Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flóam ch. 24

Flóamanna saga 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flóam ch. 24)

Anonymous íslendingasögurFlóamanna saga
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Um morguninn er Þorgils kom út sá hann rekald mikið í vök
einni og þar hjá konur tvær í skinnkyrtlum og bundu sér
byrðar ákaflega miklar. Þorgils hleypur þangað til og höggur
þegar til annarrar með sverðinu Jarðhússnaut í því er hún
færðist undir byrðina og rekur af henni höndina uppi við
öxlina. Byrðurin féll niður en hún hljóp á burt. Þeir taka
rekaldið undir sig og er þá eigi vistaskortur um veturinn.Og er vorar er mjög uppi vistin. Þorgils kvaðst leiðast
þarvistin "og losnar nú ísinn," sagði hann, "og munum vér á
burt leita."Þeir fara nú á braut og hafa með sér ketilinn. Dragast nú með
jöklunum fram og á ísinn að öðru hverju. Og um sumarið komust
þeir suður til Seleyja á keipinum en lítið máttu þeir hafa af
föngum sínum. Þar fengu þeir sela nóga og voru þar um
veturinn.Að sumarmálum fóru þeir þaðan og komu þá við ey nokkura
litla. Hálfum mánuði síðar þá fundu þeir svartbaksegg. Þeir
sjóða eggin og etur sveinninn Þorfinnur eitt eggið og eigi
allt. Þeir spyrja hann því hann æti eigi allt.Hann segir: "Þér sparið yðvarn mat og vil eg og spara minn
mat."Þeir voru á skipi sínu á nóttum en fóru á land um daga og fá
þó lítið fang. Og einn dag fundu þeir árarstúf einn og voru á
rúnar þessar:Varkat eg dási

er eg þessa dró

oft, ósjaldan

ár á borði.

Sjá gerði mér

sára lófa

meðan heimdragi

hnauðat rauða.


