Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Háv ch. 2

Hávarðar saga Ísfirðings 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Háv ch. 2)

Anonymous íslendingaþættirHávarðar saga Ísfirðings
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þar er nú til máls að taka að Ólafur vex upp á Blámýri. Hann
gerist efnilegur maður. Svo segja menn að Ólafur Hávarðsson
hafi haft bjarnyl því að aldrei var það frost eða kuldi að
Ólafur færi í fleiri klæði en eina brók og skyrtu gyrða í
brækur. Aldrei fór hann svo af bæ á brott að hann hefði
fleiri klæði.Þórhallur hét maður. Hann var frændi þeirra Hávarðar og
heimamaður, ungur maður og hinn frálegasti. Hafði hann
aðdrátt að búi þeirra.Það var eitthvert haust að Ísfirðingar gengu afréttir sínar
og heimtu menn lítt. Þorbirni á Laugabóli var vant sex tigu
geldinga. Liðu veturnætur og fannst ekki. Nokkuru fyrir vetur
fer Ólafur Hávarðsson heiman og gengur afréttir og öll fjöll,
leitar fjár manna og finnur fjölda fjár, bæði það er Þorbjörn
átti og þeir feðgar og svo aðrir menn, rekur síðan heim
fénaðinn og færði hverjum það er átti. Verður Ólafur af þessu
vinsæll svo að hver bað honum góðs.Einn dag snemma rekur Ólafur geldinga Þorbjarnar ofan á
Laugaból. Hann kom í þann tíma er menn sátu yfir borðum og
voru engir menn úti. Ólafur drepur á dyrnar og gekk kona ein
til dyranna. Það var Sigríður bústýra Þorbjarnar og heilsaði
hún honum vel. Hún spurði hvað hann vildi.Ólafur svarar: "Eg hefi rekið hingað geldinga Þorbjarnar er
honum var vant í haust."Og er Þorbjörn heyrði að á dyrnar var drepið bað hann Vakur
forvitnast hvað komið væri. Hann gerði svo og gekk að
skellihurðinni. Hann sá þá að þau Sigríður töluðust við. Hann
hljóp þá upp á okann og stóð þar meðan þau töluðu.Þá mælti Ólafur: "Nú þarf eg ekki að fara lengra. Skaltu nú
Sigríður segja til geldinganna."Hún segir að svo skyldi vera og bað hann vel fara. Vakur
hljóp innar í stofuna æpandi. Þorbjörn spurði hví hann léti
svo eða hvað komið hefði."Það ætla eg," segir hann, "að Ólafur glópurinn af Blámýri
son Hávarðar kæmi. Hefir hann rekið hingað geldinga þína þá
er vant var í haust.""Það var vel gert," segir Þorbjörn."Annað ætla eg verið hafa eigi síður undir ferðinni," segir
Vakur, "því að þau Sigríður hafa talað í allan morgun. Sá eg
að henni þótti allgott að leggja hendur sínar um háls honum."Þorbjörn mælti: "Þó að Ólafur sé hraustur maður þá er honum
það ofdirfð að fara óþokkaferðir til vor."Ólafur fer heim. Líða þau misseri og er svo sagt að Ólafur
kemur jafnan á Laugaból og fann Sigríði og gerðist vel með
þeim. Var þetta brátt orðað að Ólafur fífldi Sigríði.Og annað haust gengu menn enn afréttir sínar og heimta lítt.
Varð Þorbirni enn flest vant. Og er lokið var réttunum fer
Ólafur heiman einn saman og gengur afréttirnar víða um fjöll
og heiðar, finnur enn fjölda fjár og rekur í byggðina, færir
enn hverjum það er á. Gerðist hann nú svo vinsæll af
byggðarmönnum að allir biðja honum góðs utan Þorbjörn. Hann
grimmast við hann fyrir allt saman það er aðrir lofa hann og
það er hann heyrir talað um byggðina um þangaðkomur hans til
fundar við Sigríði. Vakur sparir nú ekki af að rægja þau við
Þorbjörn.Nú er svo komið að Ólafur er kominn á Laugaból með geldingana
svo marga sem fyrr. Og er hann kom voru engir menn úti.
Gengur hann nú inn og til stofu. Var þar Þorbjörn bóndi í
stofunni og frændi hans Vakur og margt heimamanna. Ólafur
gengur innar á gólfið. Hann hefir öxina fyrir sér. Og er hann
kemur innar mjög að pallinum stingur hann niður öxarskaftinu
og styðst á en engi heilsaði honum og þögðu allir.Og er hann sér að engi æmti honum þá kveður hann vísu:Það réð fyrst að fregna

fámálgasta þegna.

Hví þegja hér allir

hjörþings viðir snjallir?

Metorð leggja menn engi

á mállausa drengi.

Hef eg staðið hér lengi,

höfumk kvaddan alls engi.


