Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flóam ch. 23

Flóamanna saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flóam ch. 23)

Anonymous íslendingasögurFlóamanna saga
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er enn eitthvert sinn sem oftar bar að að Þórey segir
draum sinn Þorgilsi að hún þóttist sjá fögur héruð og menn
fagra og bjarta "og vænti eg," segir hún, "að vér leysumst
héðan í burt úr ánauð þessari."



Þorgils segir: "Góður er draumur þinn og þó eigi ólíkari að
viti meir til annars heims hluta og muntu eiga fyrir höndum
fagra staði og munu dýrðlegir menn hjálpa þér fyrir gott líf
þitt og mannraunir."



Hún bað þá í burt leita ef þeir mættu. Þorgils kveðst eigi
yfir það sjá.



Hún lá í rekkju jafnan og einhvern góðan veðurdag ræðir
Þorgils um að þeir muni ganga á jökla upp og vita ef þeir sæu
ísinn nokkurs staðar leysa. Þórey kveðst þess ófús að hann
gengi nokkurs staðar frá henni. Hann kvaðst skammt fara
mundu. Hún kvað hann ráða mundu enn sem fyrr. Þrælarnir
skyldu róa að veiðifangi um daginn og Þórarinn bryti skyldi
ýta þeim og vera hjá Þóreyju en Þorgils ætlaði að ganga á
jökulinn. Þeir Þorleifur og Kolur og Starkaður beiddust að
fara með honum en Þorgils kvað forystulaust heima ef eigi
væru nokkrir þeirra hjá Þóreyju "og trúum vér ærið vel
þrælunum í þessu."



Þeir fóru þó allir á jöklana. Þorgils hafði bolöxi í hendi og
gyrður sverðinu Jarðhússnaut. Þeir gengu til eyktar og höfðu
farið árla morguns. Og er nón var dags þá sneru þeir aftur og
gerði á veður hart. Þorgils gekk fyrir þeim og hitti vel
leiðina, komu að skálanum og sá eigi skipið, komu inn og voru
á brott kisturnar allar og svipt fénu og mennirnir á burt.



Þorgils mælti: "Nú munu ill efni í."



Koma innar í skálann og var þar myrkt. Þeir heyra til rekkju
Þóreyjar snörl og það sér Þorgils að hún er önduð en
sveinninn só hana dauða. Þorgils leitar um hana og finnur
einsstaðar að harðnað var holdið og ben lítið undir hendinni
sem mjóvum knífsoddi hefði stungið verið. Mjög var þar allt
blóðugt í rúminu. Þetta hafði svo orðið að Þorgilsi var
mestur harmur. Grafa þeir hana hjá Guðrúnu. Þorleifur leggur
á alla stund að gleðja föður sinn. Á burt var og sópað öllum
vistum. Hurðirnar höfðu þeir og frá tekið húsunum og
hvílutjaldið var í burtu.



Um nóttina vildi Þorgils vaka yfir sveininum og minntist þá
drengilega á karlmennsku og kvaðst eigi sjá mega að barn það
mætti lifa nema mikið væri til unnið og vill hann eigi að það
deyi. Lætur hann nú saxa á geirvörtuna á sér og kemur þar
blóð út. Síðan lætur hann teygja það og kom þar út blanda og
eigi lét hann af fyrr en það var mjólk og þar fæddist
sveinninn við. Og um nóttina trúði hann sér eigi til vöku
fyrr en hann lét glóð undir fætur sér.



Það er sagt að þeir Snækollur og aðrir þrælar höfðu skipið í
brott tekið. Ketil hinn meira höfðu þeir en lítill ketill var
eftir er Þórey hafði átt og flykkisstúfur einn og svo nafrar
í burt voru sem í tólakistunni höfðu verið. Þórarinn bryti
var og á brott horfinn. Þeir Þorgils eru þar enn nokkura hríð
og sækja fast að veiðiföngum og verður þeim mjög ekki mein að
öðrum óvættum. Leita þeir enn við að gera sér farkost og eru
nú smíðartól heldur fá. Gerðu þeir sér einn húðkeip og bjuggu
innan með viðum. Líður nú á sumarið og sjá menn ekki um
vistaföng brýnlegt. Þeir bjuggu um húðkeipinn og ... og
byrgðu og lifðu nú við reka og smádýri íkorna.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.