Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 26

Heiðarvíga saga 26 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 26)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
252627

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er nokkuð að segja frá þeim héraðsmönnum er hér koma við
þetta mál. Þorbjörn Brúnason stóð upp snemma á Veggjum og
biður húskarl sinn standa upp með sér "og skal fara upp til
smiðju í dag til Þorgauts og skal smíða þar."Það var snemma, þegar í sólarupprás. Hann kvaddi þeim
dögurðar og var það eigi á kveðið hvað fengið var annars en
húsfreyja setti fyrir þá trygil á borðið. Þorbjörn vottar að
honum sé eigi vel fengið og rekur meðal herða henni
trygilinn. Hún snýst við og verður illa við og mælti við hann
hrapallegt og svo hvort við annað "og ber þú það fram," segir
hann, "er ekki er í nema blóð eitt og undur er þú sérð eigi
missmíði á því."Hún svarar honum þá stillilega: "Ekki bar eg það fram er ei
mættir þú vel neyta og ætla eg ei því verr að þau undur beri
fyrir þig að þú sért brátt í helju og víst mun þetta þín
furða vera."Hann kvað vísu:Eigi mun sú er eigum

auð-Vör að mig dauðan,

fold vill mens í moldu

minn aldr, blá falda.

Ann, en ekki vinna

elds má brík að slíku,

það er óskaplegt, eplis

ölseljan mér Heljar.


Þá hleypur hún á braut og tekur osthleif og kastar fyrir
hann. Hún sest í pallinn öðrumegin og grætur.Þorbjörn kvað vísu aðra:Óþakkir kann ekkju

Áta mars, þótt gráti,

fákrennandi fannar

fagrstrykvins, mig kykvan,

því að áms litar ímu

ofnauð er, er skal dauðan

hlýra höfgum skúrum

heiðingja mig leiða.


"En þó bregður nú kynlegu við. Undan þykir mér nú gaflhlaðið
vera hvorttveggja undan húsinu og á sýnist mér falla ströng
eftir húsinu og norðan af heiðinni en mold ein sýnist mér og
svo kennist mér ei síður osturinn sjá er eg et."Og stíga þeir undan borðinu og ganga til hesta sinna og stíga
á bak og ríða úr garði.Þá tekur hann til orða Þorbjörn: "Dreymt hefir mig nú í
nótt," segir hann.Húskarl spyr: "Hvað dreymdi þig?" segir hann."Þar þóttist eg vera staddur er eigi þótti öllum einnug og
þóttist eg hafa sverð það er eg hefi vanur verið að hafa í
hendi mér en nú er ei heima og brotnaði í sundur þegar eg hjó
fram. En eg þóttist kveða vísur tvær í svefninum og man eg
þær báðar:Það varð mér, hinn mæra

minn vanda eg brag, randa

hjálm-Fenrir brast hólma

hvítvöndr, í tvau, rítar,

þars á mætu móti,

mótrunnr jöru snóta,

heimþingaðar hanga

hnitu reyr saman dreyra.Væri betr, að eg bæri

benvönd í gný randa,

hleypir kjóls, og heilan

haus, ókostalausan,

sá er dalreyðar dauða

dýrfitjar skal vitja,

herðigaldr og heldimk

hann, ófáum manni.Nú nam sá vísur báðar er honum fylgdi, en þeir riðu.Nú svipast hann um Þorbjörn."Já," segir hann, "heima liggja nú smíðarefnin eða ellegar
hafa niður fallið. Far þú aftur og leita. Finnur þú á
leiðinni þá far þú til smiðju en eg mun ríða fyrir. Nú ef ei
finnur þú á leiðinni þá far þú til verks þíns."Nú skiljast þeir. Finnur húskarl eigi smíðarefni. Þorbjörn
ríður nú til Þorgauts frænda síns til smiðju og hittir hann
fyrir dagmál dags. Kveðjast þeir og spurðust að tíðindum.
Hvorgi kunni öðrum þar tíðindi að segja.Nú er frá því sagt að þeir synir Þorgauts rísa upp allir og
fara að slá á Gullteig og ræddu um það að nú mundi vel vita
og nú mundi sleginn verða Gullteigur hinn sama dag, ganga til
teigs og lögðu af sér klæði sín og vopn.Gekk Gísli um teiginn nokkuð svo og sá á er þeir ætluðu að
slá og nemur staðar og kvað vísu:Hér vildu mig, höldar,

kom fress í stað þessum

fálu fúra véla

fjölræks marar sækja.

Hitt segir Ullr, að allir,

oddgaldurs, munit skaldi

hríðar Hlakkar glóða

herðendr trúir verða.


Hann segir draum sinn að honum þótti sem þeir væru þar
staddir á Gullteig og kæmu að þeim vargar margir og ættust
þar við og var mikið um "og eg þóttist vakna við það er eg
hljóp undan heim til bæjarins."Tóku þeir til verks síns og slógu um stund.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.