Þá mælti Ólafur: "Það er mitt erindi hingað Þorbjörn bóndi að
eg hefi rekið hingað geldinga þína."Þá mælti Vakur: "Kunnigt er mönnum það nú Ólafur að þú gerist
sauðreki um Ísafjörð. Vitum vér og erindi þitt hingað, það að
þú ferð að heimta hlut af sauðunum. Er það og stafkarla
hlutur og er einsætt að minnast hans þó að lítið sé."Ólafur svaraði: "Ekki er það mitt erindi. Mun eg og ekki reka
hið þriðja sinn."Snýr hann þá í brott en Vakur hleypur upp og æpir að honum.
Ólafur gaf engan gaum að því og gekk heim og líða þau
misseri.Og um haustið heimta menn vel utan Þorbjörn. Honum var vant
sex tigu geldinga og fundust ekki. Létu þeir frændur þau orð
um fara að Ólafur mundi enn ætla að heimta til hlutar eða
stela ella.Það var eitt kveld að þeir feðgar sátu yfir borðum og á
diskinum fyrir þeim lá langleggjarstykki.Ólafur tók upp og mælti: "Þetta er furðu mikill leggur og
digur."Hávarður mælti: "Það ætla eg þó frændi að hann sé af okkrum
sauðum en eigi Þorbjarnar bónda. Og mikið er að þola slíkan
ójafnað."Ólafur leggur niður legginn á borðið og roðnaði við og þótti
þeim er hjá sátu sem hann þrýsti við borðinu en þó brast
sundur leggurinn og svo snart að annar hluturinn stökk utar í
bjórinn svo að þar var fastur. Hávarður leit upp og mælti
ekki en brosti þó að.Og í því gekk kona í stofuna og var þar komin Þorgerður af
Bakka. Hávarður fagnaði henni vel og spurði tíðinda.Hún segir andlát Þormóðar bónda síns: "Erum vér þó ekki vel
við komin því að hann vitjar hverja nátt sængur sinnar. Því
vildi eg þiggja bóndi að þér veittuð mér nokkuð lið því að
fólki mínu þótti ódælt við Þormóð en nú er svo komið að það
ætlar allt í brott."Hávarður svarar: "Eg er nú af léttasta skeiði og ekki til
slíks fær eða hví ferð þú ekki á Laugaból? Er þess von um
höfðingja að þeir láti skjótt til slíkrar héraðsstjórnar koma
sitt sveitargengi."Hún svarar: "Einskis góðs vænti eg þangað. Læt eg vel yfir ef
hann gerir mér ekki illt."Þá mælti Hávarður: "Það er mitt ráð að þú biðjir Ólaf son
minn og væri það ungra manna að reyna sig svo á karlmennsku.
Mundi oss forðum slíkt gaman hafa þótt."Hún gerir nú svo. Ólafur hét ferðinni og bað hana þar vera um
náttina. En um daginn eftir fór Ólafur heim með Þorgerði. Var
þar allt fólk ókátt.En um kveldið fóru menn að sofa. Ólafur lá í stafnrekkju utar
við dyr. Ljós brann í skálanum. Var ljóst hið efra en dimmt
hið neðra. Ólafur lagðist niður í skyrtu og brókum því að
hann hafði aldrei fleiri klæði. Hann kastaði á sig feldi
einum. Og er var dagsett gekk Þormóður inn í skálann og lét
róa tinglið. Hann sá að rekkja var skipuð er ekki var vani á.
Var hann ekki allgestrisinn. Snýr hann þangað og þrífur í
feldinn. Ólafur vill eigi laust láta og heldur þar til að
þeir skipta feldinum með sér. Og er Þormóður finnur að afl er
í þeim er fyrir er hleypur hann upp í setið að rúminu. Ólafur
hljóp upp og þreif til öxarinnar og hafði ætlað að slá hann
en bráðara bar að því að Þormóður hljóp undir hendur honum.
Varð Ólafur þá við að taka. Tókst þar hinn harðasti atgangur.
Varð Þormóður harðtækur svo að allt hljóp hold undan þar sem
hann þreif til. Flest gekk og upp það sem fyrir þeim varð. Og
í því bili slokknaði ljósið. Þótti Ólafi þá ekki um batna.
Þormóður sótti þá í ákafa og þar kemur að lyktum að þeir
hörfa út. Í túninu lá rekatré mikið og svo ber til að
Þormóður rekur hælana báða í tréið og fellur á bak aftur.
Ólafur lætur þá kné fylgja kviði, leikur þar til við Þormóð
er hann sér fyrir honum slík ráð er honum sýnist.Fólkið þagði allt er Ólafur gekk inn. Og er hann lét heyra
til sín var allt senn að fólkið var uppi og ljósið og strauk
hann uppi og niðri. Var hann hvervetna meiddur af atgangi
Þormóðar. Þakkaði hvert mannsbarn honum það er mæla kunni.
Hann kveðst ætla að þeim mundi ekki mein að honum verða.Ólafur dvaldist þar nokkurar nætur, fór síðan heim á Blámýri.
Varð hann víðfrægur af þessu verki um Ísafjörð og alla
landsfjórðunga og af öllu þessu óx mjög óþokki millum þeirra
Þorbjarnar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.