Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 15

Kormáks saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 15)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þórarinn hét maður. Hann var Álfsson. Hann bjó norður í
Þambardal. Sá dalur gengur af Bitru. Hann var mikill maður og
sterkur og kallaður Þórarinn rammi. Hann hafði lengi verið í
förum og svo farsæll að hann kaus sér jafnan höfn þar er hann
vildi. Hann átti þrjá sonu. Hét einn Álfur, annar Loftur,
þriðji Skofti. Þórarinn var óeirðarmaður mikill. Þar eftir
voru synir hans skapfarnir, hinir mestu hávaðamenn.



Maður hét Oddur. Hann bjó í Tungu. Það er í Bitru. Dóttir
hans hét Steinvör, væn og vel að sér. Hún var kölluð
mjóbeina. Með Oddi voru fiskimenn margir.



Maður hét Glúmur. Hann var til vers, skapillur og
leiðindur.



Það var eitt sinn er þeir Oddur og Glúmur ræddu um hverjir
menn mestir væru í héraði. Glúmur taldi Þórarin fyrirmann en
Oddur kvað Hólmgöngu-Bersa að öllu framar.



Glúmur mælti: "Hvað færir þú til þess?"



Oddur mælti: "Mun nokkuð alllíkt garpskapur Bersa eða stuldir
Þórarins?"



Þar til ræða þeir um þetta er þeir reiddust og veðjuðu.



Þá fer Glúmur og segir Þórarni. Hann gerir reiðan mjög og
heitast við Odd. Síðan fer Þórarinn og tekur í brott
Steinvöru úr Tungu án ráði Odds föður hennar og kveður honum
eigi óhætt skyldu ef hann teldi að. Og þau koma heim í
Þambardal. Fór nú svo fram um hríð.



Eftir þetta fer Oddur að finna Hólm-Bersa og segir honum sem
farið hefir og biður hann liðs að sækja Steinvöru og reka
skammar þessar.



Bersi kvað þetta óskylt tal verið hafa og bað Odd heim fara
og sér engu af skipta "en þó heit eg þér minni ásjá."



Þegar Oddur er í brottu býst Bersi heiman, ríður við alvæpni
og gyrður Hvítingi og hefir þrjú spjót, kemur í Þambardal
mjög að áliðnum degi þá er konur gengu úr dyngju. Steinvör
sér Bersa og snýr til móts við hann og segir honum til sinna
vandræða.



"Búst þú með mér," segir Bersi og hún gerir svo.



Bersi kveðst eigi erindlaust fara vilja í Þambardal, snýr að
dyrum er menn sátu við langelda. Lýstur Bersi á dyr og gengur
þar út maður. Sá nefndist Þorleifur. Þórarinn kenndi mál
Bersa og hleypur út með tálguhníf mikinn og leggur til Bersa.
Þetta sér Bersi og bregður Hvítingi og höggur hann þegar
banahögg.



Eftir þetta hleypur Bersi á bak og setur Steinvöru í kné sér
og tekur spjót sín er Steinvör hafði varðveitt, ríður í skóg
nokkurn og í leyni einu lét hann hestinn og Steinvöru og bað
hana sín bíða. Síðan gekk hann til klifs þess er þjóðgata lá
yfir og býst þar fyrir.



Í Þambardal var eigi allt kyrrt. Þorleifur hleypur og segir
sonum Þórarins að hann lá dauður í dyrunum. Þeir spurðu hver
því voldi. Þorleifur segir. Síðan fóru þeir eftir Bersa og
stefndu hið gegnsta til klifsins og ætluðu að komast fyrir
Bersa. En nú er hann fyrir í klifinu. En er þeir komu nær að
honum skaut Bersi spjóti til Álfs og í gegnum hann. Þá skaut
Loftur til Bersa. Hann brá við törgunni og hraut af. Síðan
skaut Bersi Loft til bana og svo Skofta. Þá er þetta var gert
komu heimamenn þeirra bræðra. Veik Þorleifur aftur móti þeim
og fóru heim allir saman.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.