Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Háv ch. 3

Hávarðar saga Ísfirðings 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Háv ch. 3)

Anonymous íslendingaþættirHávarðar saga Ísfirðings
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er þessu næst að segja að hvalur kemur í Ísafjörð þar er
Þorbjörn og Hávarður áttu reka að tveim megin. Var sú sögn
þegar að Hávarður mundi eiga. Var það hin besta reyður.
Hvorirtveggju fóru til og ætluðu að hafa lögmanns úrskurð á.
Kom þar fjöldi manns saman. Þótti öllum sýnt að Hávarður
mundi hvalinn eiga. Þorkell lögmaður var þar kominn. Var hann
þá að spurður hver að ætti.Þorkell svaraði og heldur lágt: "Þeir eiga hval víst," sagði
hann.Þorbjörn gekk þá að honum með brugðið sverðið og mælti:
"Hverjir þá, armi?" segir hann.Þorkell svaraði skjótt og drap niður höfðinu: "Þér, þér
víst," segir hann.Þorbjörn gekk þá að með ójafnað sinn og tók upp hvalinn
allan. Fór Hávarður heim og undi illa við sinn hlut. Þótti
öllum mönnum Þorbjörn enn nú hafa auðsýndan ójafnað sinn og
fullkominn ódrengskap.Það var einn dag að Ólafur gengur til fjárhúsa sinna því að
veðrátta var hörð um veturinn og þurftu menn mjög að fylgja
fénaði sínum. Hafði veður verið hart um náttina. Og er hann
ætlaði heim að ganga sér hann að maður gengur að húsinu. Er
þar kominn Brandur hinn sterki. Ólafur tók honum vel. Brandur
tók vel kveðju hans. Ólafur spurði hví hann færi svo síð.Hann svaraði: "Eigi er svo frásögulegt. Eg gekk til fjár míns
snemma í dag en það hafði rekast látið ofan í fjöruna. Má þar
og í tveim stöðum upp reka. En jafnan þar sem eg leitaði til
þá stóð þar maður fyrir og bannaði í móti fénu svo að það
hljóp aftur í fang mér og hefir svo farið í allan dag allt
hér til. Nú vildi eg gjarna að við færum til báðir saman.""Það vil eg gera fyrir þína bæn."Ganga síðan báðir saman ofan í fjöruna. Og þegar þeir vilja
féið upp reka sáu þeir að Þormóður er þar fyrir, glímufélagi
hans, og blakar í móti fénu svo að féið hleypur aftur í fang
þeim.Þá mælti Ólafur: "Hvort viltu heldur Brandur reka féið eða
ráðast í móti Þormóði?"Brandur svarar: "Það mun eg kjósa hið auðveldara, að reka
féið."Ólafur gengur að þar er Þormóður stóð gegnt á uppi. Þar var
laginn snjór mikill framan í bakkann. Ólafur rann þegar upp á
bakkann að Þormóði en hann gefur honum rúm. Og er Ólafur
kemur á upp rennur Þormóður þegar undir hendur honum. Ólafur
tekur og við eftir megni. Gangast þeir að lengi. Þykir Ólafi
hann ekki raknað hafa eftir hnyskingina. Þar kemur að þeir
falla báðir senn fram á bakkann og er svo er komið, veltir
hvor öðrum þar til er þeir tumba báðir ofan fyrir fönnina.
Eru þá ýmsir undir þar til er þeir koma í fjöruna. Þá bar svo
til að Þormóður varð neðri. Neytir Ólafur þá þess og braut í
sundur hrygginn í honum, bjó þá um sem honum líkaði og
lagðist út á sjóinn með hann langt frá landi og sökkti niður
í djúp. Þykir þar jafnan óhreint síðan ef menn sigla í
nándir. Ólafur lagðist til lands. Hafði Brandur þá upp komið
fénu öllu og fagnaði Ólafi vel. Gengu þeir þá heim báðir.Og er Brandur kom heim var mikið af nátt. Þorbjörn spurði
hvað hann hefði dvalið. Brandur sagði svo sem farið hafði og
svo hversu Ólafur hafði honum til staðið.Þá mælti Vakur: "Hræddur hefir þú orðið er þú lofar glóp
þenna. Mun það hans fremd mest að fást við afturgöngumenn."Brandur svarar: "Hræddari mundir þú hafa verið því að þú ert
mestur í málinu sem refurinn í halanum. Muntu í engum hlut
mega jafnast við hann."Töluðu þeir þar til er hvorumtveggja mislíkaði.Þorbjörn bað Brand ekki kapp á leggja með Ólafi: "Skal þér
eigi duga og engum öðrum að láta Ólaf framar en mig eða
frændur mína."Líður nú af veturinn.Og er vorar talast þeir við feðgar, Ólafur og Hávarður.Hávarður mælti: "Svo er komið frændi að eg hefi eigi
skaplyndi lengur að búa svo nærri Þorbirni með því að við
höfum engan afla að halda okkur til jafns við hann."Ólafur svarar: "Lítið er mér um að hafa það í yfirbætur að
flýja fyrir Þorbirni en þó vil eg að þú ráðir. Eða hvert
viltu þá leita?"Hávarður svaraði: "Út með firðinum hinum megin eru víða
tóftir og vítt land það er engi maður á. Þar vil eg að við
reisum okkur bústað og erum við þá nær frændum okkrum og
vinum."Þetta taka þeir til ráðs, flytja þangað fé sitt allt og það
góss er þeir eiga og gera þar hinn besta bústað. Heitir þar
síðan á Hávarðsstöðum. Voru þeir einir bændur í þenna tíma í
Ísafirði er landnámamenn voru.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.