Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 27

Heiðarvíga saga 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 27)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
262728

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú hefir Barði skipað liði sínu í setu sem fóstri hans kenndi
honum og áður er sagt og nú segir hann þeim öllum hver
fyrirætlun hans er í áhuga. Þá undu þeir við hóti betur og
ætluðu að þá mundi fram koma það er fyrir var ætlað og létu
sér líka þessa tilskipun að kalla og kváðust þó ætla að
litlar mundu atgerðir verða.



Þá var skógur mikill í Hvítársíðu sem þá var víða hér á
landi. En þeir sátu fyrir ofan skóginn sex og sáu gerva
tíðindi á Gullteig. Barði var í skóginum og snertu eina frá
þeim, þar er þeir slógu, og þeir sex saman. Nú hyggur Barði
að hve margir menn væru að slættinum. Nú þykist hann eigi
vita víst hvort kona er hinn þriðji maðurinn er hvítt er til
höfuðsins að sjá "eða mun þar vera Gísli?"



Ganga nú ofan undan skóginum hver eftir öðrum og þótti þeim
svo fyrst Þorgautssonum sem einn maður gengi þar.



Og tekur hann til orða Þormóður er síðast sló á teignum:
"Menn fara þarna," kvað hann.



"En mér sýnist," segir Gísli, "að maður gangi einn."



En þeir gengu hart og runnu eigi.



"Eigi er það," kveður Ketill brúsi. "Menn eru þar og eigi
allfáir" og námu staðar nokkuð og sáu á.



Ketill mælti: "Mun eigi Barði þar vera? Og ei er honum ólíkt
og kann eg eigi mann að kenna ef ei er hann og svo var hann
búinn í sumar á þingi."



Þeir bræður sáu á, Ketill og Þormóður, en Gísli sló og tók
til orða: "Svo látið þér," segir hann, "sem Barði muni koma
undan hverri hríslu í allt sumar og hefir hann enn eigi
komið."



Þeir Barði höfðu skipað til mönnum áður að tveir skyldu
annast einn hvern þeirra. Þeir Barði og Steinn skyldu annast
Ketil brúsa. Hann var rammur að afli. Þeir Dagur og Ólafur
skyldu ganga í mót Gísla. Þeir Steingrímur og Þórður skyldu
ganga í mót Þormóði. Nú snúa þeir að þeim.



Nú mælti Ketill: "Eigi mun við ljúgast að hann Barði er
kominn" og vildu þrífa til vopna sinna og engi þeirra fékk
náð sínum vopnum.



Nú er þeir sjá hvar komið er þá vilja þeir hlaupa heim til
túngarðsins, Ketill og Gísli, og Barði eftir og fjórir hans
förunautar. En Þormóður snýr niður til árinnar og þeir eftir
honum, Þórður og Steingrímur, og elta hann á ána og grýta
hann frá landi. Hann kemst yfir ána og er hann vel fær. Nú
koma þeir heim að garðinum bræður. Verður Ketill skjótari og
stiklar yfir inn. Og þá er Gísli hleypur á garðinn þá fellur
torfa úr garðinum og skriðnar hann. Þá kemur að Barði. Hann
varð þeirra skjótastur og höggur til hans með sverðinu
Þorgautsnaut og höggur mjög svo af andlitið. Nú þegar snýr
hann í mót förunautum sínum og segir þeim að áverki hefði
orðið nokkur. Þeir kváðu lítið tilráð orðið mundu og
ósnöfurmannlegt. Hann lét þó svo búið þá mundu verða að vera
"og skulum nú aftur hverfa."



Hann verður að ráða og er það þó mjög í móti vilja þeirra.
Ketill kippir honum Gísla inn af garðinum og kastar honum á
bak sér. Ekki sjá þeir að honum yrði mikill þungi að honum.
Hann hleypur heim til bæjarins. Þeir Þorgautur voru í smiðju
og Þorbjörn og bíður ef húskarl hans kæmi með smíðarefni.



Hann mælti Þorgautur: "Þó er hark mikið. Er eigi Barði
kominn?"



Ketill kom inn í smiðjuna í því bili og segir: "Það fann
Gísli son þinn að hann er kominn," kastaði honum dauðum fyrir
fætur honum.



Barði snýr nú í mót förunautum sínum og kvaðst það ætla að
kominn mundi maður fyrir mann. Þeir kváðu þá eigi jafnmenni
vera og kváðu lítið að gert þótt einn maður væri drepinn og
fara svo langt til. Nú er þeir hittast allir förunautar þá
mæltu þeir er efri voru í setunni að víst eigi hefðu þeir
farið ef svo skyldi á braut leysast að eigi skyldi meiri
hefnd eftir þvílíkan harm sem þeim hafði ger verið, kváðu
eigi jafnmenni þá Gísla og Hall og lögðu nú ámæli til við
Barða, kváðust ætla ef þeir yrðu við staddir að meira mundi
að gert, fara nú til hesta sinna og kváðust vilja hafa
dögurð. Barði bað ekki hirða um dögurð.



Þeir kváðust ei vilja fasta "og það kunnum vér eigi ætla hve
þér mundi undan ef þú hefðir nokkuð það gert er frami væri
að."



Barði kvaðst ekki hirða hvað þeir ræddu.



Nú matast þeir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.