Þeir dragast nú enn fram fyrir jöklana og koma þá að björgum
nokkurum bröttum og brýna þar upp skipinu og hafa þar dvöl og
reisa þar tjald og höfðu nær engar vistir.Og um morguninn gengur Kolur út úr tjaldi og sér hvergi
skipið og við það leggst hann niður og vill eigi segja
Þorgilsi og þykir áður ærinn harmur hans. Litlu síðar gengur
út Þorleifur og sér eigi skipið. Getur hann og eigi um. Síðan
rís Þorgils upp og litaðist um og sér eigi skipið og sagði
þeim að skipið var í burt "og má eg eigi sjá það að við
sveininn megi leita og tapi honum."Þorleifur segir: "Það liggur ekki til."Þorgils biður það þó gera. Eftir það taka þeir við sveininum.
Kolur bað Þorleif tapa honum."Það samir mér eigi," sagði hann, "og skal eg það eigi gera.""Þá er betur og Kolur," sagði hann, "fyrir því að eigi skal
eg honum týna. Hefi eg lengi verið með Þorgilsi og á eg honum
margt gott að launa og ef týnt er sveininum þá mun honum svo
mikið þykja að eigi er sýnt að hann lifi eftir."Nú láta þeir sveininn úti eftir en þeir ganga inn í tjaldið.
Þorgils spurði hvort drepinn væri sveinninn. Þeir kváðu eigi
það vera. Hann þakkar þeim og sagði ósýnt hversu hann bæri
"og er gott til góðra drengja að taka og hafið þið firrt mig
miklum glæp og mun eg aldrei þykja síðan dugandi maður. Og
svífur nú ýmsu á mig."Um nóttina eftir er sveinninn hjá Þorgilsi og um morguninn
segir Þorgils draum sinn."Eg þóttist vera," sagði hann, "á Íslandi á alþingi og þótti
mér sem við Ásgrímur toguðum eina hönk og allur lýður horfði
á og hann missti hankarinnar."Þorleifur segir: "Þar muntu enn koma til Íslands faðir minn,"
sagði hann, "og skipta málum við Ásgrím og mun það vel
ganga.""Slíkt má vera," sagði Þorgils, "þótt nú þyki eigi líklegt og
er vel ráðið."Aðra nótt dreymdi hann enn og sagði enn Þorleifi."Eg þóttist vera," segir hann, "heima í Traðarholti og var
þar fjölmennt mjög og sá eg álft eina ganga eftir gólfinu og
var hún blíð við aðra en mig. Þá hristi eg hana og var þá
betur.""Þar muntu," sagði Þorleifur, "kvongast og mun kona þín vera
ung og muntu í fyrstunni missa ástar hennar og mun þó vel
dragast."Hina þriðju nótt dreymdi Þorgils enn að hann þóttist vera
heima í Traðarholti "og kerti fimm voru á kné mér," sagði
hann, "og fölski á hinu mesta. Og enn dreymdi mig að kona
kæmi að mér og kvað mig kominn í tún sitt, "og þykir mér illa
er þér hafið etið egg Þorfinns," og hún segir mér að sveinar
hennar hefðu tekið skip vort."Þorleifur segir: "Þar munum vér í burtu komast.""Enn dreymdi mig," sagði Þorgils, "að eg væri heima í
Traðarholti. Eg sá á kné mér hinu hægra að þar voru vaxnir
hálmlaukar fimm saman og þar af kvísluðust margir laukar og
ofarlega yfir höfuð mér bar einn laukinn. Svo var hann hár og
svo var hann fagur að hann hafði gullslit á sér."Þorleifur segir: "Sé eg draum þinn. Þar muntu eiga fimm börn
og frá þér munu kvíslast margar ættir og ótal manna mun frá
þér koma. En eg mun eigi á Íslandi aldur ala og mun eg æxla
ætt mína annars staðar. En hinn fagri laukur, þar mun nokkur
maður sá frá þér koma er ágætari maður mun vera en allir
aðrir þínir ættmenn."En það gekk svo eftir að frá honum er kominn hinn helgi
Þorlákur biskup.Þorleif dreymdi enn draum og sagði föður sínum: "Góðan draum
hefir mig enn dreymt og héðan af mun batna ráð vort. Mér
þótti sem Þórný systir mín gæfi mér osthleif og væru af
bárurnar.""Vera má," sagði Þorgils, "að hún gæfi ef hún mætti."Og nú heyra þeir kall mikið og biðja Íslendinga taka skip
sitt "og hafið þér illa við orðið."Þeir ganga nú út og sjá konur tvær er tekið höfðu skipið. Þær
hurfu skjótt og þá heyrðu þeir að björn einn braust um í vök
einni og var brotinn á hrammurinn. Þorgils hleypur til
bjarnarins og leggur til hans með sverði. Björninn deyr við
það lag. Þorgils þrífur í hlustirnar og lætur eigi sökkva.
Síðan drógu þeir hann á ísinn og hlóðu skipið. Dýrið var
kalið á fyrra fæti og og má af slíku marka hve mikinn háska
þeir Þorgils höfðu af fjúki og frosti í þessari ferð er dýrið
var örkumlað af kulda.Það er sagt að Þorgils deildi stykki hverjum þeirra. Þeim
þótti of lítið og ræddu um með sér því hann væri svo
harðbýll.Þorleifur mælti: "Matspar þykir þú nú faðir minn," sagði
hann.Þorgils segir: "Svo vill vera son minn því að eigi hæfir oss
annað svo mjög sem áður erum vér þrekaðir."Róa nú fyrir fjörðinn fram og verður sein förin. Snúa nú til
hafs meir og róa af margar víkur, fóru gagnleiði. Þá rýmdist
ísinn og breiddust sundin. Fóru utarlega fyrir fjörðu fram,
drógu skipið stundum milli vakanna. Nú koma þeir á einn
mikinn fjörð, stefna fyrir utan mynnið til lægis.Og um daginn gerðist mæði mikil á þeim. Þorgils var þó miklu
hraustastur um allt. Tekur þá nú að þyrsta mjög. Þeir voru þá
fimm með sveininum Þorfinni, Þorgils og Þorleifur, Kolur og
Starkaður bræður. Vatnið var hvergi í nánd og verður þeim nær
farið af drykkleysi.Þá mælti Starkaður: "Þess hefi eg vitað dæmi að menn hafa
blandað allt saman, sjó og hland."Taka nú ausskotuna og míga í og kváðu það gert vera ef líf
