Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 8

Harðar saga 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 8)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir þing um sumarið bað Signý Grímkel að hann leyfði henni
að fara norður til frænda sinna. Hann kveðst það mundu leyfa
henni en sagði að hún skyldi eigi vera lengur en hálfan
mánuð.



Tveir húskarlar fóru með henni og Þórdís fóstra hennar. Þau
riðu norður í Reykjadal. Torfi tók allvel við þeim og bað að
hún væri þar um veturinn og þótti ella ástleysi á finnast við
sig. Hún kvað sér hálfan mánuð lofað burt að vera en eigi
lengur. Torfi kvað ekki á því liggja. Hún lét þá að bæn hans
og eggjan.



Þau fóru þá heimboðum um veturinn og er þau voru að heimboði
niðri í Bæ varð fóstra Signýjar bráðdauð og er jörðuð í
Þórdísarholti. Það er skammt frá Bæ. Mikið þótti Signýju
þetta, fóru síðan heim á Breiðabólstað.



Og litlu síðar fékk Signý sótt þá er hún skyldi léttari verða
og horfði þar mjög þunglega um sóttarfar hennar. Torfi talaði
við hana, kvað sér illa hug sagt hafa um hennar gjaforð, lét
sér og mjög hugstætt til Grímkels alla stund verið hafa. Hún
kvað eigi ólíklegt að til mikils drægi um. Hún fæddi meybarn
bæði mikið og jóðlegt. Torfi vildi eigi láta vatni ausa
barnið fyrr en reiddist um líf Signýjar. Hún andaðist þar
þegar á sænginni.



Þá gerði Torfi sig svo reiðan að hann vildi láta barnið út
bera. Hann bað Sigurð fóstra sinn taka við barninu og fara
með það til Reykjadalsár og tortíma því þar. Sigurður kvað
þetta allilla gert vera en nennti þó eigi að synja Torfa
þessa. Sigurður tók nú við barninu og fór vegar síns. Honum
sýndist vænlegt barnið og því nennti hann eigi að kasta því
út á ána. Hann snýr nú upp til Signýjarstaða og leggur þar
niður barnið í garðshliði og þótti líklegt að það mundi brátt
finnast. Grímur bóndi stóð úti undir húsgafli, Signýjarson.
Hann sá þetta, gengur til og tekur upp barnið og hefir heim
með sér og lætur Helgu konu sína bregðast sjúka og segja hana
hafa fædda mey þessa. Hann lét ausa vatni og nefndi
Þorbjörgu.



Grímur fór heiman til Breiðabólstaðar. Hann sá margt manna
fara úr garði. Þar var fylgt líki Signýjar til graftar.



Torfi sagði Grími andlát móður sinnar "og vil eg lúka þér öll
en þó ættum vér Grímkatli að gjalda það fé en vér viljum þó
allvel til þín gera."



Grímur kvað hann vel segja. Síðan jörðuðu þeir Signýju og
gengu frá síðan.



Nú finnast þeir Sigurður og Grímur. Segist Sigurður vita að
Torfi mun leggja reiði á hann þegar hann veit að hann hefir
líf gefið barninu.



"Eg kann þar ráð til," segir Grímur. "Eg skal koma þér utan
og launa þér svo það happ að þig henti."



Og svo gerði hann. Sendi hann Sigurð suður á Eyrar og fékk
honum tvo hesta og voru klyfjar á öðrum. Þar fór hann utan.



Annan dag eftir kom Torfi til Signýjarstaða og spurði hví
Helga lægi því að hann vissi ekki von vanheilsu hennar. Hann
kenndi nú barnið hjá henni og mælti: "Allmikil dirfð er í
slíku er þið þorið upp að fæða barn það er eg lét út bera."



Helga svarar: "Allnáið var barn þetta Grími og var vorkunn á
þótt hann byrgi því."



Þá spurði Torfi hvar Grímur væri. Hún kvað hann genginn til
verkmanna. Þangað fór Torfi og hitti Grím. Lét Torfi hið
versta og kvað Grím firna djarfan verða sér og spurði hvað
hann vissi til Sigurðar, kvað hann ills verðan fyrir það að
hann hafði rofið skipan hans, lét Grímkel maklegan þvílíkrar
svívirðingar frá sér. Grímur kveðst hafa sent Sigurð vestur í
fjörðu til skips.



Torfi varð reiður við það. Hann tók meyna og nennti eigi að
láta drepa hana því að það var morð kallað að drepa börn frá
því er þau voru vatni ausin. Hann hefir meyna heim og selur
til fósturs ambátt nokkurri og ekki fékk hann henni til klæða
og ekki vildi hann taka af verkum ambáttarinnar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.