Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 38

Finnboga saga ramma 38 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 38)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
373839

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Svo er sagt að Austmenn verða þessu stórlega reiðir er Jökull
hafði setið fyrir Gunnbirni og fóru þegar brott frá Hofi og
voru að Gnúpi það sem eftir var vetrarins.Og um sumarið eftir á alþingi er talað um mál þeirra og þótti
mönnum ekki þann veg mega fram fara að þeir dræpust einart
niður, ætluðu að Finnbogi mundi eigi fyrr létta en hann eyddi
öllum, þeim að nokkur þroski væri yfir, en ætluðu og við
ofkapp Jökuls að hann mundi aldrei af létta hvern mannskaða
sem hann fengi þar til er umskipti yrði með þeim. Var þá
leitað um sættir með þeim en Jökull vill engri sætt játa.
Finnbogi vill og enga bjóða. Var þá óhægt með þeim saman að
koma. En með því að þeir Hofsmenn voru frændmargir en Þorgeir
dauður, móðurbróðir Finnboga, þá var það ráð höfðingja að
Finnbogi var ger í brott úr Víðidal af því að menn ætluðu að
þeirra vandræði mundu aldrei fyrr losast en aðrir hvorir
leituðu undan. Fýsti Gunnbjörn föður sinn að fara utan, kvað
hann þar mundu vel virðan hvar sem hann kæmi.Finnbogi kvaðst ekki utan vilja "mun eg fylgja sonum mínum,
menna þá og hreysta eftir megni."Svo er sagt eftir þetta að Finnbogi selur Borgarland og fer
vestur í Trékyllisvík og býst þar um og reisir þar bæ fríðan.
En það sama sumar fer Gunnbjörn utan með mikið fé er faðir
hans gaf honum. Var þá Dalla önduð og tók hann þar við fé
öllu eftir hana. Hann kvongaðist og átti þá konu er Ása hét
af hinum bestum ættum. Varð hann ágætur maður og umfram
flesta menn um alla atgervi og er mikil saga frá honum.Þau Finnbogi og Hallfríður áttu sjö syni. Var Gunnbjörn
elstur, annar Eyjólfur, þriðji Þórir, fjórði Ásbjörn, fimmti
Bergur, sétti Þorgeir, sjöundi Þorgrímur og voru allir hinir
vænlegustu menn. Finnbogi gerðist formaður vestur þar og
vildu svo allir sitja og standa sem hann vildi og þótti þeim
þar harðla gott. Þórir son Finnboga var jafnan með
Möðruvellingum frændum sínum og það höfum vér heyrt að hann
væri með Eyjólfi halta í Melrakkahólsbardaga og var mikill
maður og sterkur. Öllum sonum sínum fékk Finnbogi hina bestu
kosti því að hann var hverjum manni auðgari og átti betri
gripi en aðrir menn. Var hann og hinn mesti skartsmaður í
búningi. Hrafn hinn litli var með Finnboga meðan hann lifði
og var bæði frár og skyggn og glöggþekkinn.Finnbogi var búmaður mikill og lét mjög sækja útróðra, var og
skammt að sækja því að mjög svo mátti kasta á land. Finnbogi
gerðist þá hniginn nokkuð og var þó hinn gildasti. Gerðist þá
mjög fjölbyggt í víkinni, var þá hálfur fjórði tugur bæja
bæði miklir og góðir. Var þar stórlega fjölmennt. Gerðist
Finnbogi þar höfðingi og stjórnarmaður yfir því fólki og voru
honum þar allir velviljaðir. Hann kallaði þann bæ á
Finnbogastöðum er hann bjó á og var bæði mikill og
skörulegur. Finnbogi lét gera kirkju mikla á bæ sínum og fékk
prest til og hélt hann vel og sæmilega að öllu því er honum
til heyrði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.