Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 65

Grettis saga Ásmundarsonar 65 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 65)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
646566

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er frá Gretti það að segja að þá er dró að miðri nótt
heyrði hann út dynur miklar. Því næst kom inn í stofuna
tröllkona mikil. Hún hafði í hendi trog en annarri skálm
heldur mikla. Hún litast um er hún kom inn og sá hvar Gestur
lá og hljóp að honum en hann upp í móti og réðust á grimmlega
og sóttust lengi í stofunni. Hún var sterkari en hann fór
undan kænlega en allt það sem fyrir þeim varð brutu þau,
jafnvel þverþilið undan stofunni. Hún dró hann fram yfir
dyrnar og svo í anddyrið. Þar tók hann fast í móti. Hún vildi
draga hann út úr bænum en það varð eigi fyrr en þau leystu
frá allan útidyraumbúninginn og báru hann út á herðum sér.
Þæfði hún þá ofan til árinnar og allt fram að gljúfrum. Þá
var Gestur ákaflega móður en þó varð annaðhvort að gera að
herða sig ella mundi hún steypa honum í gljúfrin. Alla
nóttina sóttust þau. Eigi þóttist hann hafa fengist við
þvílíkan ófagnað fyrir afls sakir. Hún hafði haldið honum svo
fast að sér að hann mátti hvorigri hendi taka til nokkurs
utan hann hélt um hana miðja, kvinnuna. Og er þau komu á
árgljúfrið bregður hann flagðkonunni til sveiflu. Í því varð
honum laus hin hægri hendi. Hann þreif þá skjótt til saxins
er hann var gyrður með og bregður því, höggur þá á öxl
tröllinu svo að af tók höndina hægri og svo varð hann laus en
hún steyptist í gljúfrin og svo í fossinn.



Gesturinn var þá bæði stirður og móður og lá þar lengi á
hamrinum. Gekk hann þá heim er lýsa tók og lagðist í rekkju.
Hann var allur þrútinn og blár.



Og er húsfreyja kom frá tíðum þótti henni heldur raskað um
híbýli sín. Gekk hún þá til Gests og spurði hvað til hefði
borið er allt var brotið og bælt. Hann sagði allt sem farið
hafði. Henni þótti mikils um vert og spurði hver hann var.
Hann sagði þá til hið sanna og bað sækja prest og kvaðst
vildu finna hann. Var og svo gert.



En er Steinn prestur kom til Sandhauga varð hann brátt þess
vís að þar var kominn Grettir Ásmundarson er Gestur nefndist.
Prestur spurði hvað hann ætlaði af þeim mönnum mundi vera
orðið er þar höfðu horfið. Grettir kvaðst ætla að í gljúfrin
mundu þeir hafa horfið. Prestur kvaðst ei kunna að leggja
trúnað á sagnir hans ef engi merki mætti til sjá. Grettir
segir að síðar vissu þeir það gerr. Fór prestur heim. Grettir
lá í rekkju margar nætur. Húsfreyja gerði við hann harðla
vel. Og leið svo af jólin.



Þetta er sögn Grettis að tröllkonan steyptist í gljúfrin
niður er hún fékk sárið, en Bárðardalsmenn segja að hana
dagaði uppi þá er þau glímdu, sprungið þá að hann hjó af
henni höndina og standi þar enn í konulíking á bjarginu. Þeir
dalbúarnir leyndu þar Gretti um veturinn.



Eftir jól var það einn dag að Grettir fór til Eyjardalsár og
er þeir Grettir fundust og prestur mælti Grettir: "Sé eg það
prestur," segir hann, "að þú leggur lítinn trúnað á sagnir
mínar. Nú vil eg að þú farir með mér til árinnar og sjáir
hver líkindi þér þykir á vera."



Prestur gerði svo. En er þeir komu til fossins sáu þeir skúta
upp undir bergið. Það var meitilberg svo mikið að hvergi
mátti upp komast og nær tíu faðma ofan að vatninu. Þeir höfðu
festi með sér.



Þá mælti prestur: "Langt um ófært sýnist mér þér niður að
fara."



Grettir svarar: "Fært er víst en þeim mun best, þeir sem
ágætismenn eru. Mun eg forvitnast hvað í fossinum er en þú
skalt geyma festar."



Prestur bað hann ráða og keyrði niður hæl á berginu og bar að
grjót.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.