Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 13

Finnboga saga ramma 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 13)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Á þeim degi sem Álfur hafði sagt að hann mundi norðan koma
bjó Finnbogi sig af Grænmó. Hann hafði með sér húðfat sitt og
þá gripi sem honum þótti nauðsynlegast þurfa. Þeir höfðu
skamma stund beðið áður Álfur reri norðan. Var skútan mjög
sett. Álfur endir vel orð sín og stingur þar stafni að. Þeir
kvöddust vel.Síðan gekk Finnbogi út á skútuna og þótti Álfi niður ganga
við skútan og mælti: "Það sé eg á húðfati þínu að eigi mun
þér silfurfátt verða til laukunnar þá er þú kemur til Hákonar
jarls."Eftir það skilja þeir Finnbogi og Bárður með blíðu en þeir
Álfur halda suður með landi svo sem gengur. Og er Álfur hafði
róið um hríð bað hann Finnboga róa. Hann gerði svo. Álfur sat
og stýrði. Finnbogi reri svo að Álfi þótti kyrr standa skútan
þá er hann reri. Þeir töluðust mart við. Frétti Finnbogi
hvort þeim mundi heim ganga í Sandey um kveldið.Álfur segir: "Hér er ey í milli og er eg vanur að vera þar um
nótt þá er eg fer norðan en þá kem eg heim annan morgun til
dagverðardrykkju árla."Finnbogi segir: "Hversu skjótt skal suður með skattinn?"Álfur segir: "Eg mun dveljast heima um hríð."Síðan komu þeir í eyna og var þar hellir mikill fyrir ofan
malarkambinn.Álfur mælti: "Nú skulum við gera okkur fyrir sem minnst og
bera ekki af skútunni. Skaltu ganga að framstafni en eg að
skut og berum svo upp í hellinn skútuna."Svo gerðu þeir og bjuggu vel um. Eftir það skiptu þeir verkum
með sér. Finnbogi sló upp eld en Álfur tók vatn. Finnboga
gekk seint að gera eldinn og loga illa skíðin. Ber hann á
eldinn mikið og blés að fast. Þá heyrir hann hvin upp yfir
sig. Þá slöngdi hann sér af út öðrumegin hjá eldinum. Var
Álfur þar kominn og ætlaði skjótt um að ráða við Finnboga.
Hann hljóp upp og undir Álf. Var hann afrendur að afli.
Gangast þeir að lengi. Tekur þá eldurinn að brenna og sér um
allan hellinn. Finnbogi sér hvar einn steinn var í
innanverðum hellinum. Hann var hvass ofan sem egg. Þar vildi
Álfur færa hann að. Finnbogi forðast það ekki. Og er þeir
koma að steininum hleypur Finnbogi yfir upp og kippir að sér
við með afli og brýtur bringubein hans á steininum og lætur
Álfur þar lífinu með ósæmd sem hann var verður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.