Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 16

Kormáks saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 16)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
151617

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir þetta vitjar Bersi Steinvarar og stígur á hest sinn og
kom heim áður menn voru upp staðnir. Þeir spyrja um ferðir
Bersa en hann segir. Þórður spyr Bersa er þeir finnast um
fund þeirra, hvernig farið hafði.



Þá kvað Bersi vísu:



Einn beið úlfa grennir

andrán í dal Þambar.

Féll fyr fræða spilli

fram Þórarinn rami.

Lífspell biðu lýðir.

Loftr hné, Álfr og Skofti.

Þeir hlutu feðgar fjórir

feigð, kom eg einn til þeira.


Eftir þetta fer Oddur heim en Steinvör er með Bersa. Þetta
líkar Þórdísi illa. Þá var nokkuð á föru virkið Bersa en nú
lét hann bæta virkið. Svo er sagt að engar yrðu bætur eftir
menn þessa. Liðu nú fram stundir.



Eitt sinn er þau Þórdís og Bersi töluðust við mælti Bersi:
"Það ráð hefi eg hugsað að bjóða Ólafi Höskuldssyni
barnfóstur."



Hún segir: "Lítið er mér um það. Líst mér það mikill vandi en
ósýnn sæmdarauki."



"Það er og öruggt traust en eg á sökótt en gerist mjög aldri
orpinn," segir Bersi.



Fer hann til móts við Ólaf og býður honum barnfóstur. Þetta
tekur Ólafur með þökkum og flytur hann Halldór heim með sér
og fær Steinvöru til fósturs. Þetta líkar Þórdísi illa og
skýtur undan peningunum. Bersi tekur nú mjög að eldast.



Það var enn einn tíma að þingmenn komu til Bersa. Hann sat
einn saman og kom fyrr matur hans en annarra manna. Bersi
hafði graut en aðrir menn ost og skyr.



Þá kvað Bersi vísu:



Bengiða hjó eg bráðir

bláfiðruðum skrara,

kenndr var eg mjög við manna

morð, hálfan tug fjorða.

Tröll hafi líf ef laufa

lita eg aldregi bitran.

Beri þá brynju meiðar

brjót í haug sem skjótast.


Halldór mælti: "Vega ætlar þú mann ennþá fóstri minn."



Bersi segir: "Sé eg manninn maklegan til."



Þórdís leyfði Vala bróður sínum nytjar í Brekkulandi. Bersi
lét húskarla sína vinna heima og skipta engu við Vala.
Halldóri þótti illa er Bersi réð eigi fé sínu.



Eftir það kvað Bersi vísu:



Liggjum báðir

í bekk saman,

Halldór og ek,

hvergi færir,

höfum engi þrek.

Veldr æska þér

en elli mér,

þess batnar þér

en þeygi mér.


Halldór mælti: "Illa hugnar mér við Vala."



Bersi kvað vísu:



Veit eg að Vali beitir

vegstór töður órar.

Oss vill heldr inn hvassi

hjálmnjótr troða und fótum.

Oft hefi eg ýfst þá er heiftir

undsólar galt eg runnum,

rauð eg á brynju beiði

benja linn, of minna.


Og enn kvað hann:



Kominn er Ullr við elli

ölna grjóts af fótum.

Mart verðr gegni-Gautum

geirfitjar nú sitja.

Þótt skírviðir skaldi

skapi aldr í gröf kaldan.

Fyrr rýð eg hjálms á hólmi

hríðvönd en eg því kvíði.


Halldór mælti: "Lítt eldist þú enn í huginum fóstri minn."



Þau Steinvör og Bersi talast við.



Bersi mælti til hennar: "Ráð skal setja og þurfum vér þín
að."



Hún sagði það skylt slíkt er hún mætti að gera.



"Þú skalt láta þig á skilja við Þórdísi um mjólkurketil og
halda á þar til er þið sláið niður. Mun eg þá til koma og
mæla allt eftir henni. Síðan skaltu fara til Vala og segja
þínar hrakningar."



Þetta fór eftir því sem Bersi setti ráð til og kom hún til
Vala og segir sínar eigi sléttar, biður Vala fylgja sér um
klifið. Hann gerir svo.



Þá er Vali vill aftur hverfa koma þeir Halldór og Bersi í mót
honum. Bersi hafði höggspjót í hendi og staf í annarri en
Halldór Hvíting. Þegar Vali sér þá snýr hann í mót þeim og
höggur til Bersa. Halldór komst á bak Vala og beitir á
hásinar honum Hvítingi. Þá bregður Vali hart við og snýr í
mót Halldóri. Þá setti Bersi spjótið milli herðanna. Var það
hans banasár. Síðan setja þeir upp skjöld hans að fótum honum
en sverð að höfði og breiða á hann vararfeld hans. Og eftir
það stíga þeir á bak og ríða um fimm bæi og lýsa víginu á
hendur sér og ríða heim síðan. Fara menn og búa um Vala og
heitir þar síðan Valafall er hann var drepinn. Halldór var nú
tólf vetra gamall er þessi atburður gerðist.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.