Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hallfr ch. 9

Hallfreðar saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hallfr ch. 9)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það sumar fór Hallfreður til Svíþjóðar og kom á fund konungs
og kvaddi hann. Konungur spyr hver hann væri. Hann segir til
sín.Konungur mælti: "Víða ertu nefndur og skáld göfugra manna.""Kvæði hefi eg ort um yður og vildi eg hljóð fá."Konungur játti því. Síðan flutti hann kvæðið. Konungur bauð
honum með sér að vera og gaf honum góðar gjafir.Hallfreður kvaðst eiga bú og konu í hans skattlandi "og vil
eg þangað vitja."Konungur bað hann vel fara.Hallfreður kom aftur til konu sinnar. Þar var hann tvo vetur
og á hinum þriðja vetri var það eina nótt að honum þótti
Ólafur konungur koma til sín og var reiðulegur og kvað hann
mjög kasta kristni sinni: "Far á fund minn og lið þitt."Hallfreður andvarpaði mjög er hann vaknaði. Ingibjörg spyr
hvað hann hefði dreymt.Hann segir henni "eða hversu mun þér um gefið, viltu nokkuð
fara með mér? Á eg þér mikið gott að launa og þá fengi eg þér
helst umbunað ef þú tækir við trú."Hún segir: "Þess er von að þig muni þangað langa og skil eg
að sá mun vera siður miklu betri og mun eg með þér fara."Auðgísl hét son þeirra og var hann þá tvævetur. Þau fara á
fund Ólafs konungs og tók hann vel við Hallfreði og ávítaði
hann þó mjög og bað prest skrifta honum. Ingibjörg fæddi þá
sveinbarn og hét sá sveinn Hallfreður og gaf faðir hans honum
nafn sitt. Var þá Ingibjörg skírð og synir hennar báðir.Ólafur konungur mælti þá við Hallfreð: "Nú skaltu bæta yfir
við guð er þú hefir lengi verið með heiðnum mönnum og gengið
mjög af trúnni."Hann kvaðst það gjarna vilja og orti Uppreistardrápu, gott
kvæði. Þann vetur andaðist Ingibjörg og þótti Hallfreði það
allmikill skaði.Um vorið sagði hann konungi að hann lysti að sjá Ísland.Konungur sagði að það skyldi sem hann vildi: "Hefi eg þig
reynt að góðum dreng en koma mun þar að þú mundir heldur
vilja með mér vera að því skaplyndi sem þú hefir. En þessa
gripi skaltu þiggja af mér, pellsskikkju, hring og hjálm, því
að óvíst er um fundi okkra. Lóga eigi gripunum," segir
konungur, "því að með þér skulu til kirkju fara en í kistu
leggja hjá þér ef þú andast í hafi."Hringurinn stóð þrjá aura.Hallfreði þótti mikið fyrir skilnaði við konung. Auðgísl son
Hallfreðar fór austur til Þóris móðurföður síns. Hallfreði
syni sínum fékk hann fóstur gott.Hallfreður lét í haf. Hann kom skipi sínu í Kolbeinsárós
eftir þing.Hann mælti til skipara sinna: "Ferð liggur fyrir mér suður um
heiði að finna föður minn og skulum vér ríða tólf saman."Nú var skip upp sett en þeir ríða á brott tólf saman og sneru
vestur til Langadals. Þeir voru allir í litklæðum og stefndu
til selja Gríss. Kolfinna var þar og konur nokkurar hjá
henni. Þar voru fleiri sel og stóðu selin í Laxárdal milli
Langadals og Skagafjarðar. Sauðamaður Kolfinnu sagði að tólf
menn riðu að selinu og voru allir í litklæðum.Hún svarar: "Þeir munu eigi kunna leiðina."Hann segir: "Kunnlega ríða þeir þó."Nú koma þeir til seljanna. Kolfinna fagnar vel Hallfreði og
frétti tíðinda.Hann svarar: "Tíðindi eru fá en í tómi munu sögð vera og
viljum vér hér í nótt vera."Hún svarar: "Það vildi eg að þú riðir til veturhúsa og mun eg
fá þér leiðsögumann."Hann kvaðst þar vera vilja."Gefa munum vér yður mat," sagði hún, "ef þér viljið þetta
eitt."Nú stíga þeir af hestum sínum.Og um kveldið er þeir voru mettir sagði Hallfreður: "Það ætla
eg mér að liggja hjá Kolfinnu en eg lofa félögum mínum að
breyta sem þeir vilja."Þar voru fleiri sel og er svo sagt að hver þeirra fengi sér
konu um nóttina.En er þau komu í sæng, Hallfreður og Kolfinna, spyr hann
hversu mart væri um ástir þeirra Gríss. Hún kvað vel vera.Hallfreður segir: "Vera má að svo sé en annað þykir mér
finnast á vísum þeim er þú hefir kveðið til Gríss."Hún kvaðst engar kveðið hafa.Hann segir: "Eg hefi litla stund hér verið og hefi eg heyrt
vísurnar.""Lát mig heyra," segir Kolfinna, "hverninn verki sá er að mér
er kenndur."Leggr að lýsibrekku

