Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 64

Grettis saga Ásmundarsonar 64 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 64)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
636465

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Steinn hét prestur er bjó að Eyjardalsá í Bárðardal. Hann var
búþegn góður og ríkur að fé. Kjartan hét son hans, röskur
maður og vel á legg kominn.Þorsteinn hvíti hét maður er bjó að Sandhaugum, suður frá
Eyjardalsá. Steinvör hét kona hans, ung og glaðlát. Þau áttu
börn og voru þau ung í þenna tíma. Þar þótti mönnum reimt
mjög sakir tröllagangs.Það bar til tveim vetrum fyrr en Grettir kom norður í sveitir
að Steinvör húsfreyja að Sandhaugum fór til jólatíða til
Eyjardalsár eftir vana en bóndi var heima. Lögðust menn niður
til svefns um kveldið. Og um nóttina heyrðu menn brak mikið í
skálann og til sængur bónda. Engi þorði upp að standa að
forvitnast um því að þar var fámennt mjög. Húsfreyja kom heim
um morguninn og var bóndi horfinn og vissi enginn hvað af
honum varð orðið. Liðu svo hin næstu misseri.En annan vetur eftir vildi húsfreyja fara til tíða. Bað hún
húskarl sinn heima vera. Hann var tregur til en bað hana
ráða. Fór þar allt á sömu leið sem fyrr að húskarl var
horfinn. Þetta þótti mönnum undarlegt. Sáu menn þá
blóðdrefjar nokkurar í útidyrum. Þóttust menn það vita að
óvættir mundu hafa tekið þá báða. Þetta fréttist víða um
sveitir.Grettir hafði spurn af þessu og með því að honum var mjög
lagið að koma af reimleikum eða afturgöngum þá gerði hann
ferð sína til Bárðardals og kom aðfangadag jóla til
Sandhauga. Hann duldist og nefndist Gestur. Húsfreyja sá að
hann var furðu mikill vexti en heimafólk var furðu hrætt við
hann. Hann beiddist þar gistingar.Húsfreyja kvað honum mat til reiðu "en ábyrgst þig sjálfur."Hann kvað svo vera skyldu "mun eg vera heima," segir hann,
"en þú far til tíða ef þú vilt."Hún svarar: "Mér þykir þú hraustur ef þú þorir heima að
vera.""Ei læt eg mér að einu getið," sagði hann."Illt þykir mér heima að vera," segir hún, "en ekki kemst eg
yfir ána.""Eg skal fylgja þér yfir," segir Gestur.Síðan bjóst hún til tíða og dóttir hennar með henni, lítil
vexti. Hláka mikil var úti og áin í leysingum. Voru á henni
jakaför.Þá mælti húsfreyja: "Ófært er yfir ána bæði mönnum og
hestum.""Vöð munu á vera," kvað Gestur, "og verið ekki hræddar.""Ber þú fyrst meyna," kvað húsfreyja, "hún er léttari.""Ekki nenni eg að gera tvær ferðir að þessu," segir Gestur,
"og mun eg bera ykkur á handlegg mér."Hún signdi sig og mælti: "Þetta er ófæra eða hvað gerir þú þá
af meynni?""Sjá mun eg ráð til þess," segir hann og greip þær upp báðar
og setti hina yngri í kné móður sinnar og bar þær svo á
vinstra armlegg sér en hafði lausa hina hægri hönd og óð svo
út á vaðið. Eigi þorðu þær að æpa, svo voru þær hræddar. En
áin skall þegar upp á brjósti honum. Þá rak að honum jaka
mikinn en hann skaut við hendi þeirri er laus var og hratt
frá sér. Gerði þá svo djúpt að strauminn braut á öxlinni. Óð
hann sterklega þar til er hann kom að bakkanum öðrumegin og
fleygir þeim á land.Síðan sneri hann aftur og var þá hálfrökkvað er hann kom heim
til Sandhauga og kallaði til matar. Og er hann var mettur bað
hann heimafólk fara innar í stofu. Hann tók þá borð og lausa
viðu og rak um þvera stofuna og gerði bálk mikinn svo að engi
heimamaður komst fram yfir. Enginn þorði í móti honum að mæla
og í öngum skyldi kretta. Gengið var í hliðvegginn stofunnar
inn við gaflhlaðið og þar þverpallur hjá. Þar lagðist Gestur
niður og fór ekki af klæðunum. Ljós brann í stofunni gegnt
dyrum. Liggur Gestur svo fram á nóttina.Húsfreyja kom til Eyjardalsár til tíða og undruðu menn um
ferðir hennar yfir ána. Hún sagðist eigi vita hvort hana
hefði yfir flutt maður eða tröll.Prestur kvað mann víst vera mundu "þó að fárra maki sé og
látum hljótt yfir," sagði hann. "Má vera að hann sé ætlaður
til að vinna bót á vandræðum þínum."Var húsfreyja þar um nóttina.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.