Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hallfr ch. 10

Hallfreðar saga 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hallfr ch. 10)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú kemur Grís til seljanna. Kolfinnu var skapþungt. Grís sá
það.Hann kvað vísu:Nú þykkir mér nokkur,

námskorð, vera orðinn,

lít eg á sumt um sveitir,

sveimr, meðan eg var heiman.

Hér hafa gestir gerva,

gengr út kona þrútin,

þerrir sjálegr svarri,

slaug, þunglega augu.


Þar var með Grísi Einar son Þóris Þrándarsonar. Grís vill
eftir ríða en Kolfinna latti og kvað eigi víst hvort hans
hlutur batnaði við. Grís vill þó eftir ríða. Þeir riðu fram
hjá Auðólfsstöðum til Blöndu. Þá voru þeir Hallfreður komnir
á miðja ána. Þá skaut Grís spjóti til Hallfreðar en hann tók
á lofti og skaut aftur til Gríss en Einar brá við exi.
Spjótið kom fyrir brjóst Einari og fékk hann bana. Grís kvað
Hallfreð renna. Hann kvaðst eigi mundu fara lengra en af ánni
og bað þá að sækja en Grís reið eigi að. Þá lögðu menn það
til að Hallfreður skyldi bæta Grísi fyrir ósóma þann allan er
hann hafði gert honum. Hallfreður spyr hvers hann beiddist.Grís svarar: "Því mundi eg una ef eg hefði hringa báða,
jarlsnaut og konungsnaut."Hallfreður svarar: "Fyrr mun annað að berast."Og skildu við það.Hallfreður reið suður til bróður síns, en þá var faðir hans
andaður, og var þar um veturinn.Og um vorið er hann fór norður þá rak á fyrir þeim hríð.
Hallfreður kvað það vera gjörningaveður. Þeir riðu ofan eftir
Vatnsdal þar til að fyrir þeim varð einn garður og spruttu
þar upp tuttugu menn. Þar var kominn Már af Mársstöðum. Hann
hleypur fyrir Hallfreð en Hallfreður höggur þegar til hans en
Már brá fyrir blóttrugli og varð hann ekki sár. Hallfreður
reið þá úr garðshliðinu.Már kallaði: "Sækjum að þeim."Hallfreður kvað vísu:Mjök tegast sveimasökkvir,

snót, verð eg þegns fyrir hótum,

vér munum dag hvern dýra,

dulrækinn mig sækja.

Heldr mun hæli-Baldri

hrævinns fyrir því minna,

von erumk slíks, að sleikja

sinn blóttrygil innan.


Skildu þeir við svo búið.Húnröður hét maður er bjó að Móbergi. Grís var þingmaður
hans. Þorkell krafla bjó þá að Hofi en Ingólfur var dauður.Þenna vetur orti Hallfreður vísur um Grís og er Grís frá það
fór hann til móts við Húnröð og bað hann ráðagerðar "því að
Hallfreður herðir að eins fjandskap við mig."Húnröður segir: "Þess fýsi eg þig að þú búir mál til og
stefnir Hallfreði til Húnavatnsþings."Grís gerði svo, reið suður um vorið til Hreðuvatns því að
þeir Galti og Hallfreður bjuggu þar þá. Grís stefndi
Hallfreði um víg Einars til Húnavatnsþings.Og er þeir voru brottu mælti Galti við Hallfreð: "Hver er
tilætlan þín um mál þetta?"Hann svarar: "Eg ætla að sækja traust Þorkels mágs míns."Þeir riðu sunnan um vorið og voru saman þrír tigir. Þeir
gistu að Hofi. Hallfreður spurði Þorkel hvert traust hann
skyldi þar eiga. Þorkell kvaðst mundu veita að málum ef boðin
væri nokkur sæmd. Nú koma menn til þings og á þinginu gengu
þeir Hallfreður og Galti til búðar Þorkels og fréttu hvar
koma skyldi.Hann segir: "Eg mun bjóðast til gerðar ef þér viljið það
hvorirtveggju og mun eg þá leita um sættir."Ganga þeir nú út úr búðinni en Brandur Ávaldsson bróðir
Kolfinnu lá á búðarveggnum. Hann hjó Galta banahögg í því er
hann gekk út. Hallfreður sagði Þorkatli vígið.Þorkell gekk með honum til búðar Gríss og bað hann fram selja
manninn "ella munum vér brjóta upp búðina."Þá hljóp Hildur móðir Brands í dyrnar og spyr hvað Þorkell
vildi. Hann segir erindið.Hildur mælti: "Eigi mundi þér það í hug að drepa son minn þá
er eg skaut þér undan skikkjuskauti mínu og firrði þig bana
eftir víg Glæðis þá er þeir Þorgils og Þorvaldur vildu drepa
þig."Þorkell mælti: "Liðið er nú það. Gangi konur út úr búðinni og
viljum vér leita mannsins."Brandur var faldinn og komst hann svo út og hittist hann
eigi. Þorkell kvað hann farinn mundu til búðar Húnröðar.Hallfreður mælti þá: "Grunur er mér nú á um liðveisluna og
býð eg nú Grísi hólmgöngu."Grís kvað hann það boðið hafa fyrr.Þá kvað Hallfreður vísu:Þá mun reyndr að ráðnu

