Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 20

Þórðar saga hreðu 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 20)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það sama sumar er Þórður reisti bú á Miklabæ í Óslandshlíð og
hann hafði fengið Ólafar sigldu þeir Eiður og Eyvindur
Kálfsson og fóru þeir landa milli um hríð og voru með tignum
mönnum og reyndust hinir röskustu menn í öllum mannraunum.
Eiður varð og manna vitrastur til lögmáls og allra ráðagerða.
Eyvindur var hinn besti drengur og kunni vel að vera með
tignum mönnum og var áburðarmaður mikill og því var hann
kallaður Eyvindur prúði. Héldu þeir Eiður og Eyvindur sínum
félagsskap alla stund meðan þeir voru í kaupferðum.


En er þeir léttu förum fór Eyvindur norður til Miklabæjar til
móts við Þórð mág sinn og vin. Þau Þórður og Ólöf tóku við
honum með hinni mestu virðingu og buðu honum með sér að vera
og það þá Eyvindur og var þar um veturinn. En um vorið spurði
Þórður hvað Eyvindur vildi ráða taka.


Hann svarar: "Það hefi eg helst staðfest með mér að leggja af
kaupferðir og staðfesta ráð mitt því að svo hefir Eiður gert
nú félagi minn."


Þórður segir: "Skal eg hlut í eiga sem þú vilt að snúa og
ekki þar til spara, hvorki peninga né mannskap. Eða hvar
viltu að snúa?"


Eyvindur mælti: "Eyjólfur heitir maður er býr norður í
Ólafsfirði á Gunnólfsstöðum, son Þorbjarnar þjóts úr Sogni.
Eyjólfur vó Végeir föður Vébjarnar Sygnakappa. Hann á þá konu
er Gróa heitir, dóttir Þorvarðs frá Urðum. Þau eiga fjögur
börn. Synir þeirra eru þeir Steinólfur, Þórir og Þorgrímur en
dóttir þeirra heitir Þórarna, kvenna best mennt. Hennar vil
eg fá mér til handa."


"Svo skal vera," segir Þórður.


Búast þeir heiman við tólfta mann og ríða norður til
Gunnólfsstaða. Verður þeirra erindi hið besta. Fékk Eyvindur
Þórörnu og fór hún heim með honum. Reistu þau bú um vorið á
Óslandi og bjuggu þar síðan. Er mart manna frá þeim komið.


Eftir skilnað þeirra Eyvindar og Eiðs fór Eiður suður til
Borgarfjarðar bónorðsför til Grímsgils. Þar bjó sá maður er
Grímur hét og átti þá dóttur er Ingibjörg hét. Hennar fékk
Eiður. Bræður Ingibjargar voru þeir Þorgils auga á Augastöðum
og Hrani á Hranastöðum, faðir Stafngríms er bjó á
Stafngrímsstöðum. Það heitir nú á Sigmundarstöðum. Segja það
sumir menn að Eiður ætti aðra konu síðar. Eiður átti mörg
börn. Þórhallur hét son hans, Eysteinn og Illugi.


Björn var og son hans er þeir vógu synir Helga frá Kroppi,
Grímur og Njáll. Njáll drukknaði litlu síðar í Hvítá en
Grímur varð sekur skógarmaður um vígið og lá hann úti á
fjöllum meðan hann var í sektinni. Hann var mikill maður og
sterkur. Eiður var þá gamlaður mjög og var að þessu ger engi
reki.


Í þenna tíma var í förum Þorkell Eyjólfsson. Hann var hinn
frægasti maður og kynstór. Hann var mikill vin Snorra goða.
Hann var og jafnan með Þorsteini Kuggasyni frænda sínum þá er
hann var út hér. Þorkell var náfrændi Eiðs. Hróðný var systir
Eiðs, móðir Eyjólfs, föður Þorkels. Menn lágu mjög á hálsi
Þorkeli Eyjólfssyni er hann rak eigi þessa réttar.


Um veturinn er Þorkell bjó skip sitt er uppi stóð í Vaðli á
Barðaströnd fer hann suður til Borgarfjarðar og fær sér þar
hest og ríður einn samt og léttir eigi fyrr ferðinni en hann
kemur í Ás til Eiðs frænda síns. Eiður tók við honum
feginsamlega. Þorkell segir honum sitt erindi að hann vill
leita til hefnda við Grím skógarmann hans. Þorkell spyr þá
Eið ef hann vissi nokkuð til hvar bæli hans væri.


Eiður svarar: "Ekki er eg þess fús. Þykir mér þú of miklu til
hætta, hversu ferðin tekst, að eiga við heljarmann slíkan sem
Grímur er. En ef þú vilt fara þá farðu við svo marga menn að
þú eigir allt undir þér."


