Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HrafnG ch. 5

Hrafns þáttr Guðrúnarsonar 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HrafnG ch. 5)

UnattributedHrafns þáttr Guðrúnarsonar
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá er hálfur mánuður var af sumri kom Hrafn úr mörkum fram
til sjóvar einhvers staðar. Hann sá þar skipaflota mikinn.
Hann sneri þar að sem sveinar bjuggu mat á landi.



Hann gekk heldur óframlega og spurði: "Hver á þenna mikla
skipaflota?"



Þeir svöruðu: "Þú munt vera ófróður maður og heimskur. Magnús
konungur liggur hér því að honum gefur eigi byr að sigla til
Danmerkur."



Hrafn spurði: "Hvað er hér virðingamanna með konungi?"



Þeir sögðu að þar var fyrir Einar hinn naumdælski vinur
konungs og Einar þambarskelfir með þrettán skipum "en
Sighvatur skáld er á konungs skipi."



Hrafn mælti: "Segið þér Sighvati að maður á skylt erindi við
hann á landi."



Þeir gerðu svo. Hrafn stóð við skóginn meðan.



Sighvatur kom á fund hans og mælti: "Hver er þessi hinn mikli
maður?"



"Sjá heitir Hrafn," segir hann.



Sighvatur mælti: "Forða þér. Eigi mun eg taka fé til höfuðs
þér og eigi vil eg segja til þín þótt eg hafi fundið þig."



Hrafn svarar: "Eigi er það svo einsætt. Þú ert kallaður maður
fégjarn en mér er lítið lífs að missa og verður margur maður
meira að vinna til minna fjár. En þótt þú segir til mín og öx
konungs sé langskeft þá mun hún þó eigi taka í skóginn til
mín. En ef þú vilt mér gagn gera þá samir þér það og allvel
því að þú ert móðurbróðir minn."



Hann svarar: "Við kennist eg frændsemi þína en eigi hefi eg
traust til að veita þér lið. Nú bíð þú mín hér."



Hrafn svarar: "Eg vil ganga með þér á skipið út. Þykir mér
betra að vera þar drepinn hjá þér og eigi munt þú minna
leggja til við mig."



Sighvatur svarar: "Þú ert vandræðamaður. Eigi hæfir að eg
selji þig svo undir öxi því að þetta mætti okkur eigi endast
þótt eg hefði hér til allra manna lið og bænafullting. Ger nú
sem eg beiði. Bíð mín hér meðan eg hitti vini mína."



Hrafn svarar: "Gera skal sem þú beiðir um litla stund. Þó mun
eg skjótt koma eftir þér því að eigi skal bæði bíða þungan
banann og hyggja lengi til."



Sighvatur hitti Einar hinn naumdælska og mælti: "Nú er svo
félagi að í vandkvæði er slungið. Hér er nú kominn Hrafn og
vill ekki annað en ganga á vald óvina sinna. Eða hvað skal eg
þar eiga er þú ert?"



Hann svarar: "Ógiftumaður er hann en skyldir erum vér að
forða honum við bana en berjast eigi fyrir hann móti konungi
við lítinn afla. Mun konungur síðan aldrei vort lið þiggja ef
vér göngum nú í móti honum."



Því næst gekk Sighvatur fyrir Einar þambarskelfi og mælti:
"Skal eg nokkuð traust eiga þar er þú ert Einar?"



Hann svarar: "Hvers þarftu við?"



Sighvatur mælti: "Hér er kominn Hrafn frændi minn."



Einar mælti: "Eigi em eg þess búinn að berjast við konung
fyrir hann. Það var einn tíma er eg hélt þann mann sem
konungur hafði reiði á og var við sjálft að eg mundi eigi í
þrift komast. Nú höfum við Eindriði hér þrettán skip til
forráða og ætlum til bardaga við Dani með konungi. Nú vísa þú
manninum á brott að hann forðist og lát hann eigi komast á
vor skip að hann sé þar drepinn, því að eg kann kappi Magnúss
konungs að heldur mun hann missa vors liðs en taka af oss
afarkosti."



En meðan þeir áttu þetta við að talast gekk Einar hinn
naumdælski á land til fundar við Hrafn og mælti: "Ger svo vel
félagi, snú eigi öllu fólki í vanda. Far heldur brott að mínu
ráði. Eg vil senda þig norður til Hítar til bús míns. Þar
munt þú hólpinn um hríð."



Hrafn svarar: "Finna vil eg Sighvat áður."



Gekk Einar brott en Sighvatur kom þar litlu síðar.



Hrafn mælti: "Hversu gefst nú höfðingjatraustið?"



Hann svarar: "Ekki mjög og ert þú eigi gæfudrjúgur eða hvað
munt þú nú ráða taka?"



Hann svarar: "Slíkt sem eg hefi áður sagt, ganga út á
konungsskipið með þér."



Sighvatur mælti: "Hví vilt þú svo hrapa til dauðans?"



Hrafn svarar: "Því að mér þykir betra að deyja en fella
konungs reiði á yður alla er varir hafið orðið við mig sem
vís von er þegar hann spyr að þér hafið mér undan skotið."



Sighvatur svarar: "Drengilega er slíkt talað. Er og enn eftir
fulltrúinn minn og skal nú þangað leitað traustsins sem enn
hefir aldrei bilað en það er hinn heilagi Ólafur konungur."



Lagðist hann þá til bænar og hét á Ólaf konung. Eftir það
gengu þeir út á konungsskipið. Magnús konungur hafði sofnað í
lyftinginni og vaknaði í því er þeir Sighvatur voru komnir í
fyrirrúmið.



Hann spratt upp hart og kallaði: "Upp allir mínir menn, byr
er á kominn en vís sigurinn er vér komum til Danmerkur."



Bjó þá hver sitt skip og sigldu þegar þeir voru búnir. En er
þeir komu til Danmerkur gekk allt fólk á land af skipum. Var
þar fyrir mikill Danaher og tókst hin mesta orusta. Magnús
konungur var í framanverðri fylking en Hrafn Guðrúnarson gekk
fram fyrir konung og barðist allfræknlega. En engi maður
mælti orð við hann. Í þeim bardaga sáu nokkurir menn hinn
heilaga Ólaf konung með liði Magnúss konungs og fékk hann
þann dag fagran sigur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.