Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 33

Grettis saga Ásmundarsonar 33 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 33)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
323334

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið fékk Þórhalli sér hjón og gerði bú á jörðu sinni.
Tók þá að minnka afturgangur meðan sólargangur var mestur.
Leið svo fram á miðsumar.



Þetta sumar kom út skip í Húnavatni. Þar var á sá maður er
Þorgautur hét. Hann var útlendur að kyni, mikill og sterkur.
Hann hafði tveggja manna afl. Hann var laus og einn fyrir
sér. Hann vildi fá starfa nokkurn því hann var félaus.



Þórhallur reið til skips og fann Þorgaut, spurði ef hann
vildi vinna fyrir honum. Þorgautur kvað það vel mega vera og
kveðst eigi vanda það.



"Svo skaltu við búast," segir Þórhallur, "sem þar sé ekki
veslingsmönnum hent að vera fyrir afturgöngum þeim er þar
hafa verið um hríð en eg vil ekki þig á tálar draga."



Þorgautur svarar: "Eigi þykist eg upp gefinn þó að eg sjái
smávofur. Mun þá eigi öðrum dælt ef eg hræðist og ekki bregð
eg vist minni fyrir það."



Nú semur þeim vel kaupstefnan og skal Þorgautur gæta sauðfjár
að vetri. Leið nú af sumarið. Tók Þorgautur við fénu að
veturnóttum. Vel líkaði öllum við hann. Jafnan kom Glámur
heim og reið húsum.



Það þótti Þorgauti allkátlegt og kvað þrælinn þurfa mundu nær
að ganga "ef eg hræðist."



Þórhallur bað hann hafa fátt um "er best að þið reynið ekki
með ykkur."



Þorgautur mælti: "Sannlega er skekinn þróttur úr yður og dett
eg ekki niður milli dægra við skraf þetta."



Nú fór svo fram um veturinn allt til jóla. Aðfangakveld jóla
fór sauðamaður til fjár.



Þá mælti húsfreyja: "Þurfa þætti mér að nú færi eigi að
fornum brögðum."



Hann svarar: "Ver ekki hrædd um það húsfreyja," sagði hann.
"Verða mun eitthvert sögulegt ef eg kem ekki aftur."



Síðan gekk hann aftur til fjár síns. Veður var heldur kalt og
fjúk mikið. Því var Þorgautur vanur að koma heim þá er
hálfrökkvað var en nú kom hann ekki heim í það mund. Komu
tíðamenn sem vant var. Þegar þótti mönnum eigi ólíkt á
horfast sem fyrr. Bóndi vildi leita láta eftir sauðamanni en
tíðamenn töldust undan og sögðust eigi mundu hætta sér út í
tröllahendur um nætur og treystist bóndi eigi að fara og varð
ekki af leitinni.



Jóladag er menn voru mettir fóru menn til og leituðu
sauðamanns. Gengu þeir fyrst til dysjar Gláms því að menn
ætluðu af hans völdum mundi orðið um hvarf sauðamanns. En er
þeir komu nær dysinni sáu þeir þar mikil tíðindi og þar fundu
þeir sauðamann og var hann brotinn á háls og lamið sundur
hvert bein í honum. Síðan færðu þeir hann til kirkju og varð
öngum manni mein að Þorgauti síðan. En Glámur tók að magnast
af nýju. Gerði hann nú svo mikið af sér að menn allir stukku
burt af Þórhallsstöðum utan bóndi einn og húsfreyja.



Nautamaður hafði þar verið lengi hinn sami. Vildi Þórhallur
hann ekki lausan láta fyrir góðvilja sakir og geymslu. Hann
var mikið við aldur og þótti honum mikið að fara á burt. Sá
hann og að allt fór að ónytju það er bóndi átti ef engi
geymdi.



Og einn tíma eftir miðjan vetur var það einn morgun að
húsfreyja fór til fjóss að mjólka kýr eftir tíma. Þá var
alljóst því að engi treystist fyrr úti að vera annar en
nautamaður. Hann fór út þegar lýsti. Hún heyrði brak mikið í
fjósið og beljan öskurlega. Hún hljóp inn æpandi og kvaðst
eigi vita hver ódæmi um væru í fjósinu. Bóndi gekk út og kom
til nautanna og stangaði hvert annað. Þótti honum þar eigi
gott og gekk inn að hlöðunni. Hann sá hvar lá nautamaður og
hafði höfuðið í öðrum bási en fætur í öðrum. Hann lá á bak
aftur. Bóndi gekk að honum og þreifaði um hann, finnur brátt
að hann er dauður og sundur hryggurinn í honum. Var hann
brotinn um báshelluna.



Nú þótti bónda eigi vært og fór í burt af bænum með allt það
sem hann mátti í burt flytja. En allt kvikfé það sem eftir
var deyddi Glámur og þar næst fór hann um allan dalinn og
eyddi alla bæi upp frá Tungu.



Var Þórhalli þá með vinum sínum það eftir var vetrarins. Engi
maður mátti fara upp í dalinn með hest eða hund því að það
var þegar drepið.



En er voraði og sólargangur var sem mestur létti heldur
afturgöngunum. Vildi Þórhallur nú fara aftur til lands síns.
Urðu honum ekki auðfengin hjón en þó gerði hann bú á
Þórhallsstöðum. Fór allt á sama veg sem fyrr. Þegar að
haustaði tók að vaxa reimleikar. Var þá mest sótt að
bóndadóttur og svo fór að hún lést af því. Margra ráða var í
leitað og varð ekki að gert. Þótti mönnum til þess horfast að
eyðast mundi allur Vatnsdalur ef eigi yrðu bætur á ráðnar.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.