Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GullÞ ch. 3

Gull-Þóris saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GullÞ ch. 3)

UnattributedGull-Þóris saga
234

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn dag er þeir félagar reru á fiski og komu síð að
landi. Úlfur gekk í móti þeim og er þeir höfðu búið um skip
sitt sá Þórir hvar eldur var nær sem lýsti af tungli og brá
yfir blám loga. Þórir spurði hvað lýsu það væri.



Úlfur segir: "Ekki skuluð þér það forvitnast því að það er
ekki af manna völdum."



Þórir svarar: "Því mun eg þó eigi vita mega þótt tröll ráði
fyrir?"



Úlfur kvað það vera haugaeld. Þá grófst Þórir eftir.



En Úlfur segir að lyktum og mælti: "Agnar hét berserkur son
Reginmóðs hins illa. Hann lét gera haug þenna og gekk þar í
með skipshöfn sína alla og mikið fé annað. Hann ver hauginn
með tröllskap síðan svo að engi má nær koma en margir eru
dauðir er til hafa komið að brjóta eða ella hafa þeim orðið
önnur skyrsi og eigi vitum vér hvort hann tryllist dauður eða
kvikur."



Þórir mælti: "Vel er nú mælt og það er nú drengilegra að afla
þar fjár en róa til fiska og þar skal til hætta."



Úlfur latti hann mjög og allir félagar Þóris og kvað Úlfur ei
hlýða mundu að farið væri. Þórir kveðst eigi að síður fara
mundu. Svo er sagt að Ketilbjörn einn vildi fara með Þóri og
bar engi annar áræði til hans félaga. Þeir áttu að fara í
fjallshlíð nokkura til haugsins og er þeir komu upp í hlíðina
laust í móti þeim svo miklu fárviðri að hvorgi mátti upp
standa. Þeir höfðu milli sín eitt snæri og gekk Þórir fyrir
meðan hann mátti. En um síðir tók upp hvorntveggja og kastaði
ofan fyrir hlíðina og nú festir snærið um stein einn mikinn
en þeir voru ákafa móðir og lágu þar til þess er svefn féll á
þá.



Þá dreymdi Þóri að maður kom að honum mikill í rauðum kyrtli
og hafði hjálm á höfði og sverð búið í hendi. Hann hafði um
sig digurt belti og þar á góðan hníf og glófa á höndum. Var
þessi maður mikilúðlegur og virðulegur.



Hann mælti reiðulega til Þóris og stakk á honum döggskónum og
bað hann vaka og mælti: "Ills manns efni ertu er þú vilt ræna
frændur þína, en eg vil," sagði hinn komni maður, "gera til
þín verðleikum betur því að eg er bróðir föður þíns og
sammæður við hann. Eg vil gefa þér gjafir til þess að þú
hverfir aftur og leitir annarra féfanga. Þú skalt þiggja að
mér kyrtil góðan, þann er þér mun hlífa við eldi og vopnum,
og þar með hjálm og sverð. Eg skal og gefa þér glófa þá er þú
munt enga fá slíka því að liði þínu mun óklaksárt verða ef þú
strýkur þeim með. Þessa glófa skaltu á höndum hafa þá er þú
bindur sár manna og mun skjótt verk úr taka. Hníf og belti
læt eg hér eftir og það skaltu jafnan á þér hafa. Eg mun og
gefa þér tuttugu merkur gulls og tuttugu merkur silfurs."



Þórir þóttist svara að honum þótti þetta of lítið af svo
nánum frænda og féríkum og lést eigi aftur munu hverfa við
litla fémútu.



"Vissi eg ei," segir Þórir, "að tröll væri mér svo nær í ætt
áður þú sagðir mér. En engrar eirðar ættir þú af mér von ef
ei væri frændsemi með okkur."



Agnar segir: "Seint munu þín augu fyllt verða á fénu og því
máttu vorkynna mér," sagði Agnar, "að mér þyki féð gott því
að þú munt ærið mjög elska féð áður lýkur."



Þórir segir: "Ekki hirði eg um illspár þínar. En þiggja vil
eg að þú vísir mér til meiri févonar ef þú vilt þitt fé undan
þiggja."



"Heldur vil eg það," segir Agnar, "en deila illdeildum við
þig. Valur hét víkingur er átti gull mikið. Hann bar féið
undir helli einn norður við Dumbshaf og lagðist á síðan og
synir hans með honum og urðu allir að flugdrekum. Þeir hafa
hjálma á höfðum og sverð undir bægslum. Nú er hér kálkur er
þú skalt drekka af tvo drykki en förunautur þinn einn drykk
en þá verður eftir það sem má."



Síðan vaknar Þórir og voru þessir hlutir allir þar í hjá
honum er Agnar gaf honum. Ketilbjörn vaknar og hafði heyrt
allt þeirra viðurmæli og svo séð hvar Agnar fór. Hann bað
Þóri taka þenna kost. Eftir það tók Þórir kálkinn og drakk af
tvo drykki en Ketilbjörn einn. Þá var enn eftir í kálkinum.
Þórir setti þá á munn sér og drakk af allt.



Nú féll á þá svefn. Agnar kom þá enn og ávítaði Þóri er hann
hafði allt úr drukkið kálkinum og kvað hann þess drykkjar
gjalda mundu hinn síðara hlut ævi sinnar. Agnar segir þeim
fyrir marga hluti þá er fram komu síðar og lagði ráð til með
Þóri hversu hann skyldi vinna hellinn Vals víkings.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.