Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 14

Finnboga saga ramma 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 14)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan bjóst Finnbogi þar um og svaf af nóttina við góðar
náðir. Um morguninn gerir hann það ráð að hrinda fram
skútunni, tekur vopn sín. Síðan heldur hann skútunni suður
með landi, slíkt sem ganga mátti. Eigi létti hann fyrr en
hann kom í Sandey snemma morguns.



Og er hann kemur til Sandeyjar ganga menn í mót honum því að
þeir kenndu skipið og ætluðu að Álfur mundi á vera. Finnbogi
gekk upp í móti þeim. Þeir heilsuðu honum vel og spurðu hann
tíðinda. Hann kveðst engi kunna að segja. Finnbogi spyr hvar
Ingibjörg væri. Þeir sögðu að hún væri í skemmu. Hann bað þá
fylgja sér þangað. Og er hann kom þangað heilsaði hún honum
og spurði hver hann væri. Hann nefndi sig og föður sinn. Hún
spurði hvort hann hefði á Hálogalandi drepið björninn. Hann
kvað svo vera.



Hún segir: "Hversu fórstu að að bana honum?"



Finnbogi segir: "Engu skiptir þig það því að eigi mun þinn
son svo drepa."



Ingibjörg mælti: "Var Ásbjörn dettiás faðir þinn?"



Hann kvað svo vera.



Hún mælti svo: "Eigi er kynlegt að þú sért ágætur maður. Eða
með hverjum fórstu norðan?"



Hann segir: "Eg fór með Álfi norðan, bónda þínum."



"Hvar skildust þið?"



"Hér norður," segir hann, "í ey þeirri að hann er vanur að
vera þá er hann fer hér á milli. Nennti hann eigi að róa
hingað og ætlar hann þegar á fund Hákonar jarls. Hann sendi
mig eftir Ragnhildi dóttur sinni og það með til jartegna að
hún hafði þessa oft beðið og aldrei fyrr fengið en nú kvað
hann hana fara skyldu."



Hún segir: "Veit eg að þetta er satt. En þó þykir mér það
undarlegt að hann hefir sent ókunnan mann slíks erindis. Nú
skaltu eta og drekka. Síðan skaltu vita þitt erindi."



Hann gerir svo. Ingibjörg fór til tals við dóttur sína og
frétti ef hún vildi fara með þessum manni. Hún bað hana ráða.
Síðan bjó hún hana sem hún kunni best og bar á hana gull og
silfur og alla hina bestu gripi þá er hún átti til. Og er þau
voru búin fylgir Ingibjörg þeim til skips. Tók Finnbogi
Ragnhildi í fang sér og bar hana út á skútuna.



Þá mælti Ingibjörg: "Þóttú hafir Finnbogi farið með flærð og
hégóma þá vara þig að þú ger ekki meyjunni til miska. En
þóttú gerir annað illa eða hafir gert þá er þér þetta
skjótast til dauða."



Hann reri á brott. Þá mælti Ragnhildur: "Með hverjum hætti er
Finnbogi um sögn þína? Hversu skilduð þið faðir minn?"



Hann segir: "Svo skildum við að hann er dauður."



Hún mælti þá: "Nú þarf eigi að spyrja fleira. Flyt mig aftur
til eyjar minnar og mun sá grænstur."



Finnbogi segir: "Því tók eg þig á brott að þú skalt með mér
fara."



Þá tók mærin að gráta.



Finnbogi mælti: "Vertu kát því að ekki skal eg níðast á þér.
Verður sem má um mína framferð aðra."



Síðan koma þau til eyjarinnar og bar hann út á skip fé það er
þar var eftir orðið. Nú tekur mærin að gleðjast. Síðan hann
var búinn reri hann suður með landi og þegar hann kemur til
hafnar skortir hann eigi menn til þess er hann vill. Gefur
hann fé til beggja handa.



Eigi léttir hann fyrr sinni ferð en hann kemur á Hlaðir þar
sem jarl réð fyrir. Gekk Finnbogi þegar upp í bæinn með
Ragnhildi til herbergis þeirra systurdætra jarls, Úlfhildar
og Ingibjargar. Þar var tekið við henni báðum höndum. Þær
spurðu hver sá var er svo mikið afbragð er annarra manna.
Finnbogi sagði til sín.



"Mikinn trúnað hefir Álfur lagt undir þig er hann hefir
fengið dóttur sína þér í hendur enda muntu ágætur maður
vera."



Finnbogi mælti: "Gerið svo til meyjarinnar sem hann hafi mér
allvel trúað."



Síðan bað hann þær vel lifa. Þær mæltu að hann skyldi svo
fara. Finnbogi leigði sér skemmu og bar þar inn í það er hann
átti. Hann hélt mart manna með sér.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.