Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Grœn ch. 5

Grœnlendinga saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Grœn ch. 5)

UnattributedGrœnlendinga saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Það hafði gerst til tíðinda meðan á Grænlandi að Þorsteinn
í Eiríksfirði hafði kvongast og fengið Guðríðar Þorbjarnardóttur er átt hafði
Þórir austmaður er fyrr var frá sagt.Nú fýstist Þorsteinn Eiríksson að fara til Vínlands eftir líki Þorvalds
bróður síns og bjó skip hið sama og valdi hann lið að afli og vexti og hafði
með sér hálfan þriðja tug manna og Guðríði konu sína og sigla í haf þegar
þau eru búin og úr landsýn. Þau velkti úti allt sumarið og vissu eigi hvar
þau fóru.Og er vika var af vetri þá tóku þeir land í Lýsufirði á Grænlandi í hinni
vestri byggð. Þorsteinn leitaði þeim um vistir og fékk vistir öllum hásetum
sínum. En hann var vistlaus og kona hans. Nú voru þau eftir að skipi tvö
nokkurar nætur. Þá var enn ung kristni á Grænlandi.Það var einn dag að menn komu að tjaldi þeirra snemma. Sá spurði er fyrir
þeim var hvað manna væri í tjaldinu.Þorsteinn svarar: "Tveir menn," segir hann, "eða hver spyr að?""Þorsteinn heiti eg og er eg kallaður Þorsteinn svartur. En það er erindi
mitt hingað að eg vil bjóða ykkur báðum hjónum til vistar til mín."Þorsteinn kveðst vilja hafa umræði konu sinnar en hún bað hann ráða og nú
játar hann þessu."Þá mun eg koma eftir ykkur á morgun með eyki því að mig skortir ekki til að
veita ykkur vist en fásinni er mikið með mér að vera því að tvö erum við þar
hjón því að eg er einþykkur mjög. Annan sið hefi eg og en þér hafið og ætla
eg þann þó betra er þér hafið."Nú kom hann eftir þeim um morguninn með eyki og fóru þau með Þorsteini svarta
til vistar og veitti hann þeim vel.Guðríður var sköruleg kona að sjá og vitur kona og kunni vel að vera með
ókunnugum mönnum.Það var snemma vetrar að sótt kom í lið Þorsteins Eiríkssonar og önduðust þar
margir förunautar.Þorsteinn bað gera kistur að líkum þeirra er önduðust og færa til skips og
búa þar um "því að eg vil láta flytja til Eiríksfjarðar að sumri öll líkin."Nú er þess skammt að bíða að sótt kemur í híbýli Þorsteins og tók kona hans
sótt fyrst er hét Grímhildur. Hún var ákaflega mikil og sterk sem karlar en
þó kom sóttin henni undir. Og brátt eftir það tók sóttina Þorsteinn
Eiríksson og lágu þau bæði senn og andaðist Grímhildur kona Þorsteins svarta.En er hún var dauð þá gekk Þorsteinn fram úr stofunni eftir fjöl að leggja á líkið.
Guðríður mælti þá: "Vertu litla hríð í brott Þorsteinn minn," segir hún.Hann kvað svo vera skyldu.Þá mælti Þorsteinn Eiríksson: "Með undarlegum hætti er nú um húsfreyju vora
því að nú örglast hún upp við ölnboga og þokar fótum sínum frá stokki og
þreifar til skúa sinna."Og í því kom Þorsteinn bóndi inn og lagðist Grímhildur niður í því og brakaði
þá í hverju tré í stofunni. Nú gerir Þorsteinn kistu að líki Grímhildar og
færði í brott og bjó um. Hann var bæði mikill maður og sterkur og þurfti
hann þess alls áður hann kom henni burt af bænum.Nú elnaði sóttin Þorsteini Eiríkssyni og andaðist hann. Guðríður kona hans
kunni því lítt. Þá voru þau öll í stofunni. Guðríður hafði setið á stóli
frammi fyrir bekknum er hann hafði legið Þorsteinn bóndi hennar. Þá tók
Þorsteinn bóndi Guðríði af stólinum í fang sér og settist í bekkinn annan
með hana gegnt líki Þorsteins og taldi um fyrir henni marga vega og huggaði
hana og hét henni því að hann mundi fara með henni til Eiríksfjarðar með líki
Þorsteins bónda hennar og förunauta hans."Og svo skal eg taka hingað hjón fleiri," segir hann, "þér til huggunar og
skemmtanar."Hún þakkaði honum.Þorsteinn Eiríksson settist þá upp og mælti: "Hvar er Guðríður?"Þrjá tíma mælti hann þetta en hún þagði.Þá mælti hún við Þorstein bónda: "Hvort skal eg svör veita hans máli eða
eigi?"Hann bað hana eigi svara. Þá gekk Þorsteinn bóndi yfir gólfið og settist á
stólinn en Guðríður sat í knjám honum.Og þá mælti Þorsteinn bóndi: "Hvað viltu nafni?" segir hann.Hann svarar er stund leið: "Mér er annt til þess að segja Guðríði forlög sín
til þess að hún kunni þá betur andláti mínu því að eg er kominn til góðra
hvíldarstaða. En það er þér að segja Guðríður að þú munt gift vera íslenskum
manni og munu langar vera samfarir ykkar og mart manna mun frá ykkur koma,
þroskasamt, bjart og ágætt, sætt og ilmað vel. Munuð þið fara af Grænlandi
til Noregs og þaðan til Íslands og gera bú á Íslandi. Þar munuð þið lengi
búa og muntu honum lengur lifa. Þú munt utan fara og ganga suður og koma út
aftur til Íslands til bús þíns og þá mun þar kirkja reist vera og muntu þar
vera og taka nunnuvígslu og þar muntu andast."Og þá hnígur Þorsteinn aftur og var búið um lík hans og fært til skips.Þorsteinn bóndi efndi vel við Guðríði allt það er hann hafði heitið. Hann
seldi um vorið jörð sína og kvikfé og fór til skips með Guðríði með allt
sitt, bjó skipið og fékk menn til og fór síðan til Eiríksfjarðar. Voru nú
líkin jörðuð að kirkju.Guðríður fór til Leifs í Brattahlíð en Þorsteinn svarti gerði bú í
Eiríksfirði og bjó þar meðan hann lifði og þótti vera hinn vaskasti maður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.