Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 56

Eyrbyggja saga 56 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 56)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
555657

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Snorri goði bjó að Helgafelli átta vetur síðan kristni var
lögtekin á Íslandi. Þann vetur bjó hann þar síðast er Styr
mágur hans var drepinn á Jörva í Flisuhverfi. Snorri goði fór
eftir líkinu suður þangað og hann gekk í dyngjuna að Styr í
Hrossholti þá er hann hafði upp sest og hélt um miðja dóttur
bónda.Það vor eftir keypti Snorri goði um lönd við Guðrúnu
Ósvífursdóttur og færði Snorri þá bú sitt í Tungu í
Sælingsdal. Það var tveim vetrum eftir víg Bolla
Þorleikssonar, bónda Guðrúnar Ósvífursdóttur.Það sama vor fór Snorri goði suður til Borgarfjarðar í
málatilbúnað eftir víg Styrs við fjögur hundruð manna. Þar
var í ferð þá með honum Vermundur hinn mjóvi bróðir Styrs.
Hann bjó þá í Vatnsfirði. Þar var og Steinþór af Eyri og
Þóroddur Þorbrandsson úr Álftafirði, Þorleikur Brandsson úr
Krossnesi, bróðursonur Styrs, og margir aðrir virðingamenn.
Þeir komust hið lengsta suður til Hvítár, að Haugsvaði gegnt
Bæ. Þar var fyrir sunnan ána Illugi svarti, Kleppjárn hinn
gamli, Þorsteinn Gíslason, Gunnlaugur ormstunga, Þorsteinn
Þorgilsson úr Hafsfjarðarey. Hann átti Vigdísi, dóttur Illuga
svarta. Margir voru þar og aðrir virðingamenn og höfðu meir
en fimm hundruð manna.Þeir Snorri goði náðu eigi að ríða suður yfir ána og höfðu
þar fram málin er þeir komu framast svo að þeim var óhætt og
stefndi Snorri Gesti um víg Styrs. Þessi sömu mál ónýtti
Þorsteinn Gíslason fyrir Snorra goða um sumarið á alþingi.Það sama haust reið Snorri goði suður til Borgarfjarðar og
tók af lífi Þorstein Gíslason og Gunnar son hans. Þá var enn
Steinþór af Eyri í för með honum og Þóroddur Þorbrandsson,
Bárður Höskuldsson, Þorleikur Brandsson og alls voru þeir
fimmtán.Um vorið eftir fundust þeir á Þórsnessþingi, Snorri goði og
Þorsteinn úr Hafsfjarðarey, mágur Illuga svarta. Þorsteinn
var sonur Þorgils Þorfinnssonar Sel-Þórissonar frá Rauðamel.
En móðir hans var Auður, dóttir Álfs úr Dölum, og var
Þorsteinn systrungur Þorgils Arasonar af Reykjahólum og
Þorgeirs Hávarssonar og Þorgils Höllusonar og Bitru-Odda og
Álftfirðinga, Þorleifs kimba og þeirra Þorbrandssona.
Þorsteinn hafði búið mál mörg til Þórsnessþings.Það var einn dag í þingbrekku að Snorri goði spurði Þorstein
hvort hann hefði þangað búið mál mörg til þings. Þorsteinn
kveðst búið hafa þangað nokkur mál.Snorri mælti: "Nú muntu vilja að vér greiðum svo mál með þér
sem þér Borgfirðingar greidduð vor mál í fyrra vor?""Eigi fýsist eg þess," sagði Þorsteinn.En er Snorri goði hafði þetta mælt lögðu hér stórþungt til
synir Snorra goða og margir aðrir frændur Styrs, sögðu að
Þorsteini skyldi sá bestur að þar félli hvert mál sem komið
var og sögðu hitt maklegra að hann gyldi sjálfan sig fyrir þá
svívirðing er þeir Illugi mágur hans höfðu gert til þeirra
hið fyrra sumarið.Þorsteinn svarar hér fá um og gengu menn við það af
þingbrekku. Þorsteinn og frændur hans, Rauðmelingar, höfðu
þar allir samt mikla sveit. En er til dóms skyldi ganga bjóst
Þorsteinn til að hafa fram mál þau öll er hann hafði þangað
búið. Og er frændur Styrs og tengdamenn vissu það vopnuðust
þeir og gengu á milli dóms og Rauðmelinga er þeir vildu ganga
að dóminum. Tókst þá bardagi með þeim.Þorsteinn úr Hafsfjarðarey geymdi eigi annars en sækja þar að
sem fyrir var Snorri goði. Þorsteinn var bæði mikill maður og
sterkur og röskur til vopns.En er Þorsteinn sótti fast að Snorra þá hljóp fram fyrir hann
Kjartan frá Fróðá systursonur hans. Börðust þeir Þorsteinn
tveir lengi og voru þeirra vopnaskipti mjög harðskeytt. Eftir
það komu til beggja vinir og gengu millum og komu á griðum.Eftir bardagann mælti Snorri goði við Kjartan frænda sinn:
"Fram sóttir þú nú mjög í dag, Breiðvíkingurinn."Kjartan svarar heldur reiðulega: "Eigi þarftu að bregða mér
ætt minniÍ bardaga þessum féllu af Þorsteini sjö menn en margir urðu
sárir af hvorumtveggjum. Málum þessum var þar slegið í sætt
þegar á þinginu og var Snorri goði ósmár í öllum sáttmálum
því að hann vildi eigi að þessi mál kæmu til alþingis því að
þá var eigi sæst enn á víg Þorsteins Gíslasonar. Þóttist hann
þó ærnu eiga að svara á alþingi að eigi væri þessi mál að
kæra.Um þessi tíðindi öll saman, víg Þorsteins Gíslasonar og
Gunnars sonar hans og síðan um bardagann á Þórsnessþingi,
orti Þormóður Trefilsson í Hrafnsmálum vísu þessa:Meirr vó hinn móðbarri

menn að hjörsennu

týnir tjörreinar

tvo fyr á sunnan.

Lágu sjö síðan,

slíks eru jarteignir,

gífrs á grand-nesi

gumnar fjörnumnir.


Var skilið í sætt þeirra að Þorsteinn skyldi fram hafa mál
sín öll á Þórsnessþingi sem hann hafði þangað til boðið. En
um sumarið á alþingi var sæst á víg Þorsteins Gíslasonar og
Gunnars sonar hans. Réðust þá til utanferðar þeir menn er til
víganna höfðu farið með Snorra goða.Þetta sumar tók Þorsteinn úr Hafsfjarðarey Rauðmelingagoðorð
úr Þórsnessþingi því að hann þóttist þar aflvani orðið hafa
fyrir Snorrungum. Tóku þeir frændur þá upp þing í Straumfirði
og héldu það lengi síðan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.