róghnykkjöndum þykkja

mans að málma sennu

minn hugr við Kolfinnu

ef svo að ör á eyri

uppsátrs boði, máta

vel hyggjum það, viggjar

vísar mér að Grísi.


Grís hafði í hendi sverðið það er Garðskonungur hafði gefið
honum.Hallfreður sá einn dag hvar Kolfinna gekk. Hann kvað vísu:Þykkir mér er eg þekki

þunnísunga Gunni

sem fleybrautar fljóti

fley meðal tveggja eyja.

En þá er sér á Ságu

saums í kvenna flaumi

sem skrautbúin skríði

skeið með gylltum reiða.


Það var um nóttina áður þeir skyldu berjast að Hallfreður
svaf í sæng sinni. Honum þótti Ólafur konungur koma að sér og
þóttist hann verða feginn og þó hræddur.Konungur mælti: "Svefns er þér en þó mun þér sem þú vakir. Þú
ætlast ógott ráð fyrir að berjast við Grís við ill málaefni.
En hann hefir svo fyrir mælt og beðið guð að sá ykkar skyldi
sigur fá er betri málaefni hefði. Haf ráð mitt, tak með
þökkum að engi hólmganga verði og bæt fé. En á morgun er þú
ert klæddur gakk út á holt það er hjá þingstaðnum er þar sem
götur mætast. Menn muntu sjá ríða og haf við þá tal og kann
vera að þér þyki þá annað meira vert en hólmganga Gríss og
hirð eigi þótt honum þyki sem þú hræðist."Hallfreður vaknar og íhugar hvað fyrir hann hefir borið og
segir þeim manni er hjá honum var.Sá svarar: "Hræðist þú nú grísinn og væri betra að hafa tekið
fyrr gott ráð þá er hann mælti vel til en nú mun virt af
óvinum þínum sem þú þorir eigi að berjast."Hallfreður mælti: "Virði það hver sem vill. Hafa skal eg ráð
Ólafs konungs. Þau munu mér best gefast."Um morguninn gekk hann út á holtið og sá menn ríða í
litklæðum að sér. Hann spurði þá tíðinda en þeir sögðu fall
Ólafs konungs. Hallfreði varð svo við sem hann væri steini
lostinn og gekk þegar heim til búðar með miklum harmi og
lagðist þegar niður í rúm sitt. Þá mæltu Gríss menn að honum
yrði lítilmannlega.Grís svarar: "Það er ekki á þá leið. Minna sóma hafði eg af
Garðskonungi og þóttu mér þau mest tíðindi er eg missti
höfðingja míns. Er heit lánardrottins ást og er gott er eg
skal eigi berjast við konungsgiftuna. Vil eg enn að Þorkell
dæmi sem ætlað var."Þorkell mælti: "Eg mun nú taka máli fyrir Hallfreð og sætta
ykkur."Þessu játti Hallfreður."Það er gerð mín," segir Þorkell, "að víg Einars komi fyrir
víg Galta og þar með heimsókn við Kolfinnu fyrir mannamun en
fyrir Gríssvísur skal Hallfreður gefa Grísi grip einn góðan."Þá kvað Hallfreður vísu:Auðs hef eg illrar tíðar

alldrengilega fengið,

mig hefir gæddan gulli

gramr og jarl, of framdan,

ef glapskyldir gjalda,

gjálfrteigs og hef eg eigi

mörk, fyrir minnstan verka

matvísum skal eg Grísi.


Þorkell bað hann hætta verkanum "og lát fram grip nokkurn
þótt eigi sé af konungsnautum."Þá lét Hallfreður fram hringinn Sigvaldanaut og skildu að
því.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.