Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 15

Finnboga saga ramma 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 15)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Einnhvern dag gekk Finnbogi fyrir jarl og kvaddi hann vel.
Hann tók kveðju hans og spurði hver sá maður væri hinn mikli
og hinn vænlegi.Hann segir: "Finnbogi heiti eg," segir hann, "og er eg son
Ásbjarnar dettiáss er margir menn kannast hér við í Noregi en
móðurkyn mitt er út á Íslandi en Þorgeir Ljósvetningagoði er
móðurbróðir minn."Jarl mælti: "Fullvel ertu ættaður. Eru mér kunnir frændur
þínir og eru eigi hvers manns makar við að eiga. Eða varstu á
Hálogalandi í vetur?"Hann kvað svo vera."Deyddir þú björninn?"Hann kvað það satt vera."Hversu fórstu að því vopnlaust?" segir jarl."Eigi varðar yður það. En eigi munuð þér bana svo öðrum
birni."Jarl frétti: "Með hverjum fórstu norðan?"Finnbogi segir: "Eg fór norðan með Álfi afturkembu mági
yðrum."Jarl mælti: "Hvar skildust þið?"Finnbogi segir: "Hann var eftir í eyju einni.""Hví var hann þar eftir?" segir jarl."Eg vó hann," segir Finnbogi.Jarl setti rauðan sem blóð og mælti: "Hví varstu svo
ódauðahræddur eftir slík stórvirki að þú fórst á minn fund.
Eða vissir þú eigi það að engi maður var mér kærri í landinu
en Álfur mágur minn og hirðmaður?""Því drap eg hann," segir Finnbogi, "að mér þóttu nógar sakir
því að hann vildi deyða mig. En eg vissi það að eigi lagði
verri maður linda að sér í Noregi en Álfur var. Nú fór eg á
yðvarn fund af því að eg vildi bjóða mig til fylgdar og
framgöngu í stað Álfs, utan níðingsverk þau er hann sparði
ekki að gera vil eg engi vinna. En framgöngu og drengilega
vörn ætla eg jafnbjóða yðrum mönnum flestum."Hákon jarl mælti: "Það munu flestir menn mæla að mér séu
mislagðar hendur ef þú kemst með lífi í brott frá mér eða
klakklaust en þó látum vér marga fá harðindi þó að lítið
vinni til eða nær ekki. En þó að Álfur væri ójafnaðarmaður og
illmenni kallaður af sumum mönnum þá skaltu það vita að engi
maður í landinu var meir við mitt skap en hann og mér líkari
um alla hluti en hann var."Finnbogi mælti: "Eg skal eigi leyna yður því að eg hefi til
tekið. Eg tók brott úr Sandey Ragnhildi Álfsdóttur frændkonu
yðra og er hún hér komin á yðvart vald."Jarl mælti: "Eigi hefi eg séð eða heyrt jafndjarfan mann þér.
Er þar annaðhvort að þú ert fól eða þú þykist eiga meira
undir þér en oss varir. Nú þykir mér það of gott að deyja svo
skjótt. Skulum vér hafa gaman og skemmtan að reyna þig í
smáleikum."Síðan gekk Finnbogi út til herbergis síns, lét taka sér drykk
og hélt sig glaðan vel og sína menn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.