Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HrHalt ch. 2

Hrómundar þáttr halta 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HrHalt ch. 2)

Anonymous íslendingaþættirHrómundar þáttr halta
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það bar til tíðinda eitt sumar að skip kom af hafi í
Hrútafirði á Borðeyri. Sleitu-Helgi hét stýrimaður en
Jörundur bróðir hans. Þeir voru tólf menn á skipi. Þeir voru
ósvífir menn og illorðir og áttu menn lítt kaup við þá og
fóru heldur utanhéraðs til kaupa til annarra skipa. Fréttu
menn að þeir voru víkingar og ránsmenn en höfðu ekki nema
ránsfé.Og er á leið sumarið komu menn ekki til þeirra.Þá mælti Helgi: "Þess vil eg nú fýsa að þér séuð eigi
illfengir og hafið hið betra skaplyndi hér við sveitarmenn og
takið yður vistir með bóndum því að mér líst fólk þetta muni
torsveigt verða og kunna illa ágang. Hefi eg spurt að menn
eru hér sterkir og afætur miklar."Og er hálfur mánuður leið voru þrír menn vistaðir.Þá mælti Helgi: "Eigi eru menn hér fúsir að taka við oss og
er það vorkunn og látum enn sveigjast til við þá."Og svo gerðu þeir en svo hafði lag á lagst að eigi tóku menn
við þeim.Eitthvert sinn reið Þórir frá Melum til skips og hitti Helga.
Helgi tók allglaðlega við honum og spurði hverju hann vildi
kaupa.Þórir kvað sér nauðsyn á vera að kaupa við "því að hús mín
liggja við velli."Helgi kveðst mundu gera honum kost á því að kaupa við svo
mikinn sem hann þyrfti "og tak við oss öllum til
veturvistar."Hann kveðst eigi til þess fær "en vöru skortir mig eigi fyrir
að gefa. Eruð þér og ekki vinsælir menn taldir."Hann taldist undan að taka við þeim.Helgi mælti: "Allmjög sýna menn sig hér í styggleik við oss
og er það þó líkast að þú setjir eigi undan bóndi öllum
auvisla við oss ef þú tekur eigi við oss."Þórir kvað það valda er þeir höfðu fávingað.Helgi svarar að hann skyldi fyrir kostum ráða ef hann tæki
við þeim "ella er ósýnt hvort þú ferð tvívegis."Og er svo var komið mælti Þórir bóndi: "Nú er þú skorar svo
mjög á mig um þetta þá skaltu eiða vinna að vorum landslögum
fyrir yður alla að þér skuluð öngan ójafnað gera í vetur
neinum manni eða þær sakir að lögmætar eru, hvorki við mig né
aðra, eigi við hjón mín né nábúa. Mun eg veita yður hús en
þér skuluð sjálfir fæða yður."Helgi mælti: "Þú skalt ráða bóndi."Síðan fóru þeir þangað og mötuðust einir í húsi og sváfu þar.
Ekki var þetta mjög þokkað af sveitarmönnum fyrir Þóri og
þótti honum þetta ofráð vera.Og er þeir höfðu þar verið um hríð þá bar oft saman fundi
þeirra stýrimanns og bóndadóttur og reittist á um tal og
kossa og kneikingar með alvöru og blíðu og fylgdi framkvæmd
byrgisskapar.Þórir mælti: "Það vildi eg Helgi að þú efndir heit þín við
mig og gerðir mér öngva skömm né óvirðing og lát af tali við
Helgu dóttur mína og halt eiða þína við mig."Helgi kvaðst ætla að eigi mundi skjótt hrinda mega ást þeirra
Helgu "og er þér engi óvirðing í bóndi ef eg bið konunnar með
réttum landslögum þeim sem hér ganga og með slíku fé sem þér
líkar."En er bónda þótti ósýnt til bóta en menn ósvífir þá réð hann
það af að hann gifti Helgu dóttur sína Sleitu-Helga og er
gert brúðhlaup þeirra snemma vetrar og þaðan af voru þeir
eigi stórilla við menn ef ekki var til gert við þá.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.