Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 57

Eyrbyggja saga 57 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 57)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
565758

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):En er Snorri goði hafði fá vetur búið í Sælingsdalstungu þá
bjó sá maður á Eyri í Bitru norður er Óspakur hét. Hann var
sonur Kjallaks frá Kjallaksá af Skriðinsenni. Óspakur var
kvongaður maður. Hann átti son þann er Glúmur hét og var
ungur í þann tíma. Óspakur var manna mestur og sterkastur.
Hann var óþokkasæll og hinn mesti ójafnaðarmaður. Hann hafði
með sér karla sjö eða átta og voru þeir mjög sakgæfir við
menn þar norður. Höfðu þeir jafnan skip fyrir landi og tóku
af hvers manns eigu eða rekum það er þeim sýndist.Álfur hinn litli hét maður. Hann bjó í Þambárdal í Bitru.
Hann átti vel fé og var hinn mesti maður í búi sínu. Hann var
þingmaður Snorra goða og varðveitti reka hans út undir
Guðlaugshöfða. Álfur þóttist og kenna kulda af Óspaki og hans
félögum og kærði það jafnan fyrir Snorra goða þá er þeir
fundust.Þórir Gull-Harðarson bjó þá í Tungu í Bitru. Hann var vinur
Sturlu Þjóðrekssonar er Víga-Sturla var kallaður. Hann bjó á
Staðarhóli í Saurbæ. Þórir var gildur bóndi og var fyrir
mönnum um Bitruna. Hafði hann umboð og varðveislu á rekum
Sturlu norður þar. Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt
silfur og veitti ýmsum léttara. Var Óspakur fyrirmaður út þar
um Krossárdal og Ennið.Það var einn vetur að snemma kom á vetrarríki mikið og gerði
þegar jarðbönn þar um Bitruna. Tóku menn þá aflát stór en
sumir ráku fé sitt um heiði. Þetta sumar áður hafði Óspakur
látið gera virki á bæ sínum á Eyri. Það var öruggt vígi ef
menn væru til varnar. Um veturinn á gói kom hríð mikil og
hélst hún viku. Það var norðanveður mikið. En er af létti
hríðinni sáu menn að hafís var að kominn allt hið ytra en þá
var ísinn eigi kominn inn í Bitruna. Fóru menn þá að kanna
fjörur sínar. En frá því er sagt að út frá Stiku, á milli og
Guðlaugshöfða, hafði rennt upp reyður mikil. Í hval þeim átti
mest Snorri goði og Sturla Þjóðreksson. Álfur hinn litli og
enn fleiri bændur áttu þar nokkuð í. Menn fóru til þar um
Bitruna og skáru hvalinn eftir tilskipan Þóris og Álfs.Og er menn voru að hvalskurðinum sáu þeir að skip reri handan
um fjörðinn frá Eyri og kenndu að það var tólfæringur mikill
er Óspakur átti. Lentu þeir þar við hvalinn og gengu þar upp
fimmtán menn alvopnaðir.Og er Óspakur kom á land gekk hann að hvalnum og spyr hverjir
fyrir hvalnum réðu.Þórir sagði að hann réði fyrir þeim er Sturla átti en Álfur
fyrir þeim er hann átti svo og fyrir þeim er Snorri goði átti
"en þá ræður hver fyrir sínum hlut annarra bónda."Óspakur spyr hvað þeir vildu fá honum af hvalnum.Þórir svarar: "Ekki vil eg fá þér af þeim hlut er eg skal
annast en eg veit eigi nema bændur vilji selja þann er þeir
eiga eða hvað skal við gefa?""Veistu það Þórir," sagði Óspakur, "að eg er eigi vanur að
kaupa hval að yður Bitrumönnum.""Það er mér þó von," segir Þórir, "að þú fáir engan ókeypis."Hvalurinn lá í kös sá er skorinn var og var engum skipt.
Óspakur bað sína menn ganga til og bera hvalinn út á skipið.
Þeir er við hvalinn voru höfðu fátt vopna nema öxar þær er
þeir skáru hvalinn með.En er Þórir sá að þeir Óspakur gengu til hvalsins hét hann á
menn að þeir skyldu eigi láta rænast. Hljópu þeir þá til
öðrum megin. Gengu þeir þá frá hinum óskorna hvalnum og varð
Þórir skjótastur. Sneri þegar Óspakur honum í móti og laust
hann með öxarhamri. Kom höggið við eyrað og féll hann þegar í
óvit. En þeir er honum voru næstir tóku til hans og kipptu
honum að sér og styrmdu yfir honum meðan hann lá í óvitinu.
En þá varð hvalurinn eigi varður.Þá kom að Álfur hinn litli og bað þá eigi taka hvalinn.Óspakur mælti: "Far þú eigi til Álfur," segir hann, "þú hefir
haus þunnan en eg hefi öxi þunga. Mun ferð þín verri en Þóris
ef þú gengur feti framar."Þetta heilræði hafði Álfur sem honum var kennt.Þeir Óspakur báru hvalinn á skipið og höfðu það gert áður
Þórir vitkaðist. En er hann vissi hvað títt var ávítaði hann
sína menn að þeim tækist auvirðlega er þeir stóðu hjá er
sumir voru ræntir en sumir barðir. Hljóp Þórir þá upp. En
Óspakur hafði þá flotað skipinu og létu frá landi, reru síðan
vestur yfir fjörðinn til Eyrar og störfuðu fyrir föngum sínum
og lét Óspakur enga þá frá sér fara er þessa ferð höfðu
farið. Höfðu þeir þar setu og bjuggust fyrir í virkinu. Þeir
Þórir skiptu hvalnum og létu það vera allra skaða er upp var
tekið, eftir því sem hverjir áttu í hvalnum. Fóru heim allir
eftir þetta. Var nú fjandskapur mikill með þeir Þóri og
Óspaki. En af því að Óspakur hafði mannmart þá gengu þeim
skjótt upp föngin.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.