manna lægi við og báðu Þorgils leyfis að. En hann kvað
vorkunn á, kveðst hvorki banna né leyfa "en eigi mun eg
drekka," segir hann.Þeir gerðu drykkinn. Þorgils kveðst nú vilja taka við
ausskotunni og kveðst skyldu mæla fyrir minni.Hann mælti svo: "Þú hið arga og hið illa kvikindi er vora
ferð dvelur skalt eigi því ráða að eg skal hvorki drekka minn
þarfagang né aðrir."Og í því bili fló fugl því líkastur sem álkuungi og skrækti
við illilega.Þorgils segir: "Þetta er enn lítil laun hjá því sem vert var
en þér firrtuð mig glæpnum en hugstætt má oss verða þessi
skömm og hneisa og héðan af mun batna um vort ráð. Róum nú að
ísnum og verum kátir og glaðir og lagði oss nú nær og vildi
guð að vér forðuðumst þessa skömm."Taka þeir nú vatn á ísinum og var það síð um daginn. Þá segir
Þorgils að sjá mundi af hvers völdum var og er þeir voru á
sjónum þá fló fuglinn í norðurátt frá skipinu og var stórum
illilegur.Þorgils mælti: "Seint hefir þessi fugl við oss skilið og taki
nú allar gramir við honum. En við það unum vér að eigi kom
hann því á leið sem hann vildi og veldur guð sjálfur því sá
er vér trúum á."Koma nú síðan við ey eina og voru þar þrjár nætur áður en
þeir sáu tjald af lérefti og kenndu þar líntjald Þóreyjar og
fundu þar Þórarin brytja sjúkan. Þeir spyrja hverju faraldi
hann hafði þangað komið. Hann sagði kostaboð þeirra Snækolls
við sig ef hann vildi eigi fara, að þeir mundu drepa hann, og
þeir hefðu verið skammt frá Seleyjum um veturinn. Þeir spurðu
hann margs. Kveðst hann nauðigur allt gert hafa "og hafa þeir
fé allt en Snækollur lagði járni á Þóreyju."Þorgils segir: "Eigi veit eg hvers þú ert af verður en eigi
skaltu hér vera."Og áður þeir fari á burt þá deyr hann og jarða þeir hann þar.
Fara með landi fram.Tekur nú að hausta og koma á fjörð einn og inn í fjörðinn og
komu að nausti. Brýna þar upp skipi sínu og ganga upp frá sjó
og sjá bæ lítinn og þar var maður úti fyrir. Hann heilsar
þeim og spyr hverjir þeir væru eða hvaðan þeir væru að
komnir. Þeir sögðu sem farið var og spyrja hann að nafni.
Hann kveðst Hrólfur heita og býður þeim þar að vera og það
þiggja þeir. Konur geyma Þorfinns og var honum mjólk gefin.
Hann kvað ekki þannig lita mjólk föður síns.Hrólfur kveðst hafa stokkið fyrir víga sakir úr byggð. Var
hann hinn greiðasti við Þorgils, kvað skip farið hafa þar um
sumarið og komið ekki við land en sagði leið ekki svo langa
sem torsótta. Og þar eru þeir um veturinn.Og er vorar býður hann þeim þar að vera og slíka kosti sem
hann hefir til skips ef þeir vilja. Þorgils segir honum vel
fara og kveðst skipið vilja þiggja "og væri skylt að launa
þér með góðu."Hrólfur kveðst ætla að hann myndi af honum giftu hljóta "því
að eg vænti að þú munt í góða virðing koma og ef svo verður
mættir þú mig í frið þiggja aftur í byggðina."Þorgils heitir honum því og mæla þar hvorir vel fyrir öðrum.Fara nú suður fyrir landið og gefur þeim vel fararleiði og
haustar fyrir þeim. Koma við vetur á Eiríks fjörð, beita
fyrir landið, héldu síðan inn í fjörðinn og lögðu í lægi og
tjölduðu. Og í því bili sáu þeir kaupskip er utan sigldi í
fjörðinn og lögðu í lægi og höfðu eitt veður hvorirtveggju.
Komu að einni höfn og lendingu.Þorgils mælti: "Þetta eru góð tíðindi. Farið Þorleifur og
Kolur," sagði Þorgils, "og hittið mennina og munu þeir kunna
að segja nokkur tíðindi."Fóru nú og koma að kaupskipinu og gengu út á skipið. Aftur
við lyftingina sat maður í rauðum kyrtli og sprettur upp
þegar og fagnar Þorleifi vel. Þar var Þorsteinn hvíti fóstri
hans og stjúpfaðir. Hann spyr að Þorgilsi. Þeir segja honum
að hann var þar. Þorsteinn fer þegar til fundar við hann og
verður þar fagnafundur. Kveðst Þorsteinn kominn af Íslandi og
kvað ráð hans standa heilt og höfðu ekki til hans spurt á
fjórum vetrum. Sagði Þórnýju dóttur hans gifta Bjarna í Gröf
Þorsteinssyni goða landnámamanns "og er Þorleifur kom eigi
til bjó eg skip af Noregi og fór eg út til Íslands og var eg
þar tvo vetur. Og er ekki fréttist til yðvar þá fýsti mig að
leita yðvar hingað. Nú er eg feginn orðinn yðrum fundi og
allt mitt skal yður jafnheimult sem mér."Þorgils kvað ekki mætti stórum betur í hald koma sem að honum
væri von. Halda nú um morguninn þangað, tjalda nú búðir á
landi.Menn komu brátt til þeirra og bóndi sá er þar bjó næst hét
Þórir. Hann bauð Þorfinni til sín og þangað fór hann. Bóndi
vísar þeim til hafnar. Ryðja skip og bera af föng sín.
Eiríkur rauði býður Þorgilsi til sín og það þekkist hann og
öllum þeim er hann vildi að þangað færu og þangað fóru tólf
menn í Brattahlíð. Þorgilsi er skipað gagnvart Eiríki á annan
bekk, þá Þorsteini hið næsta honum utar frá, þá Þorleifi, Kol
og Starkaði. Þorfinni var fengin fóstra og vildi hann eigi
mjólk drekka fyrr en myrkt var að og þá var hann af brjósti
vandur. Ekki var Eiríkur margur til þeirra og verður vistin
ekki með þvílíku bragði sem Þorgils ætlaði. Þorgils frétti að
þrælarnir voru þar í landi með mikla kosti og sögðu fátt satt
frá ferðum sínum. Þorgils lét sem hann vissi eigi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.