leggjar íss af Grísi,

kvöl þolir Hlín hjá honum,

heitr ofremmdar sveiti.

En dreypileg drúpir

dýnu Rán hjá hánum,

leyfi eg ljósra vífa

lund, sem álft á sundi.


"Ekki er slíkt bót annars og mikið undur að hraustur maður
vill slíkt gera."Hallfreður segir: "Enn hefi eg heyrt aðra:"Þrammar svo sem svimmi

sílafullr til hvílu

fúrskerðandi fjarðar

fúlmár á tröð báru

áðr en orfa stríðir

ófríðr þorir skríða,

hann era hlaðs við Gunni

hvílubráðr, und váðir.


Kolfinna segir: "Ekki mun Grís yrkja um þig og sæmdi þér
betur að óvingast eigi svo við hann því að eigi veit hvar
manni mætir."Hallfreður kvað vísu:Lítt mun halr inn hvíti

hjálmgrandr fyrir búr skálmast,

hann muna aura Eirar

án, og Strútr hinn gráni.

Þótt orfþægir eigi

ófríðr stöðul víðan

hirðandi nýtr hjarðar

hjörfangs, og kví langa.


Kolfinna styggðist þá við.Hallfreður kvað vísu:Kolfinna lést kenna,

kveð eg um hlut þenna,

hvat kveða vitru vífi

valda, fúlt af skaldi.

Enn af ungum svanna

auðhnykkjanda þykkir,

óð em eg gjarn að greiða,

ganga dýrlegr angi.


Smalamaður reið brott um nóttina og sagði Grís hvað komið var
en hann reið heiman við tuttugu menn.Snemma um morguninn búast þeir Hallfreður og áður hann steig
á hest kvað hann vísu:Lítt hirði eg, lautar

lundr hefir hætt til sprunda

viggs, þótt verði hogginn

varrar, í höndum svarra

ef eg næði, Sif slæðu,

sóma, karms, meðal arma.

Máttkat eg láss um ljósa

lind oftrega bindast.


Síðan hljóp hann á bak og brosti.Kolfinna mælti: "Hví brosir þú nú?"Hann kvað vísu:Veitkat eg hitt hvað verða

ver glóðar skal tróðu,

renni ást til Unnar

unnar dags, á munni

ef fjölgegnir fregna

fagnendr jötuns sagna,

fló eg af galtar grísi

geitbelg, hvað mig teitir.


Hallfreður vildi gefa Kolfinnu skikkjuna konungsnaut en hún
vildi eigi þiggja.Og áður þeir riðu brott kvað hann vísu:Heim koma hirði-Naumur

hams er góðr á fljóðum,

sævar báls frá seljum

sléttfjallaðar allar.

Nú sel eg af þótt ýfist

ölbekkjar Syn nakkvað,

hverr taki seggr við svarra

sínum, ábyrgð mína.


Eftir það ríða þeir á brott.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.