Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hallfr ch. 8

Hallfreðar saga 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hallfr ch. 8)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Að kveldi eins dags heyrði hann við felldan og reið þangað
eftir. Þá varð rjóður fyrir honum og var þar maður og hjó
við. Hann var búandlegur og rauðskeggjaður, skolbrúnn og
heldur illmannlegur. Sjá maður heilsar honum. Hallfreður spyr
hver hann væri.Hann kvaðst Björn heita "og far með mér til gistingar."Hann þiggur það. Björn var allbeinn við hann. Bóndi lá í
lokhvílu en Hallfreður í annarri. Hann grunar Björn og stóð
upp undir tjaldið með brugðið konungsnaut. Og í því lagði
Björn í rúmið en Hallfreður hjó hann banahögg. Húsfreyja bað
menn upp standa og taka þenna glæpamann. Menn báru klæði á
vopn Hallfreðar og var hann handtekinn og bundinn.Síðan voru send orð þeim manni er Ubbi hét. Hann átti sér
bróður er Þórir hét. Hann var þar höfðingi. Hann átti dóttur
er Ingibjörg hét. Hana hafði átt Auðgísl og var hinn mesti
kvenskörungur. Nú koma menn til fundar þessa að dæma
Hallfreð. Þar kom Þórir og Ubbi og Ingibjörg. Og kom það
ásamt með þeim að hafa Hallfreð til blóta. Hann gekk að
Ingibjörgu og kvaddi hana og kvaðst hafa þar gripi er Auðgísl
hafði sent henni.Hún segir: "Kenni eg gripina."Hann segir henni alla söguna og kvað hann vísu:Svo hef eg hermila harma,

hug-Baldr, í gný skjalda,

baugs erum svipr að sveigi,

sárlinns, rekið minna

en lofhnugginn liggja

lét eg Baldr roðins skjaldar,

ek hefndi svo okkar

Auðgísli hjá dauðan.


Ingibjörg spurði vandlega að um atburði.Ek bar elda stökkvi

ölna skeiðs af reiði

lagði eg hendr að hundi,

hunds glævara mundar.

Stendr ei sá sendir

síðan Hlakkar skíða

bál rauð eg Yggjar éla,

éls við þjóð á vélum.


Ingibjörg mælti: "Sé eg að þú munt með sönnu fara og skaltu
fara heim með mér."Fór Hallfreður heim með henni og var þá stirður af böndum og
lét hún næra hann. Þau Þórir og Ingibjörg sendu menn á
fjallið og fundu þar þau merki öll er Hallfreður hafði sagt.
Var það allmikið fé er þaðan var flutt. Var það allra
samþykki landsmanna að Hallfreður tæki fé það er Önundur
hafði átt og héldu þeir mikið tal af honum.Hallfreður lagði hug á Ingibjörgu og bað hennar.Hún segir: "Eigi mun þá vel fyrir öllu séð er þú ert kristinn
og hér útlendur en þú skalt finna föður minn ef þú vilt."Hann gerir svo og tjár þetta fyrir Þóri og verða þeir vel
ásáttir. Gekk svo til að Hallfreður fékk Ingibjargar og unni
mikið. Þar stóð saman auður mikill og hafði Hallfreður þar
virðingar miklar. Það hafði hann helst til trúar að hann blés
í kross yfir drykk sínum áður hann drakk en fátt söng hann.Eitt sinn talaði hann fyrir Ingibjörgu: "Eg ætla mér að fara
á fund Ólafs Svíakonungs og færa honum kvæði er eg hefi ort
um hann."Hún kvaðst ætla að hann mundi heyra vilja lofið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.