Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 4

Króka-Refs saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 4)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Refur fer nú leið sína og léttir eigi fyrr en hann kemur í
Haga. Fékk Refur þar góðar viðtökur. Og er þeir frændur
tókust orðum spyr Gestur ef hann segði nokkur tíðindi. Refur
lést engi segja."Veistu þó nokkur?" sagði Gestur.Refur kvað það eigi örvænt og segir nú slík sem hann hafði um
að vera. Gestur sagðist að vísu skyldu halda hann og spurði
ef hann væri nokkur íþróttamaður. Refur kvað það fjarri fara.Gestur mælti: "Eg sé á þér að þú ert hinn mesti íþróttamaður
að nokkurum hlut en það mun eg sjá brátt hvað það er."Refur dvelst þar nú um hríð.Eitt sinn kemur Gestur að máli við Ref og mælti: "Nú veit eg
íþrótt þína. Þú ert þjóðsmiður ef þú vilt. Eg hefi að hugað
er þú hefir upp tekið reimunarkefli og hefir þú það hvorki
telgt vint né skakkt og eigi óslétt. Og það hefir fimlegast
verið sem þú hefir við leitað.""Vera má það," segir Refur, "því að eg hefi aldrei smíðað."Gestur segir: "Eg vil reyna það. Vil eg að þú gerir mér
selabát."Refur mælti: "Fá þú mér svo efni til og smíðartól að það sé
allt meir en nógt því að það er margra manna háttur að þeir
kenna því um, ef eigi verður vel, að latlega sé til fengið.
Eg vil og að engi maður forvitnist þessa smíð því að það er
mælt, ef vel verður, að sá nokkur muni til hafa komið er mér
muni kennt hafa."Gestur lætur nú búa hróf eitt mikið og draga þangað viðu
mikla. Knörr einn hafði brotið á fjörum Gests. Hafði hann
keypt upp skipviðuna. Þessa alla viðu lætur Gestur færa til
hrófs Refs og svo sauminn allan. Gestur átti og járn ósmíðað
og lést Refur það vildu til sín taka, kveðst sjálfur vildu
saum slá. Smíðartól á alla vega lét Gestur þangað bera, svo
afl og kol.Þá mælti Gestur: "Nú hefi eg svo alla hluti látið bera til
hrófs þíns að eigi mun fleiri þurfa þótt þar væri smíðaður
byrðingur sá er vel mætti fara á til annarra landa."Refur kvað hann ekki meira mega að gera hvern veg sem til
tækist.Nú tekur Refur til smíðar. Hann rís upp snemma en kemur síð
heim. Þessu fer fram þrjá mánuði.Það var einn morgun að Gestur sendi trúnaðarmann sinn til
hrófsins, bað hann vita hvað líður um selabátinn, kvað þess
von að hann mundi ger þótt hann kynni alllítið að. Sá fór er
sendur var og kom þar svo að Refur varð ekki við var og
hyggur að smíðinni vandlega.Fer hann heim og segir Gesti að eigi mun oft sénn slíkur
selabátur "því að komið munu hafa út hingað til Íslands ekki
stærri skip."Gestur bað hann ekki til leggja.Liðu nú svo fram tveir mánuðir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.