Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 3

Fljótsdæla saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 3)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þiðrandi hét maður. Hann bjó á þeim bæ er í Njarðvík heitir.
Hún liggur milli Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar. Þiðrandi
átti mannaforráð um Njarðvík og upp í hérað að Selfljóti.
Selfljót gengur fyrir austan úr heiðinni milli Gilsárteigs og
Ormsstaða og svo fellur það ofan í Lagarfljót. Þetta gætir
fyrir ofan reitinn en Lagarfljót fyrir vestan og er það
kölluð Útmannasveit. Þetta var þá hundrað bónda eign og
sjötigu. Þiðrandi var ríkur maður og þó vinsæll því að hann
var hægur við sína undirmenn. Hann var sterkur og mikill
vexti og haukur að hug. Hann bjó lengi og var gagnveitull. Og
þá er hann var gamall maður var hann kallaður Þiðrandi hinn
gamli. Og var hann og svo því að menn segja það að hann hefði
sex vetur hins fjórtánda tigar. Hann var þá þó enn hress
maður. Hann var virkur að fé og gekk hann þá jafnan að er
húskarlar gáfu lítinn gaum að.



Það var einn vetur um brundtíð að húskarlar hans voru rónir á
sjó að leita fiska en sumir að heyvi að hann gengur til
hrútahúss síns þess er innan garðs var. Á því kvöldi komu
allir fyrri heim en hann. Menn spyrja hvar hann mundi vera.
Konur sögðu að hann hefði gengið til hrútahúss síns. Nú er
hans leitað þangað. Situr hann fyrir utan garðinn þar hjá
húsinu. Menn spyrja hví hann færi eigi heim. Hann segir sér
gönguna óhæga verið hafa en kvað þá þó lítið um hafa batnað
og sagði hrút einn hafa lostið sundur í sér lærlegginn. Var
hann við þetta heim borinn og ger hvíla hans. Og eftir þetta
lýstur í verkjum og blæs lærið mjög og þetta leiðir hann til
bana.



Hann átti eftir tvo sonu. Hét hinn eldri Ketill en Þorvaldur
hinn yngri. Hvortveggi þeirra bræðra var mikill vexti.
Þorvaldur var manna sjálegastur, hljóður og fáskiptinn. Hann
var hinn mesti samsmaður um flesta hluti. En Ketill var manna
sterkastur í það mund. Hann var ljótur maður og þó
höfðinglegur, dökkur og mikilúðlegur. Hann var manna hægastur
hversdaglega en hann var þögull og fálátur snemma og var
kallaður Þrum-Ketill. Gallar stórir voru á hans skapsmunum.
Sumir kölluðu það meinsemd. Það kom að honum í hverjum hálfum
mánuði að skjálfti hljóp á hans hörund svo að hver tönn í
hans höfði gnötraði og hrærði hann upp úr rúminu og varð þá
að gera fyrir honum elda stóra og leitað honum allra hæginda
þeirra er menn máttu veita. Þessum hroll og kulda fylgdi
bræði mikil og eirði hann þá öngvu því er fyrir varð, hvort
sem var þili eða stafur eða menn, svo þó að eldar væru þá óð
hann. Þá gekk hann undan húsum þili eða dyrabúning ef fyrir
varð og gekk þetta á hverjum þeim degi er að honum kom og
urðu menn þá alla vega að vægja til við hann sem máttu. En þá
er af honum leið var hann hægur og stjórnsamur. Þetta kom og
til mikils honum og mörgum öðrum þá er á leið ævi hans.



Systir þeirra bræðra hét Hallkatla dóttir Þiðranda hins
gamla. Hún var gift Geiti Lýtingssyni er bjó í Krossavík
norður í Vopnafirði. Geitir var vinsæll maður en forgangur
Hallkötlu var einkar góður. Þau áttu tvo sonu. Hét hinn eldri
Þorkell en Þiðrandi hinn yngri. Hann hafði nafn afa síns.
Þessir bræður voru báðir vel menntir og þó sinn veg hvor.
Þorkell var jarpur á hár, dökkur maður, lágur og þreklegur og
kallaður manna minnstur þeirra sem þá voru, manna
skjótlegastur og hvatastur sem raun bar á, því að hann átti
oft við þungt að etja og bar sig í hvert sinn vel. Þiðrandi
Geitisson var manna mestur og sterkastur. Fannst eigi sá
maður í þann tíma er sæmilegri væri. Er og svo sagt að hann
hafi hinn fjórði maður verið best menntur á öllu Íslandi, en
annar maður er til nefndur Kjartan Ólafsson, hinn þriðji
Höskuldur Þorgeirsson Ljósvetningagoða, en hinn fjórði
Ingólfur Þorsteinsson er kallaður var Ingólfur hinn væni.
Segja fróðir menn að öngvir hafi með slíkri menntan skapaðir
verið á öllu Íslandi sem þessir fjórir menn og er svo mikið
af sagt ásjónu þessara manna að margar konur fengu eigi
haldið skapi sínu ef litu fegurð þeirra. Og það er
alþýðurómur að þar eftir færi önnur menntan þeirra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.