Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 3

Króka-Refs saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 3)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Fé Þorgerðar nytjast nú vel en hin fyrri sumurin hafði það
eyfit gert.Rannveigu húsfreyju þótti verða sumarfang lítið með sér. Hún
talar einn dag við Þorbjörn og spyr hvert fénu sé haldið.
Hann sagði ganga um daga með ánni."Hvort gegnir það nokkru," sagði hún, "að sá maður sé með
Þorgerði að fé voru banni haga er það hefir haft þessi sumur?
Eru þér þó mislagðar hendur í kné Þorbjörn er þú hefir
hlaupið í höfuð þeim mönnum er saklausir hafa með öllu verið
en þú lætur þenna vitling ganga fram í slíkum ósóma að banna
fé voru jörð þá er það vill hafa.""Hver er sjá maður?" sagði Þorbjörn."Hann heitir Barði," segir Rannveig, "og er manna minnstur og
vesallegastur og liggur hann úti hverja nótt og varðar fé
voru að koma yfir ána."Eftir það tekur Þorbjörn hest sinn og ríður yfir ána og þar
kemur hann sem Barði var við skála.Þorbjörn mælti þá: "Er það satt að þú varðar fé voru haga
þessa og berð það svo það þorir ekki að bíta í nánd ánni?
Höfum vér að svo gervu öngar nytjar fjárins."Barði svarar: "Ekki er það logið að eg læt aldrei þitt fé
koma í vora landeign en það er ekki satt að eg berji fé þitt
eða varði því sjálfs þíns land. Ætla eg yður nú hafa munu
ekki minna sumarfang en hin fyrri sumur. Hafið þér nú og
betur að komist."Þorbjörn mælti: "Líklegri þykir mér þú til óheimilt að hafa
en eg, er þú mátt kallast útilegumaður, ef illar verða
heimtur í haust. Nú vil eg að þú kveðjist þessa verks ella
mun þér ekki hlýða."Barði svarar: "Svo hefi eg oftast fjárgæslur tekið að eg hefi
haldið vist minni og svo hefir enn verið."Þorbjörn höggur þá Barða banahögg og dregur hann síðan inn í
skálann og ríður síðan heim og sagði hvað í hafði gerst.
Rannveigu þótti þá vel um ráðið og lét þegar reka féið í land
Þorgerðar. Gengur féið heim í túnið og brýtur ofan sætið
hennar og gerir margt illt. Hún kemur út og sér nautin standa
um allan garðinn. Þóttist hún vita að illu mundi gegna,
sendir til að reka í burt fénaðinn, og finna Barða veginn í
skálanum, sögðu nú Þorgerði þessi tíðindi. Hún gengur þá inn
í eldaskála og sér Ref son sinn.Hún mælti þá: "Ávallt hrýs mér hugur við er eg sé þig,
frændaskömm þína, fyrir mínum augum og hve mikill ógæfumaður
eg var þá er eg ól þinn óvita. Væri þar betri dóttir. Mætti
eg þá gefa hana þeim manni er oss væri nokkuð traust að. En
þótt landeign vor sé beitt upp eða taða niður brotin eða menn
drepnir þá liggur lydda þín og lætur sem vér eigum ekki að
annast."Refur rís þá upp og mælti: "Harðar munu að heyra þínar fleiri
átölur móðir er slíkar eru hinar fyrstu."Hann tekur ofan höggspjót mikið. Steinn hafði verið
vopnamaður mikill. Refur gengur nú úr garði og fer á þá leið
að hann skýtur spjótinu fyrir sig og hleypur þar eftir.
Húskarlar Þorbjarnar voru á verki og sjá fór Refs og kenna
manninn og gera að gys mikinn. Refur stefnir heim á bæ
Þorbjarnar og er hann kemur fyrir dyr sér hann ekki úti
