Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 43

Laxdœla saga 43 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 43)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
424344

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nokkuru síðar ræðir Bolli við Ólaf frænda sinn og mælti: "Á
þá leið er frændi komið að mér væri á því hugur að staðfesta
ráð mitt og kvongast. Þykist eg nú vera fullkominn að þroska.
Vildi eg til hafa þessa máls þitt orða- fullting og framkvæmd
því að þeir eru hér flestir menn að mikils munu virða þín
orð."



Ólafur svarar: "Þær eru flestar konur að vér munum kalla að
þeim sé fullboðið þar er þú ert. Muntu og eigi hafa þetta
fyrr upp kveðið en þú munt hafa statt fyrir þér hvar niður
skal koma."



Bolli segir: "Ekki mun eg mér úr sveit á brott biðja konu
meðan svo nálægir eru góðir ráðakostir. Eg vil biðja Guðrúnar
Ósvífursdóttur. Hún er nú frægst kvenna."



Ólafur svarar: "Þar er það mál að eg vil engan hlut að eiga.
Er þér Bolli það í engan stað ókunnara en mér hvert orðtak á
var um kærleika með þeim Kjartani og Guðrúnu. En ef þér þykir
þetta allmiklu máli skipta þá mun eg leggja engan meinleika
til ef þetta semst með yður Ósvífri. Eða hefir þú þetta mál
nokkuð rætt við Guðrúnu?"



Bolli kvaðst hafa á vikið um sinnsakir og kvað hana hafa ekki
mjög á tekið: "Vænti eg þó að Ósvífur muni mestu um ráða
þetta mál."



Ólafur kvað hann með mundu fara sem honum líkaði.



Eigi miklu síðar ríður Bolli heiman og með honum synir Ólafs,
Halldór og Steinþór. Voru þeir tólf saman. Þeir ríða til
Lauga. Ósvífur fagnar þeim vel og synir hans. Bolli kvaddi
Ósvífur til máls við sig og hefur upp bónorð sitt og bað
Guðrúnar dóttur hans.



En Ósvífur svarar á þá leið: "Svo er sem þú veist Bolli að
Guðrún er ekkja og á hún sjálf svör fyrir sér. En fýsa mun eg
þessa."



Gengur nú Ósvífur til fundar við Guðrúnu og segir henni að
þar er kominn Bolli Þorleiksson "og biður þín. Áttu nú svör
þessa máls. Mun eg hér um skjótt birta minn vilja að Bolla
mun eigi frá hnekkt ef eg skal ráða."



Guðrún svarar: "Skjótlitið gerir þú þetta mál og ræddi Bolli
eitt sinn þetta mál fyrir mér og veik eg heldur af og það
sama er mér enn í hug."



Þá segir Ósvífur: "Þá munu margir menn mæla að þetta sé meir
af ofsa mælt en mikilli fyrirhyggju ef þú neitar slíkum manni
sem Bolli er. En meðan eg er uppi þá skal eg hafa forsjá
fyrir yður börnum mínum um þá hluti er eg kann gerr að sjá en
þér."



Og er Ósvífur tók þetta mál svo þvert þá fyrirtók Guðrún eigi
fyrir sína hönd og var þó hin tregasta í öllu. Synir Ósvífurs
fýsa þessa mjög, þykir sér mikil slægja til mægða við Bolla.
Og hvort sem að þessum málum var setið lengur eða skemur þá
réðst það af að þar fóru festar fram og kveðið á
brullaupsstefnu um veturnáttaskeið. Síðan ríður Bolli heim í
Hjarðarholt og segir Ólafi þessa ráðastofnun. Hann lætur sér
fátt um finnast. Er Bolli heima þar til er hann skal boðið
sækja. Bolli bauð Ólafi frænda sínum en Ólafur var þess ekki
fljótur og fór þó að bæn Bolla. Veisla var virðuleg að
Laugum. Bolli var þar eftir um veturinn. Ekki var margt í
samförum þeirra Bolla af Guðrúnar hendi.



