Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 1

Fljótsdæla saga 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 1)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorgerður hét kona. Hún bjó í Fljótsdal austur. Hún var ekkja
af hinum bestum ættum og hafði þá fé lítið. Þar bjó hún sem
nú heitir á Þorgerðarstöðum. Frændur Þóris vildu að hann
staðfesti ráð sitt og fengi sér forystu og fýstu að hann bæði
Þorgerðar, sögðu forgang góðan í því ráði. Þórir fékk
þessarar konu og skyldi boð vera að Hrafnkelsstöðum á mánaðar
fresti. Var Ásbirni boðið til boðs.



Glúmur hét maður er bjó í Fljótsdal fyrir vestan þar sem nú
heitir á Glúmsstöðum. Þuríður hét kona hans og var
Hámundardóttir, kynjuð sunnan úr Þjórsárdal. Þau áttu sér
eina dóttir þá er Oddbjörg hét. Þær mæðgur fóru í fjós einn
morgun snemma. Nautamaður var í fjósi en Glúmur lá í rekkju
sinni. En þá er þær komu heim að bænum var hlaupin skriða á
bæinn og þar Glúmur inni orðinn og allur lýður sá er á bænum
var nema þessir þrír menn. Eftir þessi tíðindi lætur Þuríður
færa bæinn yfir ána, hóti ofar en áður var. Hún bjó þar
lengi. Sá bær heitir nú síðan á Þuríðarstöðum. Þessi tíðindi
spurðust í Hrafnkelsdal. Þuríður var hin vitrasta kona og
skörungur mikill. Fæddi hún upp meyna með mikilli virkt. Var
hún og allra kvenna vænst og best mennt.



Og er Ásbirni komu orð bróður síns, hann tekur því vel og
býður að sér vinum sínum, ríður vestan yfir heiði og kemur á
Þuríðarstaði þess erindis að hann biður Oddbjargar sér til
eiginkonu og það var ráðið, fór við það ofan til boðsins að
hann flutti þetta brúðarefni með sér. Sjá veisla fór vel fram
og var all fjölmenn. Eftir boðið ríður Ásbjörn vestur yfir
heiði með konu sína heim á Aðalból. Voru góðar samfarir
þeirra.



Þau Þórir og Þorgerður voru ásamt til þess að þau gátu son og
dóttir. Hét hann Hrafnkell en hún Eyvör. Hún var gefin Hákoni
á Hákonarstöðum er nam Jökulsdal. En þau Ásbjörn og Oddbjörg
áttu fjórar dætur og komust öngvar úr barnæsku. En síðast
áttu þau son er Helgi hét. Hann óx upp með föður sínum og var
hinn efnilegasti maður. Þeir frændur uxu upp þar í héraðinu
jafnsnemma og var þeirra fjögurra vetra munur.



Þeir bræður sátu langa hríð í ríki sínu og var gott samþykki
þeirra meðan þeir lifðu báðir og varð Þórir sóttdauður. En
eftir hann tók fé og mannaforráð kona hans og Hrafnkell son
hans, þó að hann væri ungur að aldri, með umsjá Ásbjarnar.
Helgi óx upp á Aðalbóli með föður sínum. Hafði hann alla
hluti til þess að hann þótti betur menntur en aðrir menn bæði
að yfirlitum og skapsmunum.



Oddur hét maður. Hann hafði þar land numið. Bæði var hann
blindur og gamall í þann tíð. Hann átti son einn er Ölviður
hét. Hann tók fjárforráð eftir föður sinn. Ölviður var mikill
maður vexti, allra manna málgastur, ósvinnur og óvinsæll,
heimskur og illgjarn, og í öllu ójafnaðarmaður. Hann var
aðdráttarmaður mikill að búinu bæði af fjörðum neðan og af
fjöllum ofan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.