Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 19

Þórðar saga hreðu 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 19)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



"... ga sínum. Það annað að eg vildi firrast vandræði við
Skeggja sakir þín fóstri minn. Hitt hið þriðja að eg sé að
Skeggi er bæði mannmargur og þingríkur. Það hið fjórða er
fyrir bítur að eg má eigi mönnum þeim trúa er í Miðfirði
vinir mínir látast. Og sé eg að mér dugir það eigi ef þú ert
í burtu fóstri minn ef nokkuð skerst í með okkur föður þínum.
En mér þykir það eigi ólíklegt sakir beggja okkar skapsmuna.
Hefi eg og nokkuð reynt ótrúleika þeirra við mig sem er
Börkur hinn gamli á Barkarstöðum og Svertingur á
Svertingsstöðum og þeir bræður Þórveigarsynir á Steinsstöðum
og Grímur Skárason á Skárastöðum í Austurárdal."


Nú búast þeir allir brott úr Miðfirði. Reið Eyvindur með
þeim.


Og er þeir komu á þá borg er Bessaborg heitir þá sneri Þórður
aftur og leit á fjörðinn og mælti: "Fagur ertu þó Miðfjörður
þó að eg verði nú við þig að skilja. Mun þeim nú höfðingjunum
þykja af einn hinn ólmasti er eg em á burtu. En það læt eg um
mælt að þeir sem mestir menn eru í Miðfirði verði aldrei
samhuga svo að árum skipti. Og það annað að það haldist sem
mér þykir nú vera og hefi raun í hendi mér um að hér er fólk
orðslaugarmeira og ósannorðara en í flestum sveitum öðrum.
Það hið þriðja að af takist hafskipalægi í Miðfirði. Það mæli
eg og um sakir þess að mér er vel við sveitina að hér séu
menn gestrisnari en annars staðar og búandi þó betur. Það
annað að hér sé bóndaval betra en víða annars staðar og komi
sjaldan óár. Það hið þriðja að sá maður er hér vex upp verði
hér aldrei hengdur."


Síðan riðu þeir allir norður til Miklabæjar og fagnar Ólöf
þeim vel og býður þeim vel þar að vera og svo gerðu þeir.
Þeir segja henni sín erindi. Hún tók því vel en vill þó gera
þetta við ráð þeirra feðga Kálfs og Eyvindar. Fór nú þetta
fram að Ólöf var gefin Þórði og bjuggu þau á Miklabæ lengi
síðan en þeim bræðrum sínum Eyjólfi og Steingrími gaf hann
jörðina að Ósi í Miðfirði og búið með. Síðan fékk hann þeim
sæmileg kvonföng sem þeim sómdi því að þeir voru hinir bestu
bændur. Bjuggu þeir að Ósi til elli og er mart manna frá þeim
komið og hinn mesti ættbogi. Þeir Eiður og Þórður skildu með
hinni mestu vináttu og hélst þeirra vinfengi meðan þeir lifðu
báðir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.