorradal. Þeir létu illa yfir hans ferð og töldu
mjög á hendur honum, kváðu hann meir hafa sagst í ætt
Þorbjarnar skrjúps en Mýrkjartans Írakonungs.Lambi reiddist mjög við orðtak þeirra og kvað þá kunna sig
ógerla er þeir veittu honum átölur "því að eg hefi dregið
yður undan dauða," segir hann.Skiptust þeir síðan fám orðum við því að hvorumtveggjum
líkaði þá verr en áður. Ríður Lambi heim til bús síns.Þorgils Hölluson ríður út til Helgafells og með honum synir
Guðrúnar og fóstbræður hans, Halldór og Örnólfur. Þeir komu
síðla um kveldið til Helgafells svo að allir menn voru í
rekkjum. Guðrún rís upp og bað menn upp standa og vinna þeim
beina. Hún gengur til stofu og heilsar Þorgísli og öllum þeim
og spurði þá tíðinda. Þorgils tók kveðju Guðrúnar. Hann hafði
þá lagt af sér kápuna og svo vopnin og sat þá upp til stafa.
Þorgils var í rauðbrúnum kyrtli og hafði um sig breitt
silfurbelti. Guðrún settist niður í bekkinn hjá honum.Þá kvað Þorgils vísu þessa:Sóttum heim að Helga,

hrafn létum ná svelgja,

ruðum fagrröðuls eiki

þá er fylgdum Þorleiki.

Þrjá létum þar falla,

þjóðnýta gervalla,

hjálm allkæna þolla.

Hefnt teljum nú Bolla.


Guðrún spurði þá vendilega að þessum tíðindum er orðið höfðu
í för þeirra. Þorgils sagði slíkt er hún spurði. Guðrún kvað
ferðina orðna hina snöfurlegstu og bað þá hafa þökk fyrir.
Eftir það er þeim beini veittur og er þeir voru mettir var
þeim fylgt til rekkna. Sofa þeir af nóttina.Um daginn eftir gengur Þorgils til tals við Guðrúnu og mælti:
"Svo er háttað sem þú veist Guðrún að eg hefi fram komið
ferðinni þeirri er þú baðst mig til. Tel eg það fullmannlega
af höndum innt. Vænti eg og að eg hafi því vel vart. Þú munt
það og muna hverjum hlutum þú hefir mér heitið þar í mót.
Þykist eg nú til þess kaups kominn."Þá mælti Guðrún: "Ekki hefir síðan svo langt liðið er við
ræddumst við að mér sé það úr minni liðið. Ætla eg og það
eina fyrir mér að efna við þig allt það er eg varð á sátt.
Eða hvers minnir þig um hversu mælt var með okkur?"Þorgils kvað hana muna mundu.Guðrún svarar: "Það hygg eg að eg héti þér því að giftast
engum manni samlendum öðrum en þér. Eða viltu nokkuð mæla í
móti þessu?"Þorgils kvað hana rétt muna."Þá er vel," segir Guðrún, "ef okkur minnir eins um þetta
mál. Vil eg og ekki lengur draga þetta fyrir þér að eg ætla
þess eigi auðið verða að eg sé þín kona. Þykist eg enda við
þig öll ákveðin orð þó að eg giftist Þorkatli Eyjólfssyni því
að hann er nú eigi hér á landi."Þá mælti Þorgils og roðnaði mjög: "Gerla skil eg hvaðan alda
sjá rennur undir. Hafa mér þaðan jafnan köld ráð komið. Veit
eg að þetta eru ráð Snorra goða."Sprettur Þorgils upp þegar af þessu tali og var hinn
reiðasti, gengur til förunauta sinna og sagði að hann vill í
brott ríða.Þorleiki líkar illa er svo var hagað að Þorgísli var eigi geð
á en Bolli samþykkist hér um vilja móður sinnar. Guðrún
kvaðst gefa skyldu Þorgísli góðar gjafir og blíðka hann svo.
Þorleikur kvað það ekki tjá mundu "því að Þorgils er miklu
skapstærri maður en hann muni hér að smáhlutum lúta vilja."Guðrún kvað hann og þá heima huggast skyldu.Þorgils ríður við þetta frá Helgafelli og með honum
fóstbræður hans. Kemur hann heim í Tungu til bús síns og unir
stórilla sínum hlut.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.