Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HrHalt ch. 3

Hrómundar þáttr halta 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HrHalt ch. 3)

Anonymous íslendingaþættirHrómundar þáttr halta
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það bar til um veturinn að Hrómundi hurfu stóðhross fimm
saman og voru þau öll stórmjög feit. Um það voru margar getur
hvað af hrossunum mundi orðið. Synir Hrómundar kváðust ætla
að menn mundu etið hafa er hvergi spurðist til en hrossin
spök vön að vera.Hrómundur sagði: "Það er mér sagt um Austmenn þessa að þeir
hafi stærri slátur á borðum en aðrir menn viti vonir til
kaupa þeirra. Er og illt orð á þeim um hotvetna. Nú eru tveir
kostir til, að láta öngva umræðu á koma og mun þá ekki illt
af hljótast eða hætta á hvað eftir kemur og ganga að sínu."Þeir kváðu það víst betra og það eitt til liggja að leita
eftir.Hrómundur fann þá Miðfjarðar-Skeggja er þá bjó á
Skeggjastöðum í Miðfirði og höfðingi var yfir þeim sveitum og
réðst um við hann hversu með skyldi fara.Skeggi svarar: "Svo spyrst mér til að Austmenn þessir séu
harðir í horn að taka og vil eg heita yður minni forsjá hvað
sem í gerist."Síðan fór hann og fóru þeir feðgar Hrómundur og synir hans
litlu eftir þetta til Mela og voru saman tíu. Austmenn voru
sumir úti en sumir gengu út í því er þeir riðu að. Þeir höfðu
litlar kvaðningar hvorirtveggju.Þá mælti Hrómundur: "Svo er háttað Helgi," sagði hann, "að
mér hafa hross horfið og er það áhugi minn að hér séu niður
komin."Helgi mælti: "Ekki hafa menn slíkt við oss mælti fyrri og
skal hér fjandskapur í móti koma svo mikill sem vér megum
mestan yður gjalda."Hrómundur mælti: "Það er víkinga háttur að afla fjár með
ránum eða svörfum en það er þjófa háttur að leyna eftir."Hrómundur leitaði við Þóri hvað satt væri eða hvað hann vissi
af. Þórir lést hvorki vita þá sanna né ósanna að þessu.
Hrómundur kvað honum lítilmannlega fara. Síðan biður
Hrómundur menn sína stefna þeim og var ráðinn maður til að
stefna hverjum þeirra. Síðan fóru stefnur fram og voru
Austmenn málóðir og hlaupóðir og kváðust þessa hefna skyldu.
Öngir urðu áverkar með mönnum á þeim fundi. Skilja við svo
búið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.