Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 64

Laxdœla saga 64 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 64)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
636465

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þeir Þorgils tóku reið mikla þegar þeir komu á bak og riðu nú
fram úr skóginum. Þeir sáu fjóra menn ríða frá selinu. Þeir
hleyptu og allmikið. Þá mæltu sumir förunautar Þorgils að
ríða skyldi eftir þeim sem skjótast.



Þá svarar Þorleikur Bollason: "Koma munum vér áður til
selsins og vita hvað þar sé manna því að það ætla eg síður að
hér sé Helgi og hans fylgdarmenn. Sýnist mér svo sem þetta
séu konur einar."



Þeir voru fleiri er í móti mæltu. Þorgils kvað Þorleik ráða
skyldu því að hann vissi að Þorleikur var manna skyggnastur,
snúa nú að selinu. Hrappur hleypir fram fyrir og dúði
spjótsprikuna er hann hafði í hendi og lagði fram fyrir sig
og kvað þá vera allt mál að reyna sig. Verða þeir Helgi þá
eigi fyrr varir við en þeir Þorgils taka á þeim selið. Þeir
Helgi lúka aftur hurðina og taka vopn sín. Hrappur hleypur
þegar upp á selið og spurði hvort skolli væri inni.



Helgi svarar: "Fyrir það mun þér ganga sem sá sé nokkuð
skæður er hér býr inni að hann muni bíta kunna nær greninu."



Og þegar lagði Helgi spjóti út um selsglugginn og í gegnum
Hrapp. Féll hann dauður til jarðar af spjótinu.



Þorgils bað þá fara varlega og gæta sín við slysum "því að
vér höfum ærin efni til að vinna selið og Helga þar sem hann
er nú kominn því að eg hygg að hér sé fátt manna fyrir."



Selið var gert um einn ás og lá hann á gaflhlöðum og stóðu út
af ásendarnir og var einart þak á húsinu og ekki gróið. Þá
mælti Þorgils að menn skyldu ganga að ásendunum og treysta
svo fast að brotnaði eða ella gengi af inn raftarnir en sumir
skyldu geyma duranna ef þeir leituðu út. Fimm voru þeir Helgi
inni í selinu. Harðbeinn son hans var þar, hann var tólf
vetra gamall, og smalamaður hans og tveir menn aðrir er það
sumar höfðu komið til hans og voru sekir. Hét annar Þorgils
en annar Eyjólfur. Þorsteinn svarti stóð fyrir selsdurunum og
Sveinn son Dala-Álfs en þeir aðrir förunautar rifu af ræfrið
af selinu og höfðu þeir þar skipt liði til. Tók annan ásenda
Húnbogi hinn sterki og þeir Ármóðssynir en þeir Þorgils og
Lambi annan ásenda og þeir synir Guðrúnar. Treysta þeir nú
fast á ásinn og brotnaði hann í sundur í miðju. Og í þessi
svipan lagði Harðbeinn út atgeiri úr selinu þar sem hurðin
var brotin. Lagið kom í stálhúfu Þorsteins svarta svo að í
enninu nam staðar. Var það mjög mikill áverki. Þá mælti
Þorsteinn það er satt var að þar voru menn fyrir. Því næst
hljóp Helgi út um dyrnar svo djarflega að þeir hrukku fyrir
er næstir voru. Þorgils var þá nær staddur og hjó eftir honum
með sverði og kom á öxlina og varð það mikill áverki. Helgi
snerist þá í móti og hafði í hendi viðaröxi.



Helgi mælti: "Enn skal þessi hinn gamli þora að sjá í mót
vopnum" og fleygði öxinni að Þorgísli og kom öxin á fót honum
og varð það mikið sár.



Og er Bolli sá þetta þá hleypur hann að Helga og hafði í
hendi Fótbít og lagði í gegnum Helga. Var það banasár hans.
Þeir fylgdarmenn Helga hlaupa þegar úr selinu og svo
Harðbeinn. Þorleikur Bollason víkur í móti Eyjólfi. Hann var
sterkur maður. Þorleikur hjó til hans með sverði og kom á
lærið fyrir ofan kné og tók af fótinn og féll hann dauður til
jarðar. En Húnbogi hinn sterki hleypur í móti Þorgilsi og hjó
til hans með öxi og kom á hrygginn og tók hann sundur í
miðju. Þórður köttur var nær staddur þar er Harðbeinn hljóp
út og vildi þegar ráða til hans. Bolli hleypur til er hann sá
þetta og bað eigi veita Harðbeini skaða: "Skal hér engi maður
vinna klækisverk og skal Harðbeini grið gefa."



Helgi átti annan son er Skorri hét. Sá var að fóstri á
Englandi í Reykjardal hinum syðra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.