"Það þykir mér eigi frami," segir Þorkell, "að draga
fjölmenni að einum manni. En það vildi eg að þú léðir mér
sverðið Sköfnung og vænti eg þá eg muni bera af einum
einhleypingi þótt hann sé vel að sér búinn."


"Nú muntu ráða," segir Eiður, "en eigi kemur mér á óvart þó
að þú iðrist eitthvert sinn þessa einræðis þíns. En með því
að þú þykist þetta fyrir mínar sakir gera þá skal eigi þess
varna er þú beiðir því að eg ætla þetta sverð vera vel niður
komið þó að þú berir það. En sú er náttúra sverðsins að eigi
skal sól skína á hjöltin og eigi skal því bregða svo að konur
séu hjá. Ef maður fær sár af sverðinu þá má það sár eigi
græða nema lyfsteinn sá sé riðinn er þar fylgir."


Þorkell kveðst þessa skyldu vandlega gæta og tekur við
sverðinu. Eiður kveðst ætla að Grímur ætti bæli norður á
heiðum við Fiskivötn.


Síðan ríður Þorkell norður á heiðina þá leið er Eiður hafði
vísað honum. Og er hann sótti á heiðina sér hann við vatn
eitt mikinn skála og sækir hann þangað til. En er hann kemur
til skálans sér hann hvar maður situr við vatnið við einn
lækjarós og dró fiska. Hann hafði feld á höfði. Þorkell
stígur af baki og bindur hestinn undir skálanum. Síðan gengur
hann fram að vatninu þar sem maðurinn sat. Grímur sá skuggann
mannsins og spratt upp skjótt því að skuggann bar í vatnið.
Þorkell var þá kominn að honum og höggur til hans og kemur á
höndina fyrir ofan úlflið og var það ekki mikið sár. Grímur
rann þegar á Þorkel og takast þeir fangbrögðum. Þar kenndi
brátt aflsmunar og féll Þorkell en Grímur á hann ofan.


"Hver er maður þessi?" segir Grímur.


Þorkell kvað hann það engu skipta.


Grímur mælti: "Nú hefir öðruvís orðið en þú mundir ætla því
að nú er þitt líf í mínu valdi."


Þorkell kveðst eigi mundu sér griða biðja.


Grímur segir: "Vaxa mín óhöpp þó að eg drepi þig því að mér
líst vel á þig og gæfusamlega. Mun þér og annarra forlaga
auðið verða en þú látist af okkrum fundi og vil eg þér líf
gefa en þú launa sem þú vilt."


Standa þeir nú upp og ganga nú heim til skálans. Þorkell sér
að Grím mæðir blóðrás og tekur steininn Sköfnungs og ríður
honum í sárið og bindur höndina og tók þegar allan þrota og
sviða úr sárinu. Þar eru þeir um nóttina. En um morguninn
býst Þorkell brott og spyr hvort Grímur vill fara með honum.
Hann kveðst það að vísu vilja. Þorkell snýr þegar vestur og
kemur ekki á fund Eiðs, léttir eigi fyrr en hann kemur í
Sælingsdalstungu. Eiður fréttir þetta og þótti hafa farið að
getu sinni og unir nú illa við og verður þó svo búið að vera.


Þórhallur Eiðsson átti tvo sonu, Skeggja og Eið. Skeggi átti
Guðrúnu Þorkelsdóttur, Brandssonar, Þorgrímssonar,
Kjallakssonar hins gamla. Þeirra börn voru þau Úlfur og
Halldór, Þorleikur og Þórarna. Úlfur átti Helgu dóttur Eyjólfs
Snorrasonar goða. Þessi voru börn þeirra: Snorri og Eyjólfur,
Sigurður og Sumarliði, Þórður og Einar, Hallbera og Kolþerna
er Loftur átti Þorgrímsson en Hallberu átti Þormóður
Lýtingsson. Þeirra son var Lýtingur.


Eiður Þórhallsson var faðir Þórhalls. Hann átti Hallbjörgu
Hafþórsdóttur. Þessi voru börn þeirra: Steinn og Eiður,
Þorgeir og Oddný. Hana átti Árni son Víga-Gunnars. Þeirra
dóttir var Geirlaug. Hana átti Högni auðgi í Bæ. Þeirra
dóttir var Snjólaug er átti Þórður prestur Böðvarsson. Þeirra
son var Böðvar í Bæ og Þorleifur í Görðum og Markús á Melum.
Hans son var Mela-Snorri. Hann átti Helgu Ketilsdóttur
prests, Þorlákssonar, Ketilssonar, Þorsteinssonar. Þeirra son
var Þorsteinn böllóttur er var ábóti að Helgafelli.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.