Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 25

Kormáks saga 25 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 25)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
242526

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir um vorið byrjar Haraldur konungur ferð sína til
Bjarmalands með miklu liði. Kormákur var skipstjórnarmaður í
þeirri ferð og á öðru skipi var Þorvaldur. Eigi eru fleiri
nefndir skipstjórnarmenn.



Og er þeir sigldust nær í sundi einu laust Kormákur
hjálmvelinum við eyra Þorvaldi og féll hann frá stýrinu í
rot. Skip Kormáks renndi við er það missti hjálmvalar.
Steingerður sat áður hjá Þorvaldi og tók til stýris og stýrði
á flatt skip Kormáks.



Það sá Kormákur og kvað vísu:



Fékk sá er fögru vífi

fór nær en vér stórum

högg af hjálmar skíði

í hattarstall miðjan.

Eysteins hratar arfi

á elliða stafni.

Stýrðu ei á mig Steingerður

þóttú steigurlega látir.


Skipinu hvelfir undir Kormáki og hans mönnum. Varð skjótt
borgið er mart var manna við. Þorvaldur rétti við og snúa
áleiðis ferðinni. Býður konungur sína gerð á málinu og því
játtu þeir báðir. Konungur lét jafnt högg Þorvalds og
hrakning Kormáks.



Þeir komu um kveldið við land. Sat konungur og hans menn í
snæðingi. Kormákur sat utar við dyr í tjaldinu og drakk
tvímenning á Steingerði. Og meðan hann gerði þetta stal maður
frá Kormáki dálki til spotts er hann hafði lagt af sér
feldinn og er hann skyldi til taka var úr dálkurinn.



Kormákur spratt upp og hljóp eftir manninum með spjót það er
hann kallaði Vigur og skaut eftir honum og missti og kvað
vísu:



Drengr ungr stal mig dálki

þá er eg drakk á mey rakka.

Við skulum dálkinn deila

sem drengir tveir ungir.

Vel hefir Vigr of skefta.

Verð eg í grjót að skjóta,

víst er að eg mannsins missti,

mosinn var upp að losna.


Eftir þetta fóru þeir til Bjarmalands og aftur þaðan og komu
heim í land.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.