Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 16

Þórðar saga hreðu 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 16)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þórður, hreða var fyrst kallaður, son Ketils Hörða-Kára var
ágætur maður á Upplöndum. Hans son var Klyppur hersir. Annar
son hans var Steingrímur, þriðji Eyjólfur. Sigríður hét
dóttir hans.


Klyppur hersir var hinn ágætasti maður af örvi sinni og
atgervi eftir því sem foreldri hans var til. Hann átti Ólöfu
Ásbjarnardóttur. Þeirra dóttir hét Guðrún, kvenna vænst og
vitrust og skörungur hinn mesti.


Þórður hreða kvongaðist í elli og annan tíma eftir er hin
fyrri kona hans var dauð. Hann fékk þá Helgu Vémundardóttur
jarðlokars, Þórólfssonar voganefs, Hrærekssonar
slöngvanbauga, Haraldssonar hilditannar Danakonungs. Þá færði
Þórður byggð sína í ey þá er Hísing hét. Hann var þá bæði
gamall og sköllóttur. Var þá skipt um nöfn við hann og var
hann þá kallaður Þórður Hísingarskalli.


Bárekur er maður nefndur. Hann réð fyrir eyjum þeim er
Brenneyjar heita. Hann var berserkur svo að menn kölluðu hann
eigi einhama. Fjölkunnigur var hann og að flestu illa
fallinn. Hann hafði hár bæði stórt og mikið. Því var hann
Brenneyjarfaxi kallaður.


Bárekur gerði ferð sína til Hísingar og bað Sigríðar dóttur
Þórðar en hún vildi eigi gera að því. Við það reiddist
Bárekur og kvaðst því skyldu þann drepa er hennar bæði. Við
það reiddist Þórður hreða og skoraði á hólm Báreki innan
þriggja nátta. Var Þórður áttræður að aldri. Helga kona hans
var kviðug að barni.


Þórður var svo búinn er hann á hólminn gekk, hann hafði hjálm
á höfði en sverð í hendi, refil hafði hann vafið um hinn
vinstra armlegg sér. Ekki hafði hann hlífar fleiri. En
Bárekur hafði hjálm á höfði og brynju en sverð í hendi,
skjöld á hlið. Hann átti fyrri að höggva. En er hann hjó til
Þórðar brá hann við sverðinu hendinni og bar svo af sér
höggið en hjó annarri hendi til Báreks og stefndi á höfuðið
en Bárekur bar upp fyrir skjöldinn. Þórður lét skjótt síga
sverðið og slæmdi til niðri og undan honum fótinn þar er
kálfinn var mestur.


Féll Bárekur þá og mælti: "Nú munum við skilja því að eg em
sár orðinn."


Leysti Bárekur sig þá af hólmi sem lög stóðu til og hélt heim
síðan. En er Þórður kom heim sáu menn að hann var sár á
vinstri hendi og ekki mjög. Það sár greri illa svo að blástur
hljóp og illindi í og það varð honum að bana því að eitur
hafði verið í sverðseggjum Báreks.


Síðan fæddi Helga sveinbarn. Það var vatni ausið og nafn
gefið og skyldi heita Þórður eftir föður sínum. Það var merki
á sveininum að hann hafði ör á vinstra armlegg þar sem faðir
hans hafði særður verið. Tók hann þá þegar auknefni föður
síns, það er hann hafði fyrri, og var kallaður Þórður hreða.
Móðir hans andaðist af sængurför en Þórður óx upp í Hísing
þar til er hann var tólf vetra. Var hann þá hverjum manni
stærri og sterkari, vænni og víglegri og vel að íþróttum
búinn.


Nú býr Þórður ferð sína úr Hísing og vill hitta Bárek
föðurbana sinn. Þeir voru tólf á skipi jafnaldrar hans og
kunni engi áralag. En er þeir komu skammt fram með landi sáu
þeir skip stórt sigla í móti sér. Þar var þá kominn Bárekur
og ætlaði að nema burt Sigríði. Hann spurði hverjir á bátinum
væru. Þórður sagði til sín og spurði Bárek að erindum en hann
sagði fyrirætlan sína.


Þórður svarar: "Fyrr vil eg skora þér á hólm og hefna svo
föður míns ef þess verður auðið en að þú hertakir systur
mína."


Bárekur kvað það ekki barnafæri. Þó varð svo að vera sem
Þórður vildi. Þórður bar af sér hið fyrsta högg Báreks með
skildi en hjó undan Báreki fótinn fyrir ofan kné, þann er
heill var, en í öðru höggi hjó hann höfuðið af Báreki. Fór
Þórður heim síðan í Hísing og þótti hann mikið hafa vaxið af
verki þessu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.