Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 2

Fljótsdæla saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 2)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það bar til á einu sumri að Ölviður bjó ferð sína upp í
Fljótsdalshérað til grasa, allt fram að jöklum. Og í þessari
ferð ganga hrossin frá þeim Ölvið ofan eftir Fljótsdal en
hann leitar og hans menn ofan eftir heiðum hrossanna og
finnur eigi. Og er hann kemur fyrir botninn á Hrafnkelsdal þá
sjá þeir stóðhross mörg ofan í dalinn er Ásbjörn átti.
Ölviður bað þá taka hrossin og færa upp á föng sín. Mönnum
hans þótti það óráðlegt að taka hross Ásbjarnar, sögðu það
eigi vel dugað hafa við föður hans.Ölviður kvaðst eigi vilja vera óbirgur á fjöllum uppi fyrir
eign annarra manna "og hirði eg aldrei hver á og skal taka
hross að vísu."Og svo gerðu þeir og eru síðan lagðar klyfjar á hrossin og
gengu þau heim á Oddsstaði með. Og eftir það sendir hann
hrossin vestur yfir heiði og voru þau til ger allóþokkulega.Og er hrossin komu aftur þá ríður Ásbjörn austur yfir heiði
og kemur á Oddsstaði. Hann drap á dyr og bað Ölvið út ganga.
Hann gerir svo og heilsar vel Ásbirni. Ásbjörn spurði hvern
óskunda hann ætti honum að gjalda. En Ölviður kvaðst honum
ekki illt eiga að gjalda."Það ætlaði eg," sagði Ásbjörn, "því að eg þykist ómeinn við
aðra. Skal eg þetta vel í höndum hafa ef þú vilt þess máls á
unna sem öðrum þykir rétt nema þú viljir heldur að við semjum
með okkur."Ölviður kveðst eigi vita að um þetta væri að málþarfa og
kvaðst engis máls vilja á unna "þykir mér það jafnskaplegt að
hver vor bónda sé eigi óbirgur fyrir annars eign. Mun eg og
gera alla jafna um þetta mál þó að þér hafið heldur
mannaforráð en vér. Og mun þér mál þykja bóta fyrir þetta mál
áður eg bæti þér þetta eða öðrum þó að eg geri þeim slíkt."Ásbjörn segir að honum mundi það eigi vel gefast. Reið hann
heim við svo búið og er heima þau misseri.Og er leið fram að vorþingi þá reið Ásbjörn ofan í
Fljótsdalshérað og stefndi Ölviði til vorþings til
Kiðjafells, þessi þingstöð er á hálsinum milli Skriðudals og
Fljótsdals, og sótti þar hrossamálið. Þar urðu öngvir menn
til varnar og lýkur Ásbjörn sektarorði við Ölvið, reið við
það heim að hans, háði féránsdóm. Síðan ríður Ásbjörn á
Oddsstaði og tekur Ölvið höndum í rekkju, leiddu hann út og
drápu þegar. Ásbjörn kvaðst svo leiða skyldu smámönnum að
veita bóndum ágang. Skipti Ásbjörn þá fénu við konu hans. Tók
hún lausafé og búsbirgðir. Hann tók bústaðinn undir sig og
fékk þar forráðsmann fyrir. En hann situr á Aðalbóli um hríð
og hlýtur þar nú frá að hverfa um sinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.