Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 9

Harðar saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 9)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sigmundur hét maður. Hann gekk yfir á húsgang og kona hans og
sonur er Helgi hét. Oftast voru þau í gestahúsi þar sem þau
komu nema Sigmundur væri inni til skemmtanar.



Þetta hið sama haust komu þau Sigmundur til Breiðabólstaðar.



Tók Torfi vel við þeim og mælti til þeirra: "Ekki skuluð þið
í gestahúsi vera því að mér líst vel á þig Sigmundur og
heldur gæfusamlega."



Hann svarar: "Ekki mundi þér það missýnast þó að það væri að
þér sýndist svo."



Torfi kveðst mundu gera sæmd til hans "því að eg mun þiggja
að þér barnfóstur."



Sigmundur svarar: "Er okkar sá mannamunur þó að eg fóstri þér
barn því að það er talað að sá sé minni maður er öðrum
fóstrar barn."



Torfi mælti: "Þú skalt færa meyna til Ölfusvatns."



Þessu játar Sigmundur. Tekur hann nú við Þorbjörgu og bindur
hana á bak sér og fer á burt síðan. Þetta þóttist Torfi gera
allt til svívirðingar við Grímkel en þótti þessi maður vel
fallinn til að bera meyna á rekning. Vildi hann og ekki hætta
hér betra manni til en Sigmundi því að honum þótti engis
örvænt fyrir Grímkatli ef sá maður hefði fært honum barnið að
honum hefði nokkur hefnd í þótt.



Sigmundi varð nú gott til gistingarstaða því að allir þóttust
skyldir að gera vel við meyna og þá sem með henni fóru hvar
sem hún kom og því vildi Sigmundur fara hinn lengsta veg.
Hann fór út um Andakíl og Melahverfi og allt hið ytra um Nes
öll en utan um Grindavík og Ölfus.



Að aftni eins dags komu þau Sigmundur til Ölfusvatns. Var
Sigmundur votur og frosinn mjög. Hann settist utarlega en
Grímkell sat í rúmi sínu og hafði sverð um kné sér. Hann
spurði hvað komið væri.



Sigmundur svarar: "Hér er kominn Sigmundur barnfóstri þinn
bóndi sæll og Þorbjörg dóttir þín. Er hún allra barna best."



Grímkell mælti: "Heyrið hvað göngumaðurinn segir. Þú mundir
vera barnfóstri minn allra stafkarla armastur. Og eigi er
eins konar fjandskapur Torfa við mig. Deyddi hann fyrst
móðurina en rak nú barnið á húsgang."



Grímkell kvað þá vísu:



Trauður var ei Torfi að deyða

tvinna skorð og borða.

Hann gerir hróp að sönnu

hjörlestis í því flestu.

Sendi sviptir branda

silfurkers Gná þessa

á rekning að röngu,

raun er mál að launa.


Alla vissi Grímkell ráðagerð Torfa og því vildi hann ekki að
mærin væri þar eftir. Grímkell bað Sigmund dragast á burt sem
skjótast nema hann vildi vera lamdur og bíða svo hins verra.



Þau urðu nú þegar á burt að fara með meyna. Þau fóru um
Grímsnes og um Laugardal og lögðu nú órækt á barnið því að
þau þóttust eigi vita að þau mundu því nokkurn tíma af hendi
koma. Þeim varð nú illt til gistingarstaða. Þóttist Sigmundur
nú yfir flugu ginið hafa er hann tók við meynni af Torfa.



Þau komu til Grímsstaða einn dag til dögurðar. Segja þau
Grími að þau fóru með ungt barn.



Grímur kveðst sjá vilja barn það hið unga "er menn gera nú
mest orð á."



Sigmundur kvað mikið fyrir að leysa upp barnið en sagði það
þó ekki gott mundu að hugga eftir. Grímur kvað ekki skyldu að
því gaum gefa. Var barnið nú upp leyst og sýnt Grími.



Hann mælti þá: "Þetta er sannlega barn Signýjar, hennar hefir
augun, og mundi hún það ætla mér að eg mundi eigi láta með
húsum ganga barn hennar ef eg mætti að gera. En mikla skömm
vill Torfi gera öllum frændum barns þessa og jafnvel sjálfum
sér. Nú mun eg Sigmundur taka af þér barn þetta og þenna
ómaga."



Hann varð því allfeginn. Þar voru þau þann dag en fóru síðan
ofan Botnsheiði. Þess gátu margir að Grímur mundi sig í hættu
hafa við Grímkel goða um þetta mál sakir ofurkapps hans.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.