Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Grœn ch. 6

Grœnlendinga saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Grœn ch. 6)

UnattributedGrœnlendinga saga
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Það sama sumar kom skip af Noregi til Grænlands. Sá maður
hét Þorfinnur karlsefni er því skipi stýrði. Hann var son Þórðar hesthöfða
Snorrasonar, Þórðarsonar frá Höfða.Þorfinnur karlsefni var stórauðigur að fé og var um veturinn í Brattahlíð með
Leifi Eiríkssyni. Brátt felldi hann hug til Guðríðar og bað hennar en hún
veik til Leifs svörum fyrir sig. Síðan var hún honum föstnuð og gert
brúðhlaup þeirra á þeim vetri.Hin sama var umræða á Vínlandsför sem fyrr og fýstu menn Karlsefni mjög
þeirrar ferðar, bæði Guðríður og aðrir menn. Nú var ráðin ferð hans og réð
hann sér skipverja, sex tigi karla og konur fimm.Þann máldaga gerðu þeir Karlsefni og hásetar hans að jöfnum höndum skyldu
þeir hafa allt það er þeir fengju til gæða. Þeir höfðu með sér alls konar
fénað því að þeir ætluðu að byggja landið ef þeir mættu það. Karlsefni bað
Leif húsa á Vínlandi en hann kveðst ljá mundu húsin en gefa eigi.Síðan héldu þeir í haf skipinu og komu til Leifsbúða með heilu og höldnu og
báru þar upp húðföt sín. Þeim bar brátt í hendur mikil föng og góð því að
reyður var þar upp rekin, bæði mikil og góð, fóru til síðan og skáru
hvalinn. Skorti þá eigi mat. Fénaður gekk þar á land upp en það var brátt
að graðfé varð úrigt og gerði mikið um sig. Þeir höfðu haft með sér griðung
einn.Karlsefni lét fella viðu og telgja til skips síns og lagði viðinn á bjarg
eitt til þurrkanar. Þeir höfðu öll gæði af landkostum þeim er þar voru,
bæði af vínberjum og alls konar veiðum og gæðum.Eftir þann vetur hinn fyrsta kom sumar. Þá urðu þeir varir við Skrælingja
og fór þar úr skógi fram mikill flokkur manna. Þar var nær nautfé þeirra en
graðungur tók að belja og gjalla ákaflega hátt. En það hræddust Skrælingjar
og lögðu undan með byrðar sínar en það var grávara og safali og alls konar
skinnavara og snúa til bæjar Karlsefnis og vildu þar inn í húsin en Karlsefni
lét verja dyrnar. Hvorigir skildu annars mál.Þá tóku Skrælingjar ofan bagga sína og leystu og buðu þeim og vildu vopn
helst fyrir en Karlsefni bannaði þeim að selja vopnin.Og nú leitar hann ráðs með þeim hætti að hann bað konur bera út búnyt að
þeim og þegar er þeir sáu búnyt þá vildu þeir kaupa það en ekki annað. Nú
var sú kaupför Skrælingja að þeir báru sinn varning í brott í mögum sínum en
Karlsefni og förunautar hans höfðu eftir bagga þeirra og skinnavöru. Fóru
þeir við svo búið í burt.Nú er frá því að segja að Karlsefni lætur gera skíðgarð rammlegan um bæ sinn
og bjuggust þar um. Í þann tíma fæddi Guðríður sveinbarn, kona Karlsefnis,
og hét sá sveinn Snorri.Á öndverðum öðrum vetri þá komu Skrælingjar til móts við þá og voru miklu
fleiri en fyrr og höfðu slíkan varnað sem fyrr.Þá mælti Karlsefni við konur: "Nú skuluð þér bera út slíkan mat sem fyrr var
rífastur en ekki annað."Og er þeir sáu það þá köstuðu þeir böggunum sínum inn yfir skíðgarðinn. En
Guðríður sat í dyrum inni með vöggu Snorra sonar síns. Þá bar skugga í dyrin
og gekk þar inn kona í svörtum námkyrtli, heldur lág, og hafði dregil um
höfuð, og ljósjörp á hár, fölleit og mjög eygð svo að eigi hafði jafnmikil
augu séð í einum mannshausi.Hún gekk þar er Guðríður sat og mælti: "Hvað heitir þú?" segir hún."Ég heiti Guðríður eða hvert er þitt heiti?""Ég heiti Guðríður," segir hún.Þá rétti Guðríður húsfreyja hönd sína til hennar að hún sæti hjá henni en það
bar allt saman að þá heyrði Guðríður brest mikinn og var þá konan horfin og í
því var og veginn einn Skrælingi af einum húskarli Karlsefnis því að hann
hafði viljað taka vopn þeirra og fóru nú í brott sem tíðast en klæði þeirra
lágu þar eftir og varningur. Engi maður hafði konu þessa séð utan Guðríður
ein."Nú munum vér þurfa til ráða að taka," segir Karlsefni, "því að eg hygg að
þeir muni vitja vor hið þriðja sinni með ófriði og fjölmenni. Nú skulum vér
taka það ráð að tíu menn fari fram á nes þetta og sýni sig þar en annað lið
vort skal fara í skóg og höggva þar rjóður fyrir nautfé vort þá er liðið
kemur framúr skóginum. Vér skulum og taka griðung vorn og láta hann fara
fyrir oss."En þar var svo háttað er fundur þeirra var ætlaður að vatn var öðru megin en
skógur á annan veg. Nú voru þessi ráð höfð er Karlsefni lagði til.Nú komu Skrælingjar í þann stað er Karlsefni hafði ætlað til bardaga. Nú var
þar bardagi og féll fjöldi af liði Skrælingja. Einn maður var mikill og vænn
í liði Skrælingja og þótti Karlsefni sem hann mundi vera höfðingi þeirra.
Nú hafði einn þeirra Skrælingja tekið upp öxi eina og leit á um stund og
reiddi að félaga sínum og hjó til hans. Sá féll þegar dauður. Þá tók sá
hinn mikli maður við öxinni og leit á um stund og varp henni síðan á sjóinn
sem lengst mátti hann. En síðan flýja þeir á skóginn svo hver sem fara mátti
og lýkur þar nú þeirra viðskiptum.Voru þeir Karlsefni þar þann vetur allan. En að vori þá lýsir Karlsefni að
hann vill eigi þar vera lengur og vill fara til Grænlands. Nú búa þeir ferð
sína og höfðu þaðan mörg gæði í vínviði og berjum og skinnavöru. Nú sigla
þeir í haf og komu til Eiríksfjarðar skipi sínu heilu og voru þar um
veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.