En er sumar kom þá gengu skip landa í milli. Þá spurðust þau
tíðindi til Noregs af Íslandi að það var alkristið. Varð
Ólafur konungur við það allglaður og gaf leyfi öllum til
Íslands þeim mönnum er hann hafði í gíslingum haft og fara
hvert er þeim líkaði.



Kjartan svarar því að hann var fyrir þeim mönnum öllum er í
gíslingu höfðu verið haldnir: "Hafið mikla þökk og þann munum
vér af taka að vitja Íslands í sumar."



Þá segir Ólafur konungur: "Eigi munum vér þessi orð aftur
taka Kjartan en þó mæltum vér þetta ekki síður til annarra
manna en til þín því að vér virðum svo Kjartan að þú hafir
hér setið meir í vingan en gíslingu. Vildi eg að þú fýstist
eigi út til Íslands þó að þú eigir þar göfga frændur því að
kost muntu eiga að taka þann ráðakost í Noregi er engi mun
slíkur á Íslandi."



Þá svarar Kjartan: "Vor herra launi yður þann sóma er þér
hafið til mín gert síðan er eg kom á yðvart vald. En þess
vænti eg að þér munuð eigi síður gefa mér orlof en þeim öðrum
er þér hafið hér haldið um hríð."



Konungur kvað svo vera skyldu en segir sér torfengan slíkan
mann ótiginn sem Kjartan var.



Þann vetur hafði Kálfur Ásgeirsson verið í Noregi og hafði
áður um haustið komið vestan af Englandi með skip þeirra
Kjartans og kaupeyri. Og er Kjartan hafði fengið orlofið til
Íslandsferðar halda þeir Kálfur á búnaði sínum.



Og er skipið var albúið þá gengur Kjartan á fund Ingibjargar
konungssystur. Hún fagnaði honum vel og gefur rúm að sitja
hjá sér og taka þau tal saman. Segir Kjartan þá Ingibjörgu að
hann hefir búið ferð sína til Íslands.



Þá svarar hún: "Meir ætlum vér Kjartan að þú hafir gert þetta
við einræði þitt en menn hafi þig þessa eggjað að fara í
brott af Noregi og til Íslands."



En fátt varð þeim að orðum þaðan í frá. Í þessu bili tekur
Ingibjörg til mjöðdrekku er stendur hjá henni. Hún tekur þar
úr motur hvítan, gullofinn, og gefur Kjartani og kvað Guðrúnu
Ósvífursdóttur helsti gott að vefja honum að höfði sér "og
muntu henni gefa moturinn að bekkjargjöf. Vil eg að þær
Íslendinga konur sjái það að sú kona er eigi þrælaættar er þú
hefir tal átt við í Noregi."



Þar var guðvefjarpoki um utan. Var það hinn ágætasti gripur.



"Hvergi mun eg leiða þig," sagði Ingibjörg, "far nú vel og
heill."



Eftir það stendur Kjartan upp og hvarf til Ingibjargar og
höfðu menn það fyrir satt að þeim þætti fyrir að skiljast.



Gengur nú Kjartan í brott og til konungs, sagði konungi að
hann er þá búinn ferðar sinnar. Ólafur konungur leiddi
Kjartan til skips og fjöldi manns með honum. Og er þeir komu
þar sem skipið flaut og var þá ein bryggja á land.



Þá tók konungur til orða: "Hér er sverð Kjartan er þú skalt
þiggja af mér að skilnaði okkrum. Láttu þér vopn þetta
fylgjusamt vera því að eg vænti þess að þú verðir eigi
vopnbitinn maður ef þú berð þetta sverð."



Það var hinn virðulegsti gripur og búið mjög.



Kjartan þakkaði konungi með fögrum orðum alla þá sæmd og
virðing er hann hafði honum veitt meðan hann hafði verið í
Noregi.



Þá mælti konungur: "Þess vil eg biðja þig Kjartan að þú
haldir vel trúna."



Eftir það skiljast þeir konungur og Kjartan með miklum
kærleik. Gengur þá Kjartan út á skip.



Konungurinn leit eftir honum og mælti: "Mikið er að Kjartani
kveðið og kyni hans og mun óhægt vera atgerða við forlögum
þeirra."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.