manna. Hann heyrði að konur voru í stofu og töluðu um hvort
Þorbjörn mundi vaknaður. Þorbjörn hafði lagst niður að sofa.
Refur brýtur neðan af spjóti sínu, gengur inn síðan snúðigt
og eftir skálagólfinu. Þorbjörn heyrði til mannsins og spurði
hver þar færi.Refur svarar: "Eg fer hér nú.""Þú hver?" kvað Þorbjörn.""Maður af öðrum bæ," segir Refur."Nafn muntu þó eiga," sagði Þorbjörn."Eg heiti Refur."Og í því snakar Refur í lokrekkjugólfið.Þorbjörn hafði kastað af sér klæðunum og mælti: "Allmjög
förlast mér nú er eg kenni þig ekki. Kom þú heill og vel
Refur eða hvert er erindi þitt hingað?"Refur mælti: "Mjög er það komið undir þér hvert það skal
vera.""Hverninn er það?" segir Þorbjörn.Refur svarar: "Eg er kominn til þess að beiða bóta fyrir víg
Barða húskarls míns. Mun eg vera að lítilþægur og hafa það er
þér er minnst fyrir að láta en mér þó sæmd við að taka. Er
mér það sæmd að þú virðir þess orð mín þar þú hefir óríkan
mann drepið."Þorbjörn klæðist nú skjótt og mælti: "Vel er slíks leitað og
má vera að eg bæti nokkuru eða hitt ekki síður að hvorki bæti
eg þenna né neinn annan."Refur mælti: "Hitt er sæmilegra að þú látir fyrir verða
nokkuð."Þorbjörn mælti: "Alls þú mælir svo vel til þá skal fyrir
verða nokkuð."Hann var nú klæddur, þreifar nú niður með rekkjustokkinum og
þrífur þar upp hníf einn, mikinn einjárnung, og með brýni.Þorbjörn tók þá sverð í hönd sér og rétti þá hnífinn og
brýnið að Ref og mælti: "Deigan skal deigum bjóða."Í því leggur Refur spjótinu á Þorbjörn miðjan. Féll Þorbjörn
á bak aftur og gat ekki brugðið sverðinu. Var það og friðbent
enda bar bráðum að. Refur lauk þá aftur hurðina á
lokrekkjunni og snýr síðan til útidyra. Í því var lokið
stofuhurðinni. Mikill viðarköstur stóð fyrir karldyrum af
rektrjám. Það ráð tók Refur að hann hljóp í viðköstinn því að
hann vissi að húskarlar Þorbjarnar voru á leiðinni og þegar
mundi vart við verða ef hann færi heimleiðis. Konur höfðu
heyrt mannamálið og forvitnuðust til. Sáu þær þá renna blóð
eftir gólfinu. Kölluðu þær þá á húskarla og er þeir komu til
sjá þeir Þorbjörn veginn. Þeir leita Refs og finna hann eigi.
Engi þóttist hann séð hafa heim ganga. Um kveldið var hætt
leitinni.Gekk Refur þá úr kestinum og heim. Hann vekur móður sína og
bað hana út ganga. Hún gerði svo. Og er þau komu út spurði
hún hvort Þorbjörn hefði nokkuru bætt víg Barða.Refur kvað:Mér bauð mætan fúrar

máskeiðs í dag breiðan,

trautt var það tækt í sættir,

týnir hníf og brýni.

Orms mærar hefi eg órum

unda naðri úr mundum

hjarta stíg á hneigi

hann og vegið kannað.


"Seg þú manna heilastur," sagði hún. "Tak þú nú hesta tvo hér
hjá garði og haf hingað til mín."Var þar lagður á söðull á annan en annar var búinn með
töskur. Voru þar í gripir góðir. Refur tók þá og góð klæði.
Þótti hann þá hinn víglegasti maður.Þorgerður mælti þá: "Maður heitir Grímur er þar býr skammt
fram í dalinn á landi okkru. Hann skal vera leiðtogi þinn. En
eg sendi þig vestur á Barðaströnd til Gests bróður míns. Vil
eg að þú sért þar til þess er sæst er á víg þetta."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.