Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 44

Laxdœla saga 44 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 44)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
434445

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þeir Kjartan og Kálfur sigla nú í haf. Þeim byrjaði vel og
voru litla hríð úti, tóku Hvítá í Borgarfirði. Þessi tíðindi
spyrjast víða, útkoma Kjartans. Þetta fréttir Ólafur faðir
hans og aðrir frændur hans og verða fegnir mjög. Ríður Ólafur
þegar vestan úr Dölum og suður til Borgarfjarðar. Verður þar
mikill fagnafundur með þeim feðgum. Býður Ólafur Kjartani til
sín við svo marga menn sem hann vildi. Kjartan tók því vel,
kvaðst sér þá vist ætla að hafa. Ríður Ólafur nú heim í
Hjarðarholt en Kjartan er að skipi um sumarið. Hann spyr nú
gjaforð Guðrúnar og brá sér ekki við það en mörgum var á því
kvíðustaður áður.Guðmundur Sölmundarson mágur Kjartans og Þuríður systir hans
komu til skips. Kjartan fagnar þeim vel. Ásgeir æðikollur kom
og til skips að finna Kálf son sinn. Þar var í ferð með honum
Hrefna dóttir hans. Hún var hin fríðasta kona. Kjartan bauð
Þuríði systur sinni að hafa slíkt af varningi sem hún vildi.
Slíkt hið sama mælti Kálfur við Hrefnu. Kálfur lýkur nú upp
einni mikilli kistu og bað þær þar til ganga.Um daginn gerði á hvasst veður og hljópu þeir Kjartan þá út
að festa skip sitt og er þeir höfðu því lokið ganga þeir heim
til búðanna. Gengur Kálfur inn fyrri í búðina. Þær Þuríður og
Hrefna hafa þá mjög borið úr kistunni. Þá þrífur Hrefna upp
moturinn og rekur í sundur. Tala þær um að það sé hin mesta
gersemi. Þá segir Hrefna að hún vill falda sér við moturinn.
Þuríður kvað það ráðlegt og nú gerir Hrefna svo. Kálfur sér
þetta og lét eigi hafa vel til tekist og bað hana taka ofan
sem skjótast "því að sjá einn er svo hlutur að við Kjartan
eigum eigi báðir saman."Og er þau tala þetta þá kemur Kjartan inn í búðina. Hann
hafði heyrt tal þeirra og tók undir þegar og kvað ekki saka.
Hrefna sat þá enn með faldinum.Kjartan hyggur að henni vandlega og mælti: "Vel þykir mér þér
sama moturinn Hrefna," segir hann, "ætla eg og að það sé best
fallið að eg eigi allt saman, motur og mey."Þá svarar Hrefna: "Það munu menn ætla að þú munir eigi
kvongast vilja bráðendis en geta þá konu er þú biður."Kjartan segir að eigi mundi mikið undir hverja hann ætti en
lést engrar skyldu lengi vonbiðill vera.Hrefna tekur nú ofan faldinn og selur Kjartani moturinn og
hann varðveitir.Guðmundur og þau Þuríður buðu Kjartani norður þangað til sín
til kynnisvistar um veturinn. Kjartan hét ferð sinni. Kálfur
Ásgeirsson réðst norður með föður sínum. Skipta þeir Kjartan
nú félagi sínu og fór það allt í makindi og vinskap.Kjartan ríður og frá skipi og vestur í Dali. Þeir voru tólf
saman. Kemur Kjartan heim í Hjarðarholt og verða allir menn
honum fegnir. Kjartan lætur flytja fé sitt sunnan frá skipi
um haustið. Þessir tólf menn voru allir í Hjarðarholti um
veturinn.Þeir Ólafur og Ósvífur héldu hinum sama hætti um heimboð.
Skyldu sitt haust hvorir aðra heim sækja. Þetta haust skyldi
vera boð að Laugum en Ólafur til sækja og þeir
Hjarðhyltingar.Guðrún mælti nú við Bolla að henni þótti hann eigi hafa sér
allt satt til sagt um útkomu Kjartans. Bolli kvaðst það sagt
hafa sem hann vissi þar af sannast. Guðrún talaði fátt til
þessa efnis en það var auðfynt að henni líkaði illa því að
það ætluðu flestir menn að henni væri enn mikil eftirsjá að
um Kjartan þó að hún hyldi yfir.Líður nú þar til er haustboðið skyldi vera að Laugum. Ólafur
bjóst til ferðar og bað Kjartan fara með sér. Kjartan kvaðst
mundu heima vera að gæta bús. Ólafur bað hann eigi það gera
að styggjast við frændur sína: "Minnstu á það Kjartan að þú
hefir engum manni jafn mikið unnt sem Bolla fóstbróður þínum.
Er það minn vilji að þú farir. Mun og brátt semjast með ykkur
frændum ef þið finnist sjálfir."Kjartan gerir svo sem faðir hans beiðist og tekur hann nú upp
skarlatsklæði sín þau er Ólafur konungur gaf honum að
skilnaði og bjó sig við skart. Hann gyrti sig með sverðinu
konungsnaut. Hann hafði á höfði hjálm gullroðinn og skjöld á
hlið rauðan og dreginn á með gulli krossinn helgi. Hann hafði
í hendi spjót og gullrekinn falurinn á. Allir menn hans voru
í litklæðum. Þeir voru alls á þriðja tigi manna. Þeir ríða nú
heiman úr Hjarðarholti og fóru þar til er þeir komu til
Lauga. Var þar mikið fjölmenni fyrir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.