Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GullÞ ch. 4

Gull-Þóris saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GullÞ ch. 4)

UnattributedGull-Þóris saga
345

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir það vitkuðust þeir og vakna, fóru heim síðan. Þeir
sögðu Úlfi hvað fyrir þá hafði borið og báðu hann vísa sér
til hellis Vals. Úlfur latti þá þeirrar ferðar og bauð þeim
fé til að þeir færu eigi og segir engan aftur hafa komið,
þann er farið hafði, en kvað illt þykja að þeir menn týndust
er Sigmundur vin hans hafði sent honum.



En Þórir vill fara fyrir hvern mun. Og litlu síðar ráðast
þeir félagar til ferðar og fara norður fyrir Finnmörk þar til
er þeir koma norður fyrir Blesaverg. Svo heitir fjallið það
er hellir Vals var í en það er norður við Dumbshaf. Þar
fellur á mikil í gljúfrunum fram af bergi og allt út í sjó.
Þórir kenndi þá að þeir voru þar komnir sem honum var til
vísað. Þeir fóru á bergið og höfðu þann umbúnað er Agnar
hafði kennt þeim, hjuggu upp tré mikið og færðu limarnar fram
af berginu og báru grjót á rótina. Síðan tóku þeir kaðal og
festu við limarnar. Þá bauð Þórir sínum förunautum að fara og
hafa fé það er fengi. En engi þeirra bar traust til að ná
hellinum þótt engi væri önnur hætta en sú og báðu þeir hann
frá hverfa.



Þórir segir: "Ekki mun nú það verða. Er það líkast að eg
hætti á og hafi eg fé skuldlaust slíkt er fæst."



Þeir létust eigi mundu til fjár kalla og sögðu hann ærið til
vinna ef hann næði. Þeir fundu að Þórir var allur maður annar
en hann hafði verið. Þórir fór af klæðum sínum og gerði sig
léttbúinn. Hann fór í kyrtil Agnarsnaut og tók glófana,
beltið og hnífinn og línu mjóva er Agnar fékk honum. Hann
hafði snærisspjót er faðir hans gaf honum. Gekk hann svo fram
á tréið. Þá skaut hann spjótinu yfir ána og festi það
öðrumegin árinnar í viðinum. Eftir það fór hann í festina og
lét línuna draga sig af berginu undir fossinn.



Og er Ketilbjörn sá það lést hann fara vilja með Þóri og kvað
eitt skyldu yfir þá ganga. Fer hann þá ofan með strenginum.
Þórhallur Kinnarson kveðst og fara vilja en Þrándur langi
kvað Sigmund eigi það spyrja skulu að hann þyrði eigi að
fylgja þeim er hann hafði þó heitið sinni liðveislu. Þórir
var nú kominn í hellinn og dró þá til sín hvern er ofan kom.



Bergsnös nokkur gekk fram við sjóinn allt fyrir fossinn og
fóru þeir Björn Beruson og Hyrningur þar á fram og þaðan upp
undir fossinn. Þeir höfðu þar tjald hjá snösinni því að eigi
mátti nær vera fossinum fyrir skjálfta og vatnfalli og regni.



Þeir Þórir tendruðu ljós í hellinum og gengu þar til er vindi
laust í móti þeim og slokknuðu þá login. Þá hét Þórir á Agnar
til liðs og þegar kom elding mikil frá hellisdyrunum og gengu
þá um stund við það ljós þar til er þeir heyrðu blástur til
drekanna. En jafnskjótt sem eldingin kom yfir drekana þá
sofna þeir allir. En þá skorti eigi ljós er lýsti af gulli
því er þeir lágu á. Þeir sáu hvar sverð voru og komu upp hjá
þeim meðalkaflarnir. Þeir Þórir þrifu þá skjótt til sverðanna
og síðan hlupu þeir yfir drekana og lögðu undir bægsl þeim og
svo til hjartans. Þórir fékk tekið hjálminn af hinum mesta
drekanum. Og í þessi svipan þrífur hinn mesti drekinn Þránd
lang og fló með hann út úr hellinum og þegar hver að öðrum og
hraut eldur af munni þeim með miklu eitri.



Nú sáu þeir er úti voru að glæddi úr fossinum. Þeir hlupu úr
tjaldinu. En drekarnir flugu upp úr fossinum og sáu þeir
Björn að einn drekinn hafði mann í munni sér. Þóttust þeir þá
vita að allir mundu þeir látnir er í hellinn höfðu farið.
Hinn mesti drekinn flaug lengst, sá er manninn hafði í munni.
Og er þeir flugu upp yfir bergsnösina hljóp hann Björn þá upp
á bergið og lagði málaspjóti á drekanum. En er hann hreppti
áverkann þá hljóp úr sárinu mikið blóð í andlit honum og fékk
hann af því skjótan bana en blóðið og eitrið kom á fót
Hyrningi og sló þar í æðiverk svo að hann mátti trautt
standast.



Nú er að segja frá Þóri og hans félögum að þeir afla sér
mikils fjár í hellinum svo að það var margra manna fullfengi
í gulli og mörgum dýrgripum. Er svo sagt að þeir hafi á
þriðja degi verið í Valshelli. Síðan las Þórir sig fyrstur
upp og dró upp fé og þá félaga sína. Tók hann þá fót Hyrnings
og strauk með glófunum og tók þegar úr allan verkinn. Nú
skyldi Þórir skipta fénu og varð einn hluturinn ávallt mestur
og fór svo nokkurum sinnum.



Þá mælti Ketilbjörn: "Fóstbróðir," sagði hann, "þú hefir mest
unnið til fjár þessa. Nú vil eg gefa þér minn hlut."



Þá mælti Þórhallur þvílíkum orðum. Þórir varð allléttbrúnn
við þetta og varðveitir nú féið. En skipt var gullinu
Agnarsnaut með félögum Þóris og hefir hver þeirra mörk gulls.
Hann gaf og sinn grip hverjum þeirra. Hyrningi gaf hann
sverðið Agnarsnaut. Eftir það fóru þeir aftur til Úlfs og
vildi Þórir segja frá tíðindum. Þeir dvöldust um hríð með
Úlfi og gerði Þórir þá járnviðjar um kistur sínar og læsti
vandlega Valshellisgull og lét alla sína félaga á sinn kost